19. júní - 19.06.1976, Síða 47
Á kvennaráðstefnu Sameinuðu
þjóðanna, sem haldin var í
Mexico dagana 19. júní— 2. júlí
s. 1., var samþykkt framkvæmda-
áætlun til næstu 10 ára. 1 þessari
framkvæmdaáætlun voru ríkis-
stjórnir hvattar til að stuðla að
jafnrétti kynjanna á öllum svið-
um, m.a. með lagasetningu, sem
kveði á um fullt jafnrétti í vinnu-
málum, menntamálum o. fl.“
Að því er varðar löggjöf
erlendra ríkja, er það að segja, að
mörg ríki hafa sett löggjöf, sem
ætlað er að útrýma mismunum
kynjanna. Lagaákvæði þessi eru
nokkuð mismunandi, allt frá
almennu banni gegn mismunun,
til lagaákvæða, sem beinast að
sérstökum tegundum mismun-
unar, og þá aðallega á sviði at-
vinnulífs. Lög um jöfn laun fyrir
sambærilega vinnu hafa verið
sett í mörgum löndum, og jafn-
réttislöggjöf er mjög þróuð t.d. í
Vestur-Þýzkalandi og ýmsum
fylkjum Bandaríkjanna. Á
Norðurlöndum hafa ekki enn
verið sett almenn lög, sem banna
mismunun kynjanna, (sbr. nánar
um afdrif lagafrumvarps í Noregi
á öðrum stað í blaðinu). Þess má
geta, að á fundi Norðurlanda-
ráðs, sem haldinn var í Reykjavík
febrúar 1975, var samþykkt að
skipa sérstaka samstarfsnefnd um
jafnréttismál, til að fylgjast með
því, sem er að gerast í þessum
efnum á Norðurlöndum, en þau
hafa öll staðfest alþjóðasamn-
inga, sem skuldbinda þau til að
koma í veg fyrir hvers konar mis-
mun kvenna og karla.
Lög um jafnrétti kvenna og karla
frá 18. maí 1976:
1. gr.
Tilgangur laga þessara er að
stuðla að jafnrétti og jafnri stöðu
kvenna og karla.
2. gr.
Konum og körlum skulu veittir
jafnir möguleikar til atvinnu og
menntunar og greidd jöfn laun
fyrir jafnverðmæt og sambærileg
störf.
3. gr.
Atvinnurekendum er óheimilt
að mismuna starfsfólki eftir kyn-
ferði, og gildir það meðal annars
hvað varðar ráðningu og skipun í
starf, stöðuhækkun, stöðuheiti,
uppsögn úr starfi, veitingu hvers
konar hlunninda og almenn
vinnuskilyrði.
4. gr.
Starf, sem auglýst er laust til
umsóknar, skal standa opið jafnt
konum sem körlum. í slíkri aug-
lýsingu er óheimilt, að gefa til
kynna að fremur sé óskað starfs-
manns af öðru kyninu en hinu.
5. gr.
Nú er umsækjandi um auglýst
starf kona, en það hefur verið
veitt karlmanni, og skal þá Jafn-
réttisráð, ef umsækjandi óskar
þess, fara fram á það við hlutað-
eigandi atvinnurekanda, að hann
veiti því skriflegar upplýsingar
um hvaða menntun, starfsreynslu
og aðra sérstaka hæfileika sá
hefur til að bera, er ráðinn var í
starfið.
Sama rétt skal karlmaður, sem
er umsækjandi um starf, hafa, ef
konu er veitt starfið.
6. gr.
Konur og karlar, er starfa hjá
sama atvinnurekanda skulu njóta
sömu möguleika til framhalds
starfsþjálfunar og til að sækja
námskeið, er haldin eru til að
auka hæfni í starfi eða til undir-
búnings annarra starfa.
7. gr.
í skólum og öðrum mennta- og
uppeldisstofnunum skal veita
fræðslu um jafnrétti kvenna og
karla. Kennslubækur og
kennslutæki, sem þar eru notuð,
skulu vera þannig úr garði gerð
og hönnuð, að kynjum sé ekki
mismunað.
8. gr.
Auglýsendum er óheimilt að
birta nokkrar þær auglýsingar í
orðum eða myndum, er orðið geti
öðru kyninu til minnkunar eða
lítilsvirðingar.
9. gr.
Jafnréttisráð skal annast fram-
kvæmd laga þessara. Jafnréttis-
ráð skal skipað 5 mönnum til
þriggja ára í senn og skulu þeir
ásamt varamönnum skipaðir
þannig: einn skipaður af Hæsta-
rétti og er hann formaður ráðsins
og skal hafa lokið embættisprófi í
lögum, einn skipaður af félags-
málaráðherra, einn skipaður af
Bandalagi starfsmanna ríkis og
bæja, einn skipaður af Alþýðu-
sambandi Islands og einn skip-
aður af Vinnuveitendasambandi
íslands.
Jafnréttisráð hefur skrifstofu
og ræður framkvæmdastjóra til
að veita henni forstöðu.
Kostnaður greiðist úr ríkissjóði.
T0.gr.
(OB72I.tí3'mtí? | BllISV O.S Jí
Verkefrii Jafnréttisráðs er að:
1. Sjá um að ákvæðum 2.—8.
45