19. júní


19. júní - 19.06.1976, Síða 16

19. júní - 19.06.1976, Síða 16
stöðuna. Er þetta e. t. v. skýringin á því að svo margir karlar leggjast gegn jafnréttislögunum? L. Karlar gera sér held ég ekki grein fyrir því að lögin eru einnig í þeirra þágu — konum verða ekki tryggð nein sérréttindi með þeim. G. Það vantar meiri fræðslu á flestum sviðum þjóðlífsins. Um leið og fólk öðlast meiri þekkingu fær það áhuga á fleiri sviðum mannlífsins, gerir sér betur grein fyrir félagslegum þáttum tilverunnar. M. Við þurfum að virkja fjölmiðla í þessa átt og fá þætti, sem er beint að fjölskyldunni allri. Þætti um uppeldismál, um félagsleg samskipti, heimilis- rekstur — eitthvað, sem gerir fjölskyldunni auðveldara að laga sig að breyttum tímum. G. Ég tel ekki að kvennaárið eða kvennafrídagurinn hafi haft nein bein áhrif á stöðu kynjanna. M. Enda var ekki að því stefnt, heldur að styrkja meðvitund kvenna. G. Já, að þvi leyti held ég að dagurinn hafi gert sitt gagn. En hann vakti ekki einvörðungu upp umræðu um jafnrétti kynjanna — heldur einnig um jafnrétti þegnanna. Við höfum þegar drepið á launamisrétti og mis- mun til menntunar. Bj. Ég tel að enginn geti mælt gegn því að stuðla beri að sem jöfnustum rétti fólks. En við megum ekki blanda því saman, hvort verið er að tala um sem jafnasta aðstöðu til að nýta þann rétt, sem er tryggður þegnunum í löggjöf eða, hvort við ætlum okkur að koma á einhverskonar allsherjar jöfnuði, sem er ófram- kvæmanlegt m. a. fyrir þær sakir 14 að fólk er ólíkt í stakk búið frá náttúrunnar hendi. Við hljótum ekki öll sömu vöggugjafir. G. Við höfum líka þetta tvö- falda siðgæði fyrir augunum — annars vegar nær taumlausa móðurdýrkun og hins vegar straff á konur fyrir að eiga börn, samanber mismunina á vinnu- markaðinum. L. Mér er kunnugt um að kona, sem réði sig til vinnu varð að skuldbinda sig skriflega til að verða ekki ófrisk næstu þrjú ár. M. Einmitt í kjölfar kvenna- ársins, verður krafan um breytt þjóðfélag sterkari. Bj. Hvernig breytingu? M. Aukna möguleika á dagheimilisvist, skóla- dagheimilum, umönnun og gæslu barna, þannig að móðirin verði fullgildur aðili á vinnu- markaðinum á sama hátt og faðirinn. Við getum ekki ætlast til þess að konur sæki á um ábyrgðarstöður í þjóðfélaginu, meðan þær bera tvöfalda byrði. Bj. Það er svo margt, sem grípur inn í þetta t.d. einhæft starfsval stúlkna. Þær hópast hver á fætur annarri í sömu störfin og hætta skapast á ofþenslu í nokkrum starfs- greinum, sem einn góðan veðurdag veldur því, ef samdráttur verður í atvinnulíf- inu, að reynt verður með einhverjum tiltækum ráðum að ýta þeim til baka út af vinnu- markaðinum m.a. með breyttri skattalöggjöf. Konur þurfa að vakna til vitundar um þetta og hvetja þarf stúlkur til að velja sér störf i framleiðslugreinum, iðnaði og raunar sem allra víðast í þjóðlífinu. M. En við náum ekki þessari stöðu fyrr en við fáum úrbætur í sambandi við umönnun barna — og skattakerfi, sem viðurkennir konuna sem fullgildan einstakl- ing og skattþegn. Bj. En við fáum ekki fleiri dagvistarheimi, skóladagheimili né annað í þessa veru, nema leggjast á málið sjálfar. En svo við víkjum að öðru — félagsleg staða kvenna í dreifbýli, Beta getur þú sagt okkur eitthvað um hana. Be. Ég tel að víðast hvar taki konur nokkuð almennan þátt í félagslifi. L. Sennilega ekki minna en í þéttbýli. Bj. Láta konurnar heyra í sér á mannamótum? Be. Það er aftur annað mál — ef þær eiga að standa upp og tala máli sínu, þá er ég hrædd um að bæði minnimáttarkenndin og vaninn haldi aftur af þeim. Ég tel að hæfileikana skorti ekki — aðeins þjálfunina til að tjá sig. Bj. Kona úr þéttbýlu héraði, ekki alllangt frá Reykjavik, sagði mér að í hennar sveit hefði verið stofnað kvenfélag um 1940 og að það hefði gjörbreytt afstöðu kvennanna innbyrðis. Þarna hafði lengi verið festa í búsetu á mörgum góðum jörðum og konurnar frá efnaðri heimilunum héldu saman — hinar áttu ekki innangengt í þann hóp. Síðan kom kvenfélagið og í því áttu allar jafnan rétt og þá kemur í ljós að þær, sem sátu bestu jarðirnar voru ekki endilega félagslega færastar. Be. Eða best gefnar. Bj. Jafnvel það — og smátt og smátt eykst þjóðfélagslegur jöfnuður milli kvennanna i sveit- inni gegnum félagið. Be. Já, þegar komið er í svona félag kemur raunverulega i Ijós hvers einstaklingurinn er megnugur — aðeins ef mann- eskjan fær tækifæri til að taka á

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.