19. júní - 19.06.1976, Page 37
Ég hef ákveðið að læra söng . . .
skóla, Hagaskóla og M.R. Alltaf
þegar ég sé Melaskólann dettur
mér í hug rúgbrauð með kæfu og
mjólk með sólarbragði. Ég var í
M.R. í tvo vetur, hætti og fór í Sál
að nema leiklist.
Lékstu í M. R. ?
Ég var formaður herranætur
og settum við upp Lísu í Undra-
landi, norskan söngleik. Þar lék
ég klikkaðan héra, óskaplega við-
kvæman og vælugjarnan. Við
gerðum mestallt sjálf, þýddum
leikritið, teiknuðum og smíðuð-
um leiktjöld og búninga, út-
settum og sömdum músikina og
lékum svo auðvitað. Leikstjórnin
var eina utanaðkomandi að-
stoðin.
Hvers vegna hættirðu í M.R.?
Eiginlega mest til að mótmæla
þeim hömlum, sem lagðar eru á
nemendur hvað snertir félagslífið
í skólanum. Við gátum ekki
fengið þá vinnu sem lögð var í
félagsstarfið, svo sem leikstarf,
skipulag funda og ferða, viður-
kennt sem þátt í náminu. Þvert á
móti var verið að þrengja meira
og meira að nemendum, hvað
þessu viðvék og um það leyti sem
ég fór var „mórallinn“ orðinn
þannig, að krakkarnir voru farin
að flýja skólann. Þess má geta að
í M.H. er vinna að félagsstörfum
tekin til greina, þegar náms-
árangur er metinn. Þetta er líka
nauðsynlegur undirbúningur
fyrir lífið, sem almennir skólar
eiga tvímælalaust að stuðla að.
Hvernig líkaði þér í Sál?
Þetta ár hafði geysigóð áhrif á
mig bæði andlega og líkamlega.
Þar tíðkaðist að nemendur sjálfir
skipulegðu námið og réðu kenn-
arana. Hverárgangurendurbætti
og þróaði námsfyrirkomulagið og
tók þá mið af reynslu fyrra árs.
Það kom af sjálfu sér að velja ekki
auðveldar leiðir, því að við
skildum, að til þess að þroskast og
taka verulegum framförum er
engin auðveld leið til. Þá gerðum
við uppkast að rekstri skólans og
kennararnir gerðu síðan athuga-
semdir. Núna síðan Ríkisskólinn
kom til, gera kennararnir upp-
kastið, en nemendur koma með
athueasemdir.
Þú léksl í Brekkukotsannál, hvernig
atvikaðist það?
Ég var að vinna hjá Kleppi það
sumar og var eiginlega ofan í
annarri skúringafötu, þegar
hringt var í mig og spurt, hvort ég
vildi fara i prufu í Brekkukots-
annál, — ég vissi ekki einu sinni
hvað það var. Ég mætti ásamt
nokkrum öðrum og við vorum
látnar lesa og ganga um og síðan
var filma af þessu send út. Þá
reyndust tvær eftir til að velja úr
og vorum við beðnar að lesa úr
handritinu. Þegar ég var búin var
klappað á öxlina á mér og ég
beðin að mæta næsta dag til að
taka mál fyrir hárkollu.
Hvemig samdi ykkur fröken Gud-
mundsen?
Mér fannst auðvelt að setja
Framhald á bls. 55.
35