19. júní


19. júní - 19.06.1976, Blaðsíða 18

19. júní - 19.06.1976, Blaðsíða 18
TVÖ LEIRRIT í þessum pistli skrifa blaðamenn 19. júní í stuttu máli um tvö leikrit sem sýnd voru í leikhúsum Reykja- víkur á síðastliðnu starfsári. Verkin hafa það sam- eiginlegt að fjalla um jafnréttismál. Þess skal getið, að hér er aðeins um efnislýsingu að ræða, en ekki gagnrýni. Saumastofan Framlag Leikfélags Reykja- víkur í tilefni kvennaárs var upp- setning leikrits eftir ungan, íslenskan höfund. Það var „Saumastofan“ eftir Kjartan Ragnarsson. Leikritið var frum- sýnt 28. október s.l. Kjartan hefur starfað með Leikfélagi Reykjavíkur frá árinu 1966 sem leikari. Um jólaleytið í fyrra þreytti hann frumraun sína sem leikstjóri, þegar hann stjórn- aði flutningnum á ljóðaleik T.S. Eliots „Morðið í dómkirkjunni“. Leikritið „Saumastofan“ skrifaði Kjartan síðast liðið sumar með umræðu kvennaársins í huga. Þetta er fyrsta leikhúsverk hans, sem tekið er til sýninga. Aður hefur hann oft tekið þátt i smiði leikþátta fyrir sjónvarp og leikhús og þá iðulega fléttað í þá söngvum. „Saumastofan“ er sérstaklega samin fyrir þann leik- arahóp, sem þar fer með hlutverk, en sú vinnuaðferð hefur verið heldur fátíð í íslensku leikhúsi til þessa. I leikritinu er ekkert aðal- hlutverk. Ekkert hlutverkanna er svo áberandi miklu stærra en hin, að það verði nefnt því nafni. í leikritið er fléttað söngvum og stendur höfundurinn þar bæði fyrir texta og tónlist. Hér er um 16 skemmtileikrit að ræða með alvarlegum undirtón. Á sviðinu rikir mikil og smitandi leikgleði, sem grípur leikhúsgesti. Höfundi hefur tekist að gefa efninu fjör- mikinn búning og á þar tónlistin mikinn þátt í að vel tekst til. Leikurinn er sprottinn úr íslensku nútímaumhverfi og fjallar um sex konur, sem vinna saman við herrafatasaum. Þær vinna eftir bónuskerfi og mega aldrei við því að hægja á sprettinum. Allur gerist leikurinn á einum degi. Ein þeirra á sjötugsafmæli daginn áður en leikurinn hefst. Fámennt var í veislunni, svo að gamla konan gripur til þess ráðs að fara með veisluföngin í vinnuna og slá upp veislu um hábjartan dag. Forstjórinn þarf að bregða sér norður í land. Eftir nokkurt hik taka þær í sig kjark og ákveða allar sem ein að taka þátt í fjör- inu. Nú segja þær hver annarri frá ýmsum atburðum úr lífi þeirra og þá kemur nokkuð merkilegt í ljós. Það túlkar Lilla á þennan hátt: Lilla: Það er skrítið. Ég vinn Við getum spilað með ykkur, eins og okkur sýnist — ykkur skortir samstöðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.