19. júní - 19.06.1976, Page 59
— Skiptar skoðanir
Guðrún Erlendsdóttir
Framhald af bls. 24
réttislaga, hefur það valdið hvað
mestum deilum, hvort hafa skyldi
ákvæði um forréttindi kvenna. f
norska frumvarpinu um jafn-
stöðu kynjanna, sem verið hefur
til meðferðar í Stórþinginu, er
berlega sagt, að því sé einkum
ætlað að bæta stöðu kvenna, og
þar er ákvæði, sem heimilar
forgangsstöðu kvenna, ef það
verður til að auka jafnrétti kynj-
anna.
Svíar hafa ekki viljað setja al-
menn jafnréttislög, þar sem þau
myndu koma í veg fyrir, að áfram
yrði unnt að veita konum þau
forréttindi, sem þær í dag njóta á
ýmsum sviðum.
í íslenzku jafnréttislögunum er
ekki ákvæði um forréttindi til
handa konum. Að mínu mati er
ekki rétt að hafa slíkt ákvæði í
jafnréttislögum, það stríðir gegn
réttarvitund minni. Hætta er á,
að slíkt forréttindaákvæði færi
ekki svo auðveldlega úr lögunum,
ef það væri einu sinni komið þar
inn og gæti það haft ófyrirsjáan-
legar afleiðingar, sem væru and-
stæðar jafnréttishugsjóninni.
— Skiptar skoðanir
Rannveig Jónsdóttir
Framhald af bls. 25
f fyrra, árið 1975, luku alls 238
nemendur lokaprófum frá
Háskóla fslands. Þar af voru 47
stúlkur, eða aðeins 19,7% þeirra
er luku prófi. Getur nc *'kur trúað
því lengur að á íslandi hafi konur
og karlar sömu möguleika til
náms?
Þó er menntunarskortur
kvenna langtum meiri og alvar-
legri á sviði iðn- og tæknimennt-
unar. Það er staðreynd, að stúlkur
eru innan við 10% nema í iðn-
skólum landsins.
Við skulum reyna að líta á
málið frá öðrum sjónarhóli og
hugsa okkur að þessar fréttir
komi frá útlöndum; frá lýðræðis-
ríki, sem á við kynþáttavandamál
að stríða, eins og sagt er; landi þar
sem aðeins helmingur íbúanna er
hvítur, hinn helmingurinn
svartur. Og okkur er sagt að í
þessu landi séu svertingjar aðeins
19,7% þeirra sem ljúka háskóla-
prófi og þeir séu innan við 10%
þeifrá sem stunda nám í iðn-
skólum. Mundum við ekki telja
að „eitthvað væri rotið innan
Danaveldis“, jafnvel þótt þess
væri ekki getið, að í nefndu lýð-
ræðisríki séu svertingjar aðeins
5% fulltrúa á Þjóðþinginu, þótt
þeir hafi haft kosningarétt og
kjörgengi síðan 1915?
Nú vaknar spurningin, hvernig
er unnt að hjálpa íslenskum
konum til þess að fá leiðréttingu
mála sinna?
Skilningur manna skiptir
miklu máli og viðhorf uppvax-
andi kynslóðar er mikilvægast af
öllu. í nýja jafnréttisfrumvarpinu
segir: „í skólum og öðrum
mennta- og uppeldisstofnunum
skal veita fræðslu um jafnrétti
karla og kvenna.“ Vegna ríkjandi
ástands, sem er konum svo mjög í
óhag, tel ég að mesta áherslu
þurfi að leggja á það, að litlar
stúlkur fái alveg sérstaka hvatn-
ingu frá blautu barnsbeini til þess
að standa sig vel og leita inn á
nýjar brautir í leikjum og námi.
Það þarf að styrkja sjálfstraust og
heilbrigðan metnað þeirra og
þjálfa þær í að taka á sig ábyrgð
og standa á rétti sínum. Almennt
séð verður að hætta að beina
leikjum barna og viðhorfum inn á
fyrirfram afmarkaðar brautir
eftir kynjum eins og gert hefur
verið fram á þennan dag, heldur
leyfa hverjum einstakling að
njóta sín og þroskast eftir sínu
upplagi án tillits til kynferðis. Án
þess er ekki hægt að tala um jafna
möguleika í lífinu.
Nauðsynlegt er að halda nám-
skeið fyrir fóstrur, kennara, for-
eldra, stjórnmálamenn, starfs-
menn fjölmiðla og aðra þá, sem
hafa afdrifarík áhrif á viðhorf
annarra, og veita þeim upplýs-
ingar um jafnréttismál og vekja
þá alveg sérstaklega til meðvit-
undar um þann aðstöðumun,
sem konur líða fyrir. Sjálfsagt er
að nota sjónvarpið við þessa
fræðslu, en það mundi ekki
nægja. Árangursríkast held ég að
væri að halda fræðslu og um-
ræðufundi í vinnutíma á stofn-
ununum sjálfum; á barnaheim-
ilum og í skólum; með starfs-
mönnum fjölmiðla og sveitar-
stjórnum; og síðast en ekki síst á
Alþingi. Fræðslan gæti farið fram
með umræðum og hópvinnu, og
svo mundu nemarnir að sjálf-
sögðu fá með sér lesefni heim og
verkefni til íhugunar.
Störfin í þjóðfélaginu skiptast
yfirleitt í karlastörf og kvenna-
störf, og kvennastörfin teljast til
láglaunastarfa. Félagslegar hefðir
og menntunarskortur kvenna eru
meðal orsaka þessarar verka-
skiptingar. Það er augljóst að
leggja þarf áherslu á að konur
geti öðlast aukna menntun. Það
þarf að reka áróður fyrir aukinni
menntun kvenna á öllum aldri og
gera þeim námið kleift með
námsstyrkjum og barnagæslu.
Ég tel það réttlátt, að konur séu
styrktar sérstaklega til náms á
Jafnréttisáratugnum, vegna þess
að þær hafa minni fjárráð en
karlar almennt. Einstæðar konur
eru yfirleitt fátækari en einstæðir
karlar vegna minni atvinnu-
57