19. júní


19. júní - 01.03.1993, Side 3

19. júní - 01.03.1993, Side 3
1. TBL. 1993 3 19. júní 1. tbl. 43. árgangur 1993 Utgefandi: Kvenréttindafélag Islands Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ellen Ingvadóttir Prófarkalesari: Þórdís Kristleifsdóttir Ljósmyndir: Rut Hallgrímsdóttir og fl. Auglýsingar: Sigrún Gissurardóttir Utlit, setning, prentun og bókband: Prentsmiðjan Oddi Ritnefnd 19. júní fyrir starfsárið 1993: Bryndís Kristjándótdr, Inga Dóra Sigfúsdóttir, Kristín Leifsdóttir, Sigrún Sigurðardóttir, Stefanía Traustadóttir, Steinunn Jóhannesdóttir og Valgerður Jónsdóttir. Ritstjóraspjall: SAMSTARF - SAMHELDNI 19. júní í mars! Það er von að lesendur blaðsins reki upp stór augu en miklar breytingar hafa verið gerðar í útgáfumál- um jafnréttissinna. S.l. ár ákvað landsfundur Kvenréttindafélags ís- lands, sem gefið hefur út 19. jiíní í liðlega fjörutíu ár, að auka út- gáfutíðni þess úr einu blaði á ári í þrjú til fjögur blöð á ári. Jafnframt var nýlega ákveðið að Kven- réttindafélag íslands og Jafnréttisráð, sem nú heitir Skrifstofa jafnréttismála, taki saman höndum um útgáfumál. Skrifstofa jafnréttismála er með síður í blaðinu, „Vog skrifstofu jafnréttismála“, þar sem fjallað verður um starfsemi hennar, mál sem tekin eru fyrir o.s.fv. Ritstjórnarleg ábyrgð þess- ara síðna er í höndum Skrifstofu jafnréttis- mála. Nú kunna einhverjir að spyrja hvort ekki sé nóg af blöðum á markaðnum og hvort dagblöðin, svo dæmi sé nefnt, séu ekki nægjanlegur vettvangur jafnréttisum- ræðu? Gott ef svo væri en því miður er staðreyndin sú að flest dagblöðin eru flokkstengd og virðast hafa takmarkaðan áhuga á jafnréttismálum. Kannanir hafa leitt í ljós að sjaldan er leitað álits kvenna á ýmsum málum dagsins og það er von þeirra sem að 19. júní standa að hið nýja, en þó „gamla“, blað verði vettvangur fyrir konur að tjá sig; að blaðið festi sig í sessi í nýrri mynd og verði áhrifamáttur í barátt- unni fyrir jafnrétti á borði jafnt og í orði. Ritstjórnarstefna 19. júní er í sjálfu sér einföld: Allt sem viðkemur jafnréttisbarátt- unni á heima í blaðinu. Við segjum að stefnan sé einföld en sjálft verkið, baráttan fyrir jafnrétti, er langt frá því að vera það. Þótt flestir viðurkenni í orði að jafnrétti er mannréttindi virðast ýmsir eiga erfitt með að skilja það þegar á hólminn er kontið. Efni blaðsins verða greinar um málefni dagsins, stutt viðtöl, innlendar og erlendar punktafréttir, síður Skrifstofu jafnréttis- mála og fréttir af starfi Kvenréttindafélags Islands. I fyrsta tölublaði ársins eru greinar um atvinnumál kvenna, meðferð „kerfis- ins“ á ofbeldismálum gegn konum og börnum og m. fl. Nýjung í 19. júní verður lesendadálkur þar sem lesendum gefst kostur á að tjá sig um efni blaðsins og hvaðeina er varðar jafnréttismálin og eru lesendur hvattir til að láta álit sitt í ljós. Það er von aðstandenda 19. júní að sú nýbreytni, sem aukin útgáfa þessa þver- pólitíska blaðs er, sé enn eitt spor í rétta átt í baráttunni fyrir réttlátara þjóðfélagi. EFNISYFIRUT: Nauðgun — vaknandi vitund um þörf á úrbótum. At- hyglisverð grein eftir Ingu Dóru Sigfúsdóttur sem athug- ar m.a. hvernig „kerfið“ tekur á móti fórnarlömbum nauðgana. 3 4 5 6 8 10 Ritstjóraspjall Nýr áfangi hjá 19. júní, eftir formann KRFÍ Ingu Jónu Þórðardóttur. Fylgt úr hlaði, eftir formann Jafnréttisráðs, Láru Júlíusdóttur. Það kostaði sitt að koma honum á, segir frumkvöðull- inn að stofnun „Jóhönnusjóðsins“, Jóhanna Sigurðar- dóttir félagsmálaráðherra, í viðtali við Bryndísi Kristj- ánsdóttur. Fyrsta konan í embætti lögmanns Færeyja. Punktafréttar af innlendum og erlendum vettvangi í umsjón Kristínar Leifsdóttur. 15 16 19 25 29 Kirkja fyrir konur var nýlega stofnuð hér á landi. í við- tali við Elísabetu Þorgeirsdóttur svarar séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir því m.a. hvers vegna konur þurfi eigin kirkju. Að opna glufu. Þrír verðlaunarithöfundar í spjalli við Steinunni Jóhannesdóttur. VOG skrifstofu jafnréttismála: Fréttir af starfi Jafnréttis- ráðs og kærunefndar, ýmsar greinar og frásagnir af at- burðum innanlands og utan. Sjá nánar yfirlit á forsíðu VOGAR jafnréttisráðs. Konur og atvinnulíf. Valgerður Jónsdóttir lítur yfir stöðu kvenna í atvinnulífmu og ræðir jafnframt við Lilju Mósesdóttur hagfræðing um þróunina á næstu áratugum. Fréttir úr starfi Kvenréttindafélags íslands.

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.