19. júní - 19.06.1976, Side 55
Fjáröflun — póstkort
Á fundi stjórnar K.R.F.I. í vor
lá fyrir tillaga um fjáröflun fyrir
félagið, er tæki mið af 70 ára
afmæli þess 27. janúar 1977.
Markmið þessa sérstaka fjár-
öflunarátaks skyldi vera að bæta
híbýlakost og starfsaðstöðu
félagsins að Hallveigarstöðum.
I fjáröflunarnefnd voru valdar
Bessí Jóhannsdóttir, Björg
Einarsdóttir, Edda Svavarsdóttir,
Sigurbjörg Aðalsteinsdóttir og
Unnur Jóhannesdóttir. Nefndin
hefur skilað tillögu og áætlun um
2. Skylduskólinn.
3. Starfsmenntun og starfsval.
Tveir málshefjendur voru um
hvern þessara þriggja þátta, en
síðan var fjallað um þá i
starfshópum.
Á sunnudag var fjallað um
niðurstöður starfshópa og síðan
um ýmis málefni félagsstarfsins
fyrir næstu 4 ár. Þá var enn-
fremur kosið í stjórn, fulltrúaráð,
stjórn Menningar- og
minningarsjóðs og ritnefnd 19.
júní.
útgáfu og sölu á mynd — póst-
korti — í stærðinni 22 X 15 sm í
blá/grá/hvítum lit.
Valdar hafa verið tvær myndir
frá útifundinum á Lækjartorgi í
Reykjavík 24. okt. 1975 — á degi
Sameinuðu þjóðanna á Alþjóð-
lega Kvennaárinu. Aftan á kort-
inu verður stuttur texti á íslenzku
og fjórum öðrum tungumálum.
Ljósmyndararnir Ari Kárason
og Sveinn Þormóðsson leyfðu
birtingu myndanna. Rafn
Hrafnfjörð, prentsmiðjustjóri, sá
um útlit kortsins og Litbrá h/f
um prentun.
Kortið verður til sölu í flestum
bókabúðum, minjagripaverzl-
unum og i skrifstofu K.R.F.Í. að
Hallveigarstöðum þriðjudaga,
fimmtudaga og föstudaga, kl.
15:00 — 17:00, sími 18156. Enn
fremur hjá Eddu Svavarsdóttur,
sími 21200, Sigurbjörgu Aðal-
steinsdóttur, sími 38967 og
Björgu Einarsdóttur, sími 14156.
Útsöluverð er kr. 100.00, en fé-
lögum, sem vilja kaupa ákveðið
magn er gefinn kostur á að semja
sérstaklega um verð.
Mikill áhugi er fyrir þessari
fjáröflun félagsins m.a. hjá
félagsmönnum K.R.F.I. í
Reykjavík og ekki er að efa að
sama verður uppi á teningnum
úti um land. Það hefur mælst
sérstaklega vel fyrir hjá mörgum,
sem sóttu fundi i tilefni Kvenna-
frísins, að eiga þarna kost á að
eignast mynd frá atburðinum i
höfuðstaðnum.
Þarna gefst tækifæri til sam-
tímis að efla hag félags, sem á að
baki sér langa og markverða sögu
um baráttu fyrir þjóðfélagslegum
réttindum kvenna hér á landi og
eignast um leið minningu um
einstæðan atburð i sögu kvenna í
heiminum, sem við allar, íslenzk-
ar konur, áttum þátt í að tókst
jafn vel og raun ber vitni.
Þessi mynd er sérstaklega vel til
þess fallin að senda til vina og
kunningja erlendis og ættu konur
að taka sig til, vegna 70 ára
afmælis K.R.F.I., og senda þessa
skemmtilegu kveðju til útlanda
og okkar í milli innanlands, ef
einhver sérstök tækifæri eru eða
jafnvel án þess. Bj.E.
53