19. júní


19. júní - 19.06.1976, Page 61

19. júní - 19.06.1976, Page 61
hún undan endurkosningu. I hennar stað var kosin Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir. Ur varastjórn áttu að ganga Anna Þorsteinsdóttir og Signý Gunnarsdóttir. Anna gaf ekki kost á sér til endurkjörs og var Þóra Brynjólfsdóttir kosin í hennar stað ásamt Signýju. Stjórn KRFÍ skipa nú: Sólveig Ólafsdóttir, formaður Björg Einarsdóttir, varaformaður Lára Sigurbjörnsdóttir, ritari, Sigríður Anna Valdimarsdóttir, gjaldkeri, Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, Fanney Long Einarsdóttir Guðrún Gísladóttir Margrét Einarsdóttir Valborg Bentsdóttir — Konan og dagurinn Framhald af bls. 27 fjöllin eru heppileg mótív. Það er líka hægt að veiða lax. Guði sé lof fyrir áhugamálin, þegar allt annað bregst. Konan gengur inn til manns- ins. Lítil, feimin og blíð. Dálítið sek. Mátulega sek. Gæti verið saklaus. Vertu ekki reiður. Ég verð svo hrædd,ef þú ert reiður. Maðurinn lítur á hana, kalt, hlutlaust. Hún gengur alveg til hans, og leggur höndina á öxl hans. Hann kippist aðeins við, lætur svo gott heita. — Við skulum vera sátt, vinur. Þú trúir engu ljótu um mig. Mig, móður barnanna þinna. Þú gætir aldrei trúað neinu ljótu um mig, gætirðu það? Maðurinn lítur upp. Hann er að bráðna, hann er svo fljótur að bráðna. Hann er sérlega þægi- legur og hentugur maður. — Það leit svo út . . . Hún leyfir honum ekki að ljúka setningunni. — Það væri ekki líkt þér að dæma eftir líkum, heldur stað- reyndum. Nema þú sért ekki sá maður, sem ég hef trúað að þú værir. Gáfaður, öruggur, hleypi- dómalaus. Kannski mér hafi skjátlast. Kannski bregst allt, sem maður trúir á . . . Konan kann að tala við mann- inn sinn. Þau sættast og hann er ánægður, bara dálítið þreyttur. Þau drekka koníak með kvöld- kaffinu. Þau gera það stundum til hátíðabrigða. Hún undirbýr sveitadvöl sína. Maðurinn er samþykkur. Hún hefði gott af að fara í sveit um tíma, og nota sól- ina. Og svo getur hann heimsótt hana um helgar. Konan er fegin að sofna í kvöld. Hún er þreytt eftir langan og tilbreytingarlausan dag. A morgun fer hún upp í sveit. Kannski verður sólskin. Ef til vill skemmtilegt fólk. Kannski verður eitthvað. Annáll Framhald af bls. 31 —- Tillaga til þingsályktunar um setningu löggjafar um jafnrétti kynjanna lögð fram á Alþingi af nokkrum þingmönn- um A Iþýðuflokksins. (60. mál) — Frumvarp til laga um breytingar á Ijósmœðralögum frá 1933 er enn á ný lagt fram á Alþingi. Breytingarnar miðast aðaltega við kjör umdœmisljós- mœðra. — Frumvarp til laga um breytingar á al- mannatryggingarlögum flytur Vilborg Harðardóttir þannig, að meðlag greiðist alltaf strax frá fœðingu barns — ekki beðið eftir viðurk. á faðerni bamsins. (nóvember — 68. mál) — Svava Jakobsdóttir o.fl. flytja frumvarp til laga um Lánasjóð dagvistunar- stofnana (des. 112. mál) — Undir lok kvennaársins samþykkti Al- þingi að fella niður alla hlutdeild ríkisins í rekstri ýmissa félagslegra verkefna, svo sem til heimilishjálpar í viðlögum, til orlofs húsmæðra, til dvalarheimila aldraðra og til dagvist- unarheimila fyrir börn. (Samþykkt á Alþingi 19. des. 1975.) — Brostnir hlekkir Framhald af bls. 55 skipta hag smælingja, vanheilla og van- gefinna. Á æskuárum kenndi hún um skeið við Heyrnleysingjaskólann í Reykjavík, en þá var þar skólastjóri fóst- ursystir hennar, Margrét Bjarnadóttir Rasmus. Stefanía eignaðist fjögur börn, þrjú i fyrra hjónabandi, en eina dóttur í því síðara. ÞÓRHILDUR JÓNASDÓTTIR var fædd 4. maí 1946 í Reykjavík, dáin 26. október 1975. Foreldrar hennar voru hjónin Hrefna Magnúsdóttir og Jónas V aldimarsson pípulagningameistari. Þórhildur stundaði nám í Kvennaskól- anum í Reykjavík og Kennaraskóla fs- lands. Hún tók kennarapróf árið 1966 og einnig íþróttakennarapróf árið eftir. Hún varð kennari við Laugarnesskólann í Reykjavík árið 1967 og gegndi því starfi til dánardags. Hún var góður og vinsæll kennari, og það er til marks um það traust, sem hún naut hjá starfsfélögum sínum, að hún, svo ung, var kjörin í stjórn Sambands íslenskra barnakennara, þar sem hún átti sæti síðustu árin. Hún var einmitt á ferðalagi um Vestfirði s.l. haust í þágu Sambandsins, þegar dauða henn- ar bar að í bílslysi. Þórhildur var gift Stefáni Árnasyni, kennara í Garðabæ, og áttu þau eitt barn. Guð blessi minningu allra þessara mætu félaga. G.H Hlutverkaskipti. Amman við ungu nýgiftu dótturdóttur sína: „Hjálpar hann Siggi þér nokkurn tíman við uppþvottinn?“ „Nei, en ég hjálpa honum stundum.“ 59

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.