19. júní


19. júní - 19.06.1976, Page 33

19. júní - 19.06.1976, Page 33
Afhending tekjuafgangs og skjala frá Kvennafrídeginum 24. okt. 1975 til Kvennasögusafns Islands. A myndinni eru frá vinstri: Elsa Mía Einarsdóttir, Anna Sigurðardóttir, Ásdís Guðmundsdóttir, Gerður Steinþórsdóttir, Björg Einarsdóttir. lögunni stóðu, settu á stofn í seplember stóra framkvœmdanefnd og aðra fimm slarfshópa til að hafa á hendi ákveðin verkefni fyrir fríið. Óhemjumikil vinna var lögð í allan undirbúning og ár- angurinn varð að sama skapi og raunar meiri. Kringum 25 púsund manns safnaðist saman á Lœkjartorgi og miðbœ Reykjavíkur til útifundar með hljómlist, ræðum, söngvum o. fl. Fundurinn stóð i um pað bil tvar klukkustundir. A eftir var á ýmsum stöðum í borginni „opið hús“, par sem leikarar og aðrir skemmtikraftar komu fram. / útvarpinu eftir kvöldfréltir til miðnœttis gerðu fréttamenn „upp reikninginn að kvöldi kvennafridags“: Hvað gerðist í dag? Aíörg félög, p. á m. stjórnmálafélög og slétlarfélög, sampykklu og birtu opin- berlega stuðning sinn við kvennafríið. Mörg heillaskeyti komu, einnig frá út- löndum. Utan Reykjavíkur, viðs vegar um landið, voru einnig fundir og hálíðahöld, og sums staðar var pátttaka hlutfallslega meiri en i Reykjavík. Fjöldi erlendra frétlamanna kom. Kvenna- fríið á Islandi vakti heimsathygli. Helvi Sipilá kemur til Islands. — Leiklist, tónlist o.fl. — Leikfélag Reykjavíkur byrjaði rétt eftir kvennafríið að sýna Saumastofuna, leikrit, sem Kjartan Ragnarsson leik- ari samdi fyrir Leikfélagið í tilefni Kvennaársins. Umræður milli áhorf- enda og leikara voru á einni af fyrstu sýningunum. Mikil aðsókn. — Þingkonumar, leikrit eftir Aristofanes (sem einnig er höfundur Lysiströtu og var uppi ca. 450—385 fyrir Krist- burð) var sýnt á sviði af nemendum Mennlaskólans við Hamrahlíð í tilefni kvennaársins. — „Áfram stelpur“, hljómplata með 15 jafnstóðubaráttu-söngvum kom út í desember. — Norðurlandameistari kvenna i skák varð Guðlaug Þorsteinsdóttir, 14 ára (ágúst). Hún var áður orðin fslandsmeistari, í apríl. — Makar bænda —yfirleitt eru pað konur — fá kosningarélt og kjörgengi í Stéttarsambændi bœnda (ágúst— seplember). Nokkur mál á A Iþingi íslendinga á kvennaárinu 1975: — „Fóstureyðingafrumvarpið“ var enn á dagskrá: Frumvarp til laga um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og bam- eignir og um fóstureyðingar og ófrjó- semiaðgerðir, fullu nafni. — Mikil blaðaskrif voru um málið,undirskriftum safnað, fundir haldnir og samtök stofnuð. A Ipingi afgreiddi fmmvarpið sem lög 7. mai, eftir að priggja karla pingnefnd (enginn sérfræðingur) hafði breytt veigamiklum atriðum frá fyrstu gerð fmmvarpsins. Þessar breytingar fela í sér, að sjálfsákvörðunarréttur konu til fóstureyðingar er ekki viður- kenndur. Bjarnfríður Leósdóttir leggur fram á ný pingsályktunartillögu um að gerðar verði breytingar á almannatryggingar- lögum m.a. að konum verði tryggt 3ja mánaða fœðingarorlof með launum (í febrúar). — Alpingi sampykkir í mai breytingar á lögum um atvinnuleysistryggingar, pannig að konur, (innan A.S.l.), sem forfallast frá vinnu vegna bamsburðar, njóti atvinnuleysistrygginga í 90 daga. — Sigurlaug Bjarnadóttir og Ragnhildur Helgadóllir leggja fram í desember (/25. mál) pingsályktunartillögu um fœðingarorlof bœndakvenna — að líf- eyrissjóður bænda greiði orlof peirra. Framhald á bls. 59. 31

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.