19. júní - 19.06.1976, Side 26
Skiptar skoöanir
Við umræður um frumvarp
til laga um jafnstöðu karla og
kvenna í neðri úeild alþingis í
marz s.l. lét einn þingmanna
þau orð falia, að til þess að
hraða því, að konur næðu
jafnri stöðu á við karla á sem
flestum sviðum þjóðlífsins,
bæri að veita þeim tímabundin
forréttindi.
Um þetta atriði hafa verið
skiptar skoðanir bæði hér á
landi og í nágrannalöndum
Gerður G.
Óskarsdóttir:
Segja má, að með kvennaárinu
og þó einkum kvennadeginum
24. okt. hafi náðst hér á landi
almenn viðurkenning á þeirri
staðreynd að misrétti sé milli
kynjanna. Þetta er að sjálfsögðu
mikilvægt skref í baráttunni fyrir
jafnrétti, en það er langt í land og
hætt við að þróunin verði afar
hæg.
Ef einhverjar verulegar breyt-
ingar eiga að verða á þessum
næstu 10 árum, sem Sameinuðu
þjóðirnar ætla að helga bar-
áttunni fyrir jafnrétti kynjanna,
þá verður að grípa til einhverra
aðgerða. Að sjálfsögðu er gjör-
breytt þjóðfélag eina lausnin, en
þar sem hún er ekki í augsýn,
verður annað að koma til.
Ég tel að tímabundin forrétt-
l’Ti Ji kvenna á einhverjum sviðum
séu réttlætanleg. Karlmenn njóta
nú slíkra forréttinda á nær öllum
sviðum, því má ekki láta jafn-
réttishugsjónina villa sér sýn og
halda að konur komist upp að
hlið karlanna, en þeir þurfi ekki
að láta af neinu í staðinn.
okkar. Ritnefnd „19. júnP4
taldi, að lesendum blaðsins
gæti verið fengur að því að
heyra álit nokkurra manna á
þessu máli og lagði spurning-
una: „Hvert er viðhorf þitt til
tímabundinna forréttinda
kvenna?“ fyrir þau Gerði,
Guðrúnu, Rannveigu og
Þorstein.
Blaðið birtir hér svör fjór-
menninganna.
Bj.E.
Guðrún
Erlendsdóttir:
Ég er andvíg því, að konur
njóti sérstakra forréttinda fram
yfir karla til að ná jafnri stöðu í
þjóðfélaginu, og mun ég í stuttu
máli gera grein fyrir þessari
skoðun minni.
Undanfarin ár hefur verið
sterk jafnréttishreyfing víða um
heim i þá átt að bæta stöðu
kvenna. Sú skoðun er útbreidd,
Konur hafa misréttið stöðugt
fyrir augunum, þær sjá að konur
eru lægra settar, störf þeirra eru
lægra metin til launa, þeim er
ekki trúað fyrir ábyrgð, fram hjá
þeim er gengið um stöðuveit-
ingar. Þær eru í minnihluta (ef
þær þá sjást) í stjórnum,
nefndum og á fundum, ekki er
tekið tillit til skoðana þeirra og
álits þeirra leitað. Fæstar þora að
tjá sig af ótta við að karlarnir í
kringum þær hafi miklu meira vit
á málunum. Konum er líka vel
ljóst, að aðrar vonir eru bundnar
við stúlkur en drengi. Til þess er
Framhald á hls. 56.
Gerður
að þjóðfélagið verði að leggja sitt
af mörkum til að raunverulegt
jafnrétti náist milli kynjanna.
Áhugi hefur vaknað á því að nota
löggjöfina til að ná fram raun-
verulegu jafnrétti með því að
setja almenn jafnréttislög. ísland
varð fyrst Norðurlanda til að
setja slíka almenna löggjöf um
jafnrétti kvenna og karla, sem
samþykkt var á Alþingi nú í vor.
Hugtökin jafnrétti (jafnstaða)
og mismunun eru ekki skýrð í
Mannréttindayfirlýsingu S. Þ.,
eða í Mannréttindasáttmála Evr-
óðu. Bann gegn mismunun felur
í sér samkvæmt orðanna hljóðan,
að hvorki megi gera betur né verr
við einn mann en annan, ein-
göngu vegna kynferðis hans.
Jafnstaða felur i sér, að ekki megi
maður hljóta einhverja sérmeð-
ferð kynferðis síns vegna.
Það er almennt viðurkennt, að
sú sérmeðferð, sem byggist á hin-
um líffræðilega mismun kynj-
anna, teljist ekki mismunun í
þeirri merkingu, sem að ofan er
lýst (sbr. fæðingarorlof).
í þeim löndum, sem ibugað
hafa setningu almennra jafn-
Franihald á hls. 57.
24