19. júní - 19.06.1976, Blaðsíða 63
Islands virkar sem öfugmæli,
meðan hið almenna skólakerfi og
sérskólar ýmsir sinna þessum
undirstöðugreinum í engu.
Matvælaframleiðsla er undir-
stöðuatvinnuvegur þjóðarinnar.
Almenn þekking og góðir fag-
menn eru forsenda þess, að svo
megi verða áfram.
Guðrún Hallgrímsdóttir.
Of langt gengið.
„Hvar settirðu gólfklút-
inn?“, sagði unga konan við
eiginmann sinn, prófessorinn
— barnið hafði hellt niður.
Aldraðri frænku, sem var nær-
stödd ofbauð og varð að orði:
„Spyr hún ekki háskóla-
menntaðan manninn um gólf-
klút“.
„Hringborð“ á Hellu
Framhald af bls. 15
á heimilinu eða utan þess — frelsi
hennar liggur í hennar eigin
frjálsu hugsun.
M Eins og allra manna.
G. Konur geta ekki leyst
vandamál sín á einkagrundvelli
— það getur engin kona leyst t.d.
dagvistunarmálin ein, það er
sameiginlegt úrlausnarefni.
Be. Og konur geta ekki leyst
nein vandmál ef karlar gera það
ekki með þeim — samvinna
verður að koma til. Samvinna
allra — þjóðarinnar í heild og
allra hagsmunahópa þjóðfélags-
ins.
Bj. Erum við þá mótfallnar
því að skipta fólki upp í stéttir eða
hópa — viljum við ekki aukna
stéttaskiptingu?
Hinar. Hamingjan góða!
Bj. Hvaða álit hafið þið þá á
dagvistunarheimilum, sem
stofnuð eru fyrir ákveðnar starfs-
stéttir.
Be. Ég ætlaði varla að trúa
því, þegar ég las um barna-
heimilið við Borgarspítalann —
að þar gætu læknar og
hjúkrunarfólk haft börn sín en
ekki t. d. fólkið, sem ræstir
stofnunina.
L. Er þá ekki alveg jafn
fáránlegt að reka barnaheimili
fyrir stúdenta.
G. Eða fyrir einstæða
foreldra.
Be. Þetta er spor aftur á bak,
að því leyti að svona tilhögun
stuðlar að stéttaskiptingu, og
býður þvi þjóðfélagslega starfs-
mati heim að sum störf séu
verðmætari eða mikilvægari en
önnur. Hvernig væru sjúkra-
húsin, ef starfsfólkið væri ekki allt
á sínum stað — svona skipting,
þar sem allir vinna á sama stað er
framandi.
Bj. Verður ekki, með þessu
áframhaldi, stutt skref yfir í það, í
hinu almenna skólakerfi, að
sérstakir bekkir verði fyrir börn
lækna eða t. d. börn verslunar-
fólks. Þarna átti, á vissan hátt,
merkt framtak sér stað — en það
beinist í þessa átt.
M. Þetta er spurning um
hvernig þjóðfélag við viljum
skapa.
Bj. Að stórum hluta er það
réttur þéttbýlisbarnsins að fá að
vera á leikskóla eða barnaheimili.
Tilvera þess hlýtur oft að vera
einhæf og ófrjó ef það á að vera
mikilvægustu mótunarár sín í
snauðu íbúðarhverfi e. t. v. i stóru
fjölbýlishúsi og sjá ekki daglangt
nema annað foreldri sitt. Aðstaða
dreifbýlisbarnsins er önnur að
þessu leyti.
L. Oft fáum við, sem kennum
á unglingastiginu þá tilfinningu
að við séum búin að taka við
unglingunum af foreldrunum og
sitjum uppi með þá án þess að
geta sinnt um þau eins og við
vildum . . .
Umræðuefnin eru óþrjótandi
— en það hallar að kvöldi á Hellu
og Beta verður að halda austur á
bóginn en hinar til vesturs. Um-
ræðunni er ekki lokið — e.t.v. er
hún rétt að hefjast og þær munu
halda henni áfram, hvert sem
leiðir liggja.
Dæmigert.
Nýlega sá ég snotra
keramikkrús í listaverkaversl-
un og spurði eftir hvern hún
væri. — „Ég man ekki hvað
hún heitir, konan sem hefur
gert þessa muni,“ var svarað,
en hún er gift honum Sveini.“
Ekki sama hvernig á er
haldið.
„Heyrðu — ert þú ekki systir
hans Björns?“
„Hann er bróðir minn.“
Misrétti?!
Stjórnmálaflokkur, sem ár-
lega sendir okkur hjónunum
happdrættismiða — sendir
eiginmanni mínum 10 miða en
mér aðeins 2!
61