19. júní


19. júní - 19.06.1976, Page 25

19. júní - 19.06.1976, Page 25
félagsins en með þeim hætti taldi hún að félagið ætti auðveldara með að hafa áhrif á þingmenn og ég er sannfærð um að þar hafði hún rétt fyrir sér. Þessi glœsilegi fundur hefur auð- vitað gert margar samþykktir um jafn- réttismál og gunnreifar stjórnarkonur síðan gengið í það verk að koma þeim í framkvœmd? Já, samþykktirnar getum við séð í fundargerðinni. Fjórða sam- þykktin er á þessa leið. „Konur hafi sama rétt og karlar til allrar vinnu og sömu hækkunarmögu- leika og þeir. Gifting eða barn- eign sé engin hindrun fyrir at- vinnu né ástæða til uppsagnar.“ Síðan var farið að nudda í að koma þessari samþykkt og öðrum á framfæri. Stór sendinefnd fór á fund forsætisráðherra sem þá var Ólafur Thors. Hann tók okkur mjög vel og var glaður og reifur þegar hann ræddi við kvenna- hópinn. Þá var launalagafrum- varpið komið fram á Alþingi og við lögðum fyrir hann breytinga- tillögu okkar og greinargerð sem byggð var á rannsókn á kjörum, menntun og starfsaldri 118 stúlkna sem störfuðu á skrif- stofum rikisins í Reykjavík. Það var nefnd skrifstofustúlkna úr K.R.F.Í. sem vann þetta mikla verk. Svo var það heimsóknin sem þú byrjaðir á að tala um. Þetta var fjárhagsnefnd efri deildar sem við hittum að máli. í þingskjölum má sjá að í nefndinni voru þá Magnús Jónsson, Lárus Jóhannesson, Bernharð Stefáns- son, Kristinn Andrésson og Har- aldur Guðmundsson. Allir eru þessir menn nú látnir nema Lárus og einnig allar konurnar, sem ég man með vissu að voru þarna, nema ég og Dýrleif. Manstu eftir viðbrögðum þeirra við málflutningiykkar? Flestir þeirra sögðu litið en virtust hafa góðan skilning á málinu og árangurinn varð eftir því. Jafnréttisákvæðið komst inn í lögin. Þó man ég að einhver lét þau orð falla að kvenfólk hefði ekki jafnmikinn áhuga á störfum sínum og karlmenn og væru oft fjarverandi. Mig minnir að ég hafi þá svarað þvi til að konur væru yfirleitt samvizkusamari og stundvísari en karlar. Það hafa sem sagt verið svipuð orðaskipti 1945 og títt heyrast í allri jafnréttisumrœðu nú röskum 30 árum síðar. En heldur þú að þessi lagabók- stafur hafi komið að gagni? Ég man að einhver þing- manna lét þau orð falla að kvenfólk hefði ekki jafn mikinn áhuga á störfum sínum og karl- menn og væru oft fjar- verandi. Mig minnir að ég hafi svarað því til að konur væru yfirleitt sam- viskusamari og stundvís- ari en karlar. Launamisréttið hélt auðvitað áfram í því formi sem við þekkj- um mætavel. Stúlkur héldu áfram að vera skrifarar og karl- menn bókarar í hærri launum en það mátti nota þennan lagabók- staf í sókn og vörn. Þegar um ný störf var að ræða kom t.d. ekki annað en jafnrétti til greina eftir þetta. Já, það minnir mig á að þú tókst við stjórn Veðurstofunnar árið eftir og sama vor byrjaði ég að vinna á þeirri góðu stofnun sem aðstoðarmaður að sumri til. Starfstitillinn aðstoðarmaður hljómaði dálítið undarlega um unga stúlku á þeim árum en frá þessu ári ríkti fullkomið jafnrétti á Veður- stofunni um „skipun í starfsflokka og flutning milli launaflokka“. Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að þar hafi bœði forstjórinn og lagabókstafurinn átt hlut að máli. En það vœri gaman að víkja aðeins aftur að landsfundinum góða. Það var í rauninni fyrir til- viljun að ég mætti á fundinum. Soffía Ingvarsdóttir átti að vera fulltrúi Alþýðuflokksins en hún forfallaðist og ég kom í hennar stað. Eins og ég sagði áðan stóð fundurinn í ljóma hátíðarinnar miklu 17. júní. Rigningin var um garð gengin og staðurinn skartaði sínu fegursta í himnesku veðri. Allur viðurgerningur í Valhöll var frábær og þó of miklum tíma væri eytt í umræður um skipu- lagsmál, sem menn voru auðvitað ekki á einu máli um, þá voru allar konurnar svo glaðar og sáttfúsar að auðvelt reyndist að ná sam- komulagi um hvaðeina. Laufey hafði þarna forystuna og áhugi hennar takmarkaðist að sjálf- sögðu ekki við launamál. Það voru mörg mál á dagskránni sem voru hjartansmál hennar. Ég man t.d. hvað hún lagði ríka áherslu á að K.R.F.I. gerði allt sem unnt væri til að bæta réttar- stöðu þeirra stúlkna sem sátu uppi með hermannabörn í fang- inu og ekkert meðlag úr hendi föður, sem oft reyndist ófinnan- legur, þegar máli var svo komið. Gerðist ekki einnig eitthvað ánœgjulegt utan fundanna? Jú, ég man sérstaklega að Ben- edikt Sveinsson kom og stóð ber- höfðaður á Lögbergi og fræddi okkur um staðinn. Við sátum niðri í gjánni og hlustuðum en einmitt þaðan úr gjánni taldi Framhald á bls. 58. 23

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.