19. júní - 19.06.1976, Qupperneq 12
vinnudag ættu báðir að hafa
tíma og þrek til að sinna börnum
sínum og heimilishaldi. Við
gætum þá losnað við hina miklu
yfirvinnu karlmanna, sem m.a.
sviptir þá samneyti við börn sín
og börnin handleiðslu þeirra.
Bj. Faðir, sem átti í
örðugleikum með að ná tengslum
við son sinn á gelgjuskeiði leitaði
ráða hjá öldruðum manni. —
Þvoðir þú synir þínum í framan,
þegar hann var yngri? — spurði
gamli maðurinn. Nei — var
svarið. Þú hafðir tækifæri til að
tengjast honum með því að sinna
honum þegar hann var ungur —
þá hefðir þú verið sjálfkrafa í
snertingu við hann núna.
Og þetta leiðir hugann að þvi,
hvort konurnar, sem mæður og
um leið sjálfgefnir uppalendur
einoki ekki börnin og skapi sér
forréttindi út á það. Hvort þær
•séu ekki að móta einstaklinga
fyrir samfélag, sem þær eru ekki í
lifandi tengslum við, en hitt for-
eldrið, sem þekkir daglega önn í
þjóðfélaginu að einhverju marki
— komi lítið sem ekki nálægt þvi
að veita börnunum forsjá.
Getur ekki verið viss hætta
fólgin í þessu og hvernig er hægt
að brjóta þetta upp.
M. Fyrsta skilyrðið er að við-
urkenna þetta sem vandamál
innan heildarinnar og leita
lausnar á því og þá er spurning,
hvort ekki er hægt að draga úr
þessari miklu vinnu fólks. Það
getur tekið sinn tíma að finna
lausn en sveigjanlegur vinnutimi
væri ein leið — en því verður ekki
komið við alls staðar.
Be. Lífsgæðakapphlaupið er
svo mikið og svo launamismunur
milli atvinnustétta. Sum hjón eru
það lágt launuð að þau komast
ekki hjá því að vinna bæði fulla
vinnu.
10
Bj. Lífsgæðakapphlaup —
þetta vekur spurninguna um,
hvaða gildismat höfum við, hver
eru hin raunverulegu verðmæti.
Hvernig fáum við til baka
tímann og orkuna, sem við létum
af hendi við uppeldi barna okkar.
Að dvelja á heimi og ala upp og
annast börn sín er einstaklings-
framtak og raunar einkaframtak.
Ég legg áherslu á að ala upp — ég
lít svo á að það sé annað og meira
en að þvo þeim og þvo af þeim.
Eg á m. a. við andlega umönnun
og andlegt atlæti, sem barni, er
svo nauðsynlegt. Það er ekki hægt
að alheimta daglaun að kveldi
við öll störf. Á ekki verð-
mætasköpun sér stað þarna sem
skilar sér til okkar seinna —
annað hvort beint frá barninu,
þegar það er orðið fullgildur
einstaklingur eða með hlutdeild
þessa fullmótaða einstaklings í
þjóðfélaginu, sem við njótum svo
óbeint.
M. Þú meinar hvort við séum
að fjárfesta í börnum okkar.
Bj. Já, með tilliti til umræð-
unnar um vanmat á störfum
unnum inni á heimilum, eru þau
ekki, ef þau eru sett í stærra
samhengi einmitt verðmæta-
sköpun af þessu tagi — og sem
skilar sér þó það verði ekki sam-
dægurs.
G. Félagsleg mótun einstakl-
ingsins fer fyrst fram innan
vébanda fjölskyldunnar. Fyrsti
hópurinn, sem barnið kemur inn í
er fjölskyldan og þess vegna er
ákaflega mikilvægt fyrir
persónulegan alhliða þroska
barnsins að þessi fyrsta mótun
takist vel. Að tilfinningalegt
jafnvægi náist.
M. Við fáum það þjóðfélag,
sem við sáum til m. a. með
umönnun barnanna.
G. í sambandi við mat á
þeim verkefnum, sem sinnt er um
á heimilum getum við tekið dæmi
af manni, t.d. iðnverkamanni,
sem vinnur að framleiðslu-
störfum. Þau börn, sem alast upp
á hans heimili verða eins konar
endurnýjun vinnuaflsins. Ef
móðirin er heima á þessu heimili
hefur hún óbeint áhrif á vinnu-
markaðinn af þvi að hún stuðlar
að endurnýjun vinnuaflsins, en
vinnuframlag hennar er hvergi
skráð sem slíkt.
Bj. Þá er aðkallandi að fá
svar við því hverjir eigi börnin.
G. Ég held að lausn þessara
mála liggi í einhverju öðru
fjölskylduformi, en við búum nú
við. Kjarnafjölskyldan er kannski
orðin úrelt.
Be. Hvernig?
G. Opna hana.
Bj. Fá aftur inn fleira
skyldulið — afana, ömmurnar,
afasysturnar og ömmubræðurna?
G. Já, eða fleiri fjölskyldur og
t.d. „kollektiv“ hús (sameiginlegt
heimilishald). Við sjáum, ef litið
er á heildina, að núverandi til-
högun er fjárhagslega óhagstæð
— að t.d. hver einasta lítil fjöl-
skyldueining skuli hafa sína
þvottavél og alla aðra
vélvæðingu við heimilisrekstur
fyrir sig eina. Það mætti draga
eitthvað af þeirri vinnu, sem fram
fer á heimilum nú, út af þeim og
setja í iðnað s.s. hluta af matar-
lagningu, þvottinn.
M. Þetta væri svo sannarlega
æskilegt — en ef þú minnkar
vélvæðingu heimilanna þá
dregur þú úr framleiðslu og sölu
og þar með atvinnu fólks — þetta
er allt i samhengi. Ef þú leysir eitt
vandamál með því að stækka
fjölskyldueininguna þá skjóta
önnur upp kollinum. Fólk er