19. júní


19. júní - 19.06.1976, Page 62

19. júní - 19.06.1976, Page 62
— Verkfræðingar hafa orðið Sigríður Ásgrímsdóttir Framhald af bls. 48 víst, að ég hefði hætt mér út í verkfræðinám, ef það hefði ekki verið nær eina raungreinanámið, sem bauðst við Háskóla íslands, þegar ég hóf þar nám. Þá var þar aðeins hægt að ljúka fyrri hluta prófi í verkfræði en seinni hluta varð að taka erlendis. Ég lauk mínu verkfræðinámi við tækniskólann í Þrándheimi og útskrifaðist í rafmagnsverk- fræði, hagnýtri rafeindafræði, og var prófverkefnið innan þess sviðs, sem kalla mætti lífverk- fræði (bioengineering). Prófverk- efnið tók ég í Oslo við rann- sóknarstofnun iðnaðarins (S.I.) og Sophies Minde sjúkrahúsið og fjallaði það um rannsókn á stýringu á gerfihandlegg. Ég starfaði eitt ár í Oslo eftir að námi lauk, við S.I. og Riks- hospitalet við ýmis tæknistörf. Eftir að ég kom heim hef ég starfað hjá Rafmagnsveitum ríkisins og Reykjavíkur og Orku- stofnun að ýmsum málefnum rafveitna, þó aðallega rafhitunar og gjaldskrármálum. Síðastliðið haust réðst ég til kennslustarfa við Fjölbrautarskólann í Reykja- vík og kenni þar stærðfræði. Verkfræðistörf eru mjög fjöl- breytt og mér hefur líkað mjög vel að starfa sem verkfræðingur, þótt ég hafi tekið annað starf um stundarsakir. Það hefur stundum borið á undrun hjá mönnum að hitta fyrir verkfræðing í konulíki, þó að ég geti ekki munað eftir neinu sérstöku atviki í því sambandi. Ég hef fremur fundið fyrir því, að mér hefur verið hlíft við óþrifalegum eða erfiðum verkefnum. Sjálfsagt er að viður- kenna, að ég hef þegið þessa til- 60 litssemi umyrðalaust (sumir mundu segja vantraust), þótt innra með mér hafi ég verið óánægð með það. En eftir að vera orðin reynslunni ríkari mundi ég velja mér verkfræðina aftur, ef ég væri í þeirri aðstöðu nú, þótt stundum hafi hvarflað að mér, að raunverulega hefði valið getað orðið á annan veg. Sigríður Ásgrímsdóttir. — Verkfræðingar hafa orðið Guðrún Zoéga Framhald af bls. 49 lauk námi, hef ég aðallega unnið við að teikna dreifikerfi fyrir hitaveitur, en auðvitað eru störf byggingarverkfræðinga margvís- leg. Mér hefur verið tekið vel sem verkfræðingi. Þó að margir séu vafalaust vantrúaðir á kvenfólk í þessu starfi og öðrum svipuðum, þá þorir enginn að láta það í Ijós lengur af ótta við að vera álitinn gamaldags. Mér líkar starfið yfirleitt vel, þó að auðvitað sé ekki allt jafn skemmtilegt, en sennilega er það þannig í flestum starfsgreinum. Eg hef líka verið heppin með vinnustað, þar sem ríkir góður andi meðal starfsfólksins, og hef- ur það ekki hvað minnst að segja, hvaða starf sem maður stundar. Guðrún Zoega. — Verkfræðingar hafa orðið Emilía Martinsdóttir Framhald af bls. 49 iske Högskole i Þrándheimi haustið 1970. Þar voru um 15 stúlkur af hverjum hundrað nemendum i efnaverkfræði en færri í hinum verkfræðigreinun- um. Ég lauk námi í lok ársins 1974 og hóf þá störf hjá Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins og hef unnið þar síðan. Starfið er aðal- lega fólgið í umsjón og fram- kvæmd efnagreininga, einnig þróun aðferða til að nýta hráefni, sem vannýtt hefur verið. Skýrslu- gerð er einnig hluti starfsins. Á vinnustað hef ég ekki fundið til neinnar sérstöðu, sem kona í sérfræðingsstarfi, enda höfðu aðrar rutt þar brautina á undan mér. Ég vona að íslenzkum kon- um í verkfræðistétt fjölgi hratt á næstu árum. Þetta eru ágætis- störf fyrir þá, sem áhuga hafa á raungreinum, jafnt konur sem karla. Emilía Martinsdóttir — Verkfræðingar hafa orðið Guðrún Hallgrímsdóttir Framhald af bls. 48 búskaparháttum glataðist stór hluti þeirrar þekkingar er áður erfðist mann fram af manni. Nýj- ar geymsluaðferðir tóku við af þeim gömlu en jafnframt véku nýtingarsjónarmið fyrir afköst- um. Það er verkefni okkar mat- vælafræðinga að samræma þess- ar núverandi andstæður um leið og okkur ber, rétt eins og for- mæðrum okkar, að tryggja sam- ferðafólkinu fjölbreytta, holla og ódýra fæðu. Þátttaka kvenna í matvæla- iðnaði er aðeins eðlilegt framhald á störfum þeirra á heimilunum. Hinsvegar skortir nú mikið á, að þær búi yfir sömu þekkingu og áður tíðkaðist. Hér breytir einn og einn verkfræðingur engu um. Almenn fræðsla i næringar- og matvælafræðum þyrfti að hefjast strax í grunnskóla. Hér er verk- efni sem foreldrar og skólar verða að taka höndum saman um. Nám i matvælafræðum við Háskóla

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.