19. júní


19. júní - 19.06.1976, Page 32

19. júní - 19.06.1976, Page 32
um sögulega þróun stöðu kvenna á Norðurlöndum. Sýningin verður á veg- um Riksutstállningar í Svíþjóð og með aðstoð Dr. Asta Ekenvall, eins af stofnendum kvennasögusafnsins í Gautaborg. Rikisútvarpið, bœkur, blöð o.fl. Allmörg erindi og þcettir voru í útvarpinu í tilefni kvennaársins. T.d. voru erindi að tilhlutan Kvenstúdent- afélags Islands og Rauðsokkahreyf- ingin hafðiþrjá þætti, sem nefndir voru 1101 —> ellefu hundruð og eitt. Ot- varpsslöðvar á Norðurlöndum höfðu samvinnu um að gera hálftíma dagskrá frá hverju landi og eina sameiginlega. Allar dagskrámar voru með ensku tali. Sigríður Thorlacius sá um íslenska hlutann (júlí—ágúst). Sjónvarpið sýndi m.a. kvikmynd í mörgum þáttum um kvenréttindabaráttuna í Englandi (ágúst—september). ,Jafnrétti kynjanna“ kom út í júní- mánuði. Bókin er skýrsla um niður- stöður af rannsókn, sem Guðrún Sig- ríður Vilhjálmsdóttir gerði á vegum Námsbraular í þjóðfélagsfrœðum við Háskóla Islands, og prófessor Ólafur Ragnar Grímsson bjó til prenlunar. Þingsályktunartillaga, sem lögð var fram á Alþingi 1971, lá til grund- vallar þessari rannsókn. Ritgerðasamkeppni fyrir ungt fólk á aldrinum 15—20 um „stöðu konunnar í þjóðfélaginu“ var auglýst á vegum menntamálaráðuneylisins í júní. Verð- launin, vikudvöl í aðalstöðvum Sam- einuðu þjóðanna í New York hlaut María Haraldsdóttir, 17 ára, (í desember). Menntamálaráðuneytið lét þýða á ís- lensku yfirlýsingu A llsherjarþings Sameinuðu þjóðanna frá ‘7. nóv 1967 um afnám misréttis gagnvart konum. Jafnrétlisnefndir til að vinna að jafn- stóðumálum kvenna og karla voru settar á stofn í nokkrum sveitarfélögum: I Kóþavogi í júlí, síðan í Garðahreppi (Garðabce) í Hafnarfirði í desember, og í undirbúningi er nefnd í Neskaup- stað. I Reykjavík var á borgarstjóm- arfundi í nóvember vísað frá tillögu um að skipa jafnréttisnefnd. Frímerki var gefið út í tilefni kvenna- ársins. Verðgildi 100 krónur. Myndin er af listaverki eftir Nínu Tryggva- dóttur (útg. 15. okt. ’75). Framkvæmdanefndin um kvennafríið á Akureyri setti á laggirnar í nóvember nýja nefnd karla og kvenna — eða Á Loftleiðaráðstefnunni 20. og 21. júní 1975. Frímerki í tilefni kvennaárs af mál- verki eftir Nínu Tryggvadóttur. jafnréttissamtök — með fjölþœtta verkefnaskrá. — Otgefendur virlust laka mið af kvennaárinu með vali jólabóka sinna. Karlmenn, sem skrifuðu í blöð eða minntust opinberlega á kvennaárið og kvennafriið, gerðu það yfirleitt af skilningi og sanngirni, en nokkrar ill- girnisraddir vöklu athygli. Nokkrar hjáróma kvennaraddir heyrðusl einnig. — Samvinnunefndir á Norðurlöndum œtla að rannsaka, hvernig hlutur kvenna í þjóðfélaginu kemur fram í fjölmiðlum. Islenska nefndin „Fjölmiðlanefnd“ var stofnuð í nóvember. — Kvenfélagið Framtíðin á Akureyri hafði í tilefni kvennaársins mynd af Aðalbjörgu Sigurðardóttur á jólamerki st’nu 1975. — Fyrrverandi þingskrifarar, konur, stefna A Iþingi vegna þess að karlþing- skrifari fékk hœrri laun en þœr. Málið kom fyrir borgardóm Reykjavxkur í fyrsta skipti í desember. — Kvennafríið 24. október 1975 Hámark kvennaársins á tslandi var kvennafríið 24. október 1975. Hugmyndin um það var búin að vera nokkurn tima til umhugsunar og umræðu (sbx. Vísir 27. 6. 1974), en á ráðstefnunni á Loft- leiðahótelxnu i júni 1975 var samþykkt að skora á konur landsins að taka sér frí frá störfum á degi Sameinuðu þjóðanna á kvennaárinu. Konur þœr, sem að til-

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.