19. júní - 19.06.1976, Page 50
Sigríður: „Ég hef fremur fundið fyrir því, að mér hefur verið hlíft við óþrifa-
legum eða erfiðum verkefnum.“
Guðrún Hallgrímsdóttir,
matvælaverkf ræðingur.
Ekki get ég hreykt mér af því að
hafa gerst brautryðjandi í nýrri
starfsgrein. Frá örófi alda var
fæðuöflun og forðasöfnun í
verkahring kvenna. Þær vissu, að
„guðlaus má lifa en grautarlaus
ekki“, og beittu þekkingu sinni og
hugviti til að halda lífi í fólkinu í
harðæri og hallæri.
Öflun fæðu var árstímabundin
rétt eins og nú. Kjöt og slátur féll
til á haustin, mjólk aðallega á
sumrin, fiskur á vertíðum. Án
nútíma geymsluaðferða var það
list að geta geymt fæðu frá ári til
árs, og krafðist mikillar þekkingar
í matvælafræðum. Auk þekk-
ingar formæðra okkar á samsetn-
ingu matvæla og geymsluaðferð-
um var nýtni þeirra slík, að nú-
tíma hagræðingar gætu aldrei
látið sig dreyma um að ná þvílík-
um árangri.
Með iðnvæðingu og breyttum
Framhald á bls. 60.
Guðrún H.: „Þátttaka kvenna í matvælaiðnaði er aðeins eðlilegt framhald á
störfum þeirra á heimilunum.“
Sigríður Ásgrímsdóttir,
rafmagnsverkfræðingur.
Ég hef oft verið spurð að því,
hvernig sé að vera kona og starfa
sem verkfræðingur. Það er ágætt
starf og líklega svipað fyrir konur
og karla. Það vekur alltaf athygli,
þegar konur velja sér nám eða
starf, sem áður hefur eingöngu
verið stundað af körlum.
Margir álíta að þær konur sem
Vcrk-
fræðíngar
Þar sem fáar íslenzkar
konur hafa lagt stund á verk-
fræði, ákvað ritnefnd 19. júní
að kynna fjórar íslenzkar
konur, sem lokið hafa námi í
þeirri grein. Lagðar voru
spurningar fyrir þessar konur
um nám þeirra og störf, einnig
um það, hvernig þeim líkaði
starf sitt og þeim hefði verið
tekið sem verkfræðingum. Var
þeim í sjálfsvald sett, hvort og
hvernig þær svöruðu spurn-
ingum okkar. Við vonum, að
verða til þess að ryðja brautina,
hljóti að hafa sérstakar ástæður
fyrir því. Ég get aðeins svarað
fyrir mig, en ástæðan fyrir vali
mínu var sú, að ég hafði óljósa
hugmynd um, að verkfræðingar
ynnu við útreikninga og teikn-
ingar og sérkunnátta þeirra væri
aðallega á sviði eðlisfræði og
annarra náttúruvísinda. Þetta
voru fög, sem ég hafði mestan
áhuga á í skóla og langaði til að
læra meira um. Þó er alls ekki
Framhald á bls. 60.
i