19. júní - 19.06.1976, Qupperneq 52
MUNIÐ
JÁRNIÐ
Járnauðug fæða.
Járnskortur og meðfylgjandi
blóðleysi (anæmia) er kvilli, sem
mjög margar konur þjást af án
þess að vita sjálfar.
Blóðleysi vegna blæðinga og
barneigna hefur sjálfsagt háð
konum öldum saman, en fæðan
nú á dögum er mun járnfátækari
en áður fyrr, t.d. vegna þess að
járnpottar eru ekki notaðir lengur
og einnig vegna aukins hreinlætis
í meðferð matvöru. Áróðursher-
ferðir heilsupostula hafa hingað
til ekki snúist um járnskort þó
stór hluti ungra kvenna líði fyrir
hann og alltof mörg ungbörn hafi
hlotið verulegan skaða af járn-
skorti vegna ofneyslu mjólkur-
matar.
Helstu einkenni blóðleysis eru
þrekleysi — þreyta — aukin
svefnþörf og kulsælni, jafnvel
höfuðverkur og hjartsláttarköst.
Járnskortur veldur þar að auki
þurrki og rýrnun á slímhúð og
húð, og hefur raunar áhrif á allar
frumur líkamans.
Það er alltof algengt að heyra
þá, sem betur ættu að vita, segja:
„Þetta er bara eðlilegl blóð“ þegar
kona hefur um 12g% blóðrauða
(hæmoglobin) þ.e. „80% blóð“,
sem kallað er. Þá er víst átt við að
mælingin lafi í lágmarki þess sem
venjulega mælist hjá konum
(12—16%), sem er mun lægra en
hjá körlum, vegna hins algenga
blóðleysis kvenna, þó hið aeskilega
sé auðvitað „100% blóð“.
Konur athugið: ef þið hafið
svokallað „80% eðlilegt blóð“,
eða enn minna og eins ef þið eruð
fölar, þreyttar og með önnur ein-
kenni blóðleysis, að þið eigið ekki
að sætta ykkur við þetta ástand
vegna þess að það er algengt
heldur láta rannsaka blóðið með
tilliti til járnskorts og taka síðan
járn í langan tíma, ef um skort er
að ræða. Nú fást járnhylki, sem
fara vel í maga, en sjálfsagt er að
fá læknisráð um meðferð við
blóðleysi.
Þessi áskorun er skrifuð í 19.
júní vegna þess, að blóðleysi háir
stórum hluta kvenna og kemur í
veg fyrir að þær njóti sin og hafi
umframorku til að taka þátt i
félagsmálum, m.a. jafnréttisbar-
áttunni.
Hlédís Guðmundsdóttir
50
„Blóðleysi háir stórum hluta kvenna og kemur í veg
fyrir að þær njóti sín og hafi umframorku til að taka
þátt í félagsmálum, m.a. jafnréttisbaráttunni.“