19. júní


19. júní - 19.06.1976, Side 23

19. júní - 19.06.1976, Side 23
lás á eftir okkur. Og þarna sátum við og hjúpuðum okkur inn í móðurhamingjuna, á kafi upp fyrir haus í bleyjuþvotti og uppvaski, mislingum og inn- kaupapokum!“ Hanna álítur, að i uppeldi sé konum þröngvað til að bregðast sjálfri sér, að bæla niður hjá sér sjálfstæðishvötina. „Þegar þarf- irnar svo brjótast út, þá finnst okkur eins og það séum við, sem séum að bregðast. En er það ekki einmitt þessi innilokun, þessi bæling, þetta að neita sér um allt, sem mann langar til að gera, að skapa, bæla niður alla þörf fyrir hlýju og nálægð — er það ekki einmitt þetta, sem heitir að bregðast, ha? Við erum aldar upp í því að bregðast sjálfum okkur.“ Hanna telur þátt mæðra þeirra mikinn í því að ala upp í þeim undirgefnina. Hver af annarri draga þær síðan fram minningar um mæður sínar, líflitlar, þreytt- ar, jafnvel útslitnar konur með afþurrkunarklút í annarri hend- inni og stoppunál í hinni, sístarf- andi fyrir heimilið, mann og börn. „Þær breyttu húsgagna- skipaninni og héldu að þar með væru þær búnar að breyta lífi sínu“ eins og ein þeirra kemst að orði. Hanna: „Þegar ég hugsa til mæðra okkar, sé ég fyrir mér grá- klædda hersveit, herdeild hinna þolinmóðu, kúguðu og hraustu. Herdeild hraustra, uppgefinna kvenna, þær halda á gráum fán- um . . . Anna María: Og ganga í slitn- um skóm, eru með æðahnúta . . . Lillý: Þrútnar þvottahendur Hanna: Fengu aldrei að vita, hverjar þær voru. Það var enginn sem spurði. En enda þótt þær lýsi mæðrum sínum á þennan veg og skilgreini stöðu þeirra svo, þá virða þær þær og meta. b) Annað meginviðfangsefni leikrit6Íns er mikilvægi þess, að konan geri sér grein fyrir sjálfri sér, hver staða hennar raunveru- lega er, og hvers hún er megnug. „Þetta er í raun og veru ósköp einfalt, loksins þegar maður er búinn að koma auga á það,“ segir Hanna, og henni er mikið í mun, að sannfæra hinar konurnar um sannleiksgildi þessa, en það gengur nokkuð erfiðlega: Hanna: „En hugsið ykkur, hugsið ykkur bara hvað við hefð- um getað gert, skapað! Ef við hefðum haft sömu möguleika og karlmennirnir.“ Ann María: „Af hverju gerum við þá ekki neitt? Það standa okkur allar leiðir opnar“ ... „1 þeim hluta heimsins, sem við lif- um í, eru konum allar leiðir opn- ar.“ Hanna: „I þeim hluta heims- ins, sem við lifum í, eru konur líka konur, gleymdu því ekki.“ Og síðar: Hanna: „Það sem mestu máli skiptir er ekki, hvort einhver skóli eða háskóli stendur þér opinn, heldur hvort þú ert opin hér (bendir á ennið á sér og brjóstið). Að þú hafir lært að treysta á sjálfa þig og jnnar hugsanir. Sjálfs- vitundin, það er hún, sem er lyk- illinn að þessu öllu.“ Og Björg Vik lætur Hönnu skýrgreina síðar í leiknum, hvað hún meinar með sjálfsvitund: „. . . eitthvað, sem ég fyndi sjálf og upplifði. . . . Já, líkama minn, líkamsorkuna, sjálfan lifsneistann eiginlega — nota þetta sem mæli- kvarða á rétt og rangt.“ c) Þriðja meginstef leikritsins er gildi og máttur samstöðu kvenna: Hanna: „Skál, skál fyrir sam- stöðu kvenna, skál fyrir því að við styðjum og virðum hver aðra.“ En undirtektir eru fremur dræmar og Hanna segir síðar: „Það sem ég var að reyna að segja áðan var, hvað það er gleði- legt, að við skulum ekki lengur vinna gegn hver annarri, baktala og vantreysta hver annarri eins og við höfum alltaf gert, til þess að bjarga eigin skinni.“ En orð Hönnu falla sum í grýttan jarðveg. Hún bendir einni vinkonunni á, að hún þurfi að fara á byrjendanámskeið í samstöðu kvenna, en sú segist al- drei hafa skilið það hugtak! Auk þessara þriggja atriða, sem hér hafaverið rakin, er drepið á ýmis önnur mál í samræðum þeirra vinkvennanna, svo sem eðli og gildi hjónabandsins, vandamál fráskilinna og ógiftra kvenna, barnlausra kvenna, ein- stæðra mæðra og margt fleira. Þess skal að lokum getið, að höfundurinn kemur ekki með neinar einfaldar eða algildar lausnir á þessum vandamálum, heldur mun hún fyrst og fremst hafa viljað koma af stað umræðu um þau, vekja fólk til umhugs- unar. Verkið ber þess og merki, þar sem ekki er sýnt í leikslok, hvort tilraunir Hönnu til að vekja vinkonur hennar af doðanum hafi borið árangur, þ.e.a.s. er til lengdar lætur. Hún hefur þó fengið þær til að staldra við og hugleiða málin, og það er væntanlega upphafið að öðru meira. I.R. 21

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.