19. júní


19. júní - 19.06.1976, Page 53

19. júní - 19.06.1976, Page 53
Frá Noregi I marzmánuði 1975 var lagt fram í Noregi fyrir Stórþingið frumvarp til laga um jafnstöðu kynjanna — Utkast til lov om likestilling mellom kjönnene. Frumvarp þetta var að mestu leyti samhljóða því íslenzka, þ.e.a.s. íslenzka frumvarpið mun hafa verið sniðið eftir því norska að einhverju leyti. Um páskaleytið í ár var norska frum- varpið fellt í Stórþinginu. Frumvarpið var stjórnarfrum- varp, en borgaraflokkarnir auk sósíaliska vinstri flokksins greiddu atkvæði gegn því. Lög um jafnrétti kynjanna öðlast því ekki gildi í Noregi að sinni. Frumvarpinu var ætlað, ef að lögum yrði, að stuðla að jafnrétti kynjanna, og þá sérstaklega að bæta stöðu kvenna — „og tar særlig sikte pá á bedre kvinnens stilling.“ Því var ætlað að tryggja jafna möguleika kvenna og karla til atvinnu og menntunar og að konur og karlar fengju jöfn laun fyrir sambærileg störf. Mismunun vegna kynferðis var skv. frumvarpinu óheimil. At- hyglisvert er, að mismunun, sem beitt er til að jafna stöðu kynj- anna, taldist ekki misrétti skv. því; — „Som forskjellsbehandl- ing reknes ikke behandling som i overenstemmelse med lovens formál fremmer likestilling mellom kjönnene“. Þarna er kveðið á um að í sumum tilvikum sé mismunun heimil, þ.e. þegar hún þjónar tilgangi laganna. Um efni frumvarpsins að öðru leyti er ekki ástæða til að fjalla um að sinni, en eins og áður segir var það að mestu samhljóða íslenzku lögunum. / /> Jafnstaða karla og kvenna á Bretlandi og íslandi Það er ekki sambærilegt verk að lesa yfir bresku lögin um kyn- ferðislega mismunun sem sam- þykkt voru í fyrra og íslenska frumvarpið um jafnstöðu karla og kvenna sem lagt var fyrir al- þingi i vetur. Islenska frumvarpið er 16 greinar á tveim síðum, sjö blaðsíður alls með athuga- semdum við einstakar greinar. Það er skýrt og skipulegt á ljósu og auðskiljanlegu máli. Bresku lögin eru 87 greinar, og með athugasemdum fylla þau 77 síðna bók á tyrfnu og mjög oft illskiljanlegu lagamáli. Allt er þar fyrirferðarmeira en í íslenska frumvarpinu. Til dæmis hljómar fyrsta málsgrein 6. greinar á þessa leið í lauslegri þýðingu: Það er andstætt lögum ef manneskja, sem ræður starfsfólk við stofnun á Stóra Bretlandi, mismunar konu — (a) með því hvernig afráðið er hverjum skuli boðin vinnan, eða (b) með því hvernig henni er boðin vinnan, eða (c) með því að neita að bjóða henni vinnuna eða hafa hana vísvitandi útundan. Samsvarandi grein (4. gr.) ís- lenska frumvarpsins er á þessa leið: Starf, sem auglýst er laust til umsóknar, skal standa opið jafnt konum sem körlum. 1 slíkri aug- lýsingu er óheimilt að gefa til kynna að fremur sé óskað starfs- manns af öðru kyninu en hinu. Engar undantekningar eru frá þessari grein íslenska frumvarps- ins, en í bresku lögunum fer hér sem víða annars staðar meira rúm í að tilgreina undantekningar en aðalregluna. Undantekin eru t.d. einkaheimili, sem mega nota kyngreindar auglýsingar, svo og fyrirtæki sem hafa 5 eða færri manneskjur í þjónustu sinni. Auk þess þarf ekki að taka tillit til laganna „þegar nauðsynlegt er starfsins vegna að umsækjandi sé karlmaður— (7,l,a), t.d. vegna þess að hreinlætisaðstæður á vinnustað eru eingöngu handa körlum.“ Það er svo dýrt að setja upp klósett! Grein bresku laganna um skólamál byrjar á þá leið að ekki megi útiloka konur frá mennta- stofnunum kynferðis þeirra vegna, en í undantekningunum er skýrt tekið fram að lögin nái ekki yfir kyngreinda skóla. Drengjaskólum er ekki gert að taka inn stúlkur og öfugt. Vand- séð er því hverju lögin breyta í þessu efni. I íslenska frumvarpinu er ekki farið út í nein smáatriði í skólamálum: „Konum og körlum skulu veittir jafnir möguleikar til atvinnu og menntunar . . .“ (2. gr.). Hér þyrfti að gera athugun á lögum einstakra menntastofnana sem eru kyngreindar í raun, og athuga hvort annað kynið er úti- lokað frá þeim samkvæmt laga- bókstaf. Athugandi er líka hvort Kvennaskólinn í Reykjavík verð- ur brot á þessum lögum. Margt er tekið fram í bresku lögunum sem við þurfum ekki á að halda. T.d. má ekki lengur banna konum aðgang að krám og veitingahúsum eins og hefur tíðkast á sumum stöðum fram á þennan dag. Hitt kæmi að meira gagni að taka fram í okkar lögum 51 Fréttir frá útlöndum: JAFNRÉTTISMÁL

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.