19. júní - 19.06.1976, Síða 18
TVÖ LEIRRIT
í þessum pistli skrifa blaðamenn 19. júní í stuttu
máli um tvö leikrit sem sýnd voru í leikhúsum Reykja-
víkur á síðastliðnu starfsári. Verkin hafa það sam-
eiginlegt að fjalla um jafnréttismál.
Þess skal getið, að hér er aðeins um efnislýsingu að
ræða, en ekki gagnrýni.
Saumastofan
Framlag Leikfélags Reykja-
víkur í tilefni kvennaárs var upp-
setning leikrits eftir ungan,
íslenskan höfund. Það var
„Saumastofan“ eftir Kjartan
Ragnarsson. Leikritið var frum-
sýnt 28. október s.l.
Kjartan hefur starfað með
Leikfélagi Reykjavíkur frá árinu
1966 sem leikari. Um jólaleytið í
fyrra þreytti hann frumraun sína
sem leikstjóri, þegar hann stjórn-
aði flutningnum á ljóðaleik T.S.
Eliots „Morðið í dómkirkjunni“.
Leikritið „Saumastofan“ skrifaði
Kjartan síðast liðið sumar með
umræðu kvennaársins í huga.
Þetta er fyrsta leikhúsverk hans,
sem tekið er til sýninga. Aður
hefur hann oft tekið þátt i smiði
leikþátta fyrir sjónvarp og leikhús
og þá iðulega fléttað í þá
söngvum. „Saumastofan“ er
sérstaklega samin fyrir þann leik-
arahóp, sem þar fer með hlutverk,
en sú vinnuaðferð hefur verið
heldur fátíð í íslensku leikhúsi til
þessa. I leikritinu er ekkert aðal-
hlutverk. Ekkert hlutverkanna er
svo áberandi miklu stærra en hin,
að það verði nefnt því nafni. í
leikritið er fléttað söngvum og
stendur höfundurinn þar bæði
fyrir texta og tónlist. Hér er um
16
skemmtileikrit að ræða með
alvarlegum undirtón. Á sviðinu
rikir mikil og smitandi leikgleði,
sem grípur leikhúsgesti. Höfundi
hefur tekist að gefa efninu fjör-
mikinn búning og á þar tónlistin
mikinn þátt í að vel tekst til.
Leikurinn er sprottinn úr íslensku
nútímaumhverfi og fjallar um sex
konur, sem vinna saman við
herrafatasaum. Þær vinna eftir
bónuskerfi og mega aldrei við því
að hægja á sprettinum. Allur
gerist leikurinn á einum degi. Ein
þeirra á sjötugsafmæli daginn
áður en leikurinn hefst. Fámennt
var í veislunni, svo að gamla
konan gripur til þess ráðs að fara
með veisluföngin í vinnuna og slá
upp veislu um hábjartan dag.
Forstjórinn þarf að bregða sér
norður í land. Eftir nokkurt hik
taka þær í sig kjark og ákveða
allar sem ein að taka þátt í fjör-
inu. Nú segja þær hver annarri
frá ýmsum atburðum úr lífi
þeirra og þá kemur nokkuð
merkilegt í ljós. Það túlkar Lilla á
þennan hátt:
Lilla: Það er skrítið. Ég vinn
Við getum spilað með ykkur, eins og okkur sýnist — ykkur skortir samstöðu.