19. júní - 01.03.1993, Qupperneq 5
1. TBL. 1993
5
Lára Júlíusdóttir, formaður Jafnréttisráðs:
Með þessu tölublaði 19. júní er brotið blað í útgáfumálum KRJFÍ og Jafnréttisráðs. I tíu ár hefur
Jafnréttisráð gefið út fréttabréf nokkrum sinnum á ári, fyrst lítið og óburðugt, en síðari árin hefur
Vogin verið gefin út af myndarskap. Henni hefur verið dreift endurgjaldslaust. Vogin hefur tekið til
umfjöllunar ýmis mál, sem efst eru á baugi hverju sinni í jafnréttismálum, auk þess að flytja fréttir af
Jafnréttisráði og hefur hún borið starfsfólki ráðsins góðan vitnisburð. Ragnheiður Harðardóttir hefur átt
veg og vanda af útgáfu fréttabréfsins og eru henni þökkuð vel unnin störf við Vogina.
Nú hefur orðið að ráði
að breyta til og að
Jafnréttisráð verði
með í breyttri útgáfu
blaðs Kvenréttinda-
félags Islands. Ráðið mun annast
skrif á nokkrum síðum í hverju
tölublaði 19. júní. Er þetta gert í til-
raunaskyni og skal samstarfið end-
urskoðað að vissum tíma liðnum.
Utgáfumál þarf stöðugt að
endurskoða. Þótt vel hafi tekist til
með útlit og skrif í Vogina hafa
spurningar vaknað um það hvort
blaðið hafi verið sú uppspretta
umræðu um stöðu kvenna og
karla í íslensku samfélagi sem að
var stefnt. Með breyttri útgáfu
19- júní skapast tækifæri til að ná
til nýrra hópa lesenda - lesenda
sem hafa lifandi áhuga á jafn-
réttisumræðunni, auk þess sem
blaðið verður sent áfram til hluta
þess hóps sem áður fékk Vogina.
A þessum tímamótum í útgáfumálum Jafnréttisráðs og
Kvenréttindafélags íslands er við hæfi að minna á þau atriði
sem mest brenna á konum í dag en það eru Iauna- og at-
vinnumál. Þrátt fyrir áratuga baráttu kvennahreyfinga í land-
inu, fjöldaþátttöku kvenna á íslenskum vinnumarkaði, bylt-
ingarkennda fjölgun kvenna í framhalds- og háskólum, sókn
kvenna í stjórnmálum og verkalýðshreyfingu er staðreyndin
sú að konur standa nú jafnlangt að baki körlum, þegar heild-
artekjur eru bornar saman, og þær gerðu fyrir tuttugu árum.
Heildartekjur kvenna í fullu starfi eru aðeins 60 af hundraði
tekna fullvinnandi karla. Þannig hefur það verið síðustu ára-
tugi. Við getum velt því fyrir
okkur hver staðan verði að öðr-
um tuttugu árum liðnum. Við
getum spurt að því hvort launa-
misréttið sé innbyggt í íslenskt
þjóðfélag. Hvort ekki verði að
fara allt aðrar leiðir til að ná fram
launajafnrétti? Við vitum um
launamuninn og hvaða hluta
hans má skýra með öðru en kyn-
ferði hjá stórum hópi fólks. Við
vitum að hluti munarins verður
ekki skýrður og flokkast því sem
launamisrétti. Aðgerðir okkar við
að takast á við launamisrétti hafa
verið ómarkvissar og fálmkennd-
ar hingað til. Þessi mál hafa verið
mjög til umræðu í Jafnréttisráði.
Með þátttöku íslands í Norræna
jafnlaunaverkefninu og stofnun
Kærunefndar jafnréttismála hafa
launamálin verið sett enn skýrar í
brennidepil. En launamál eru
ekki einu málin sem konur hafa
áhyggjur af. Atvinnumálin eru einnig mikið áhyggjuefni. Á
einu ári hefur atvinnuleysi tvöfaldast hér á landi og konur
verða fyrir barðinu á því í auknum mæli. Þær hafa oft komið
inn á vinnumarkaðinn sem varavinnuafl en þegar þrengist
um eru þær sendar heim. Þetta vandamál er nýtt hér á landi
en vel þekkt í nágrannalöndunum.
Um leið og ég óska 19. júní til hamingju með þá breytingu
sem orðin er vænti ég góðs samstarfs Jafnréttisráðs og KRFÍ í
útgáfumálum og að umræður í blaðinu megi verða líflegar og
málefnalegar í framtíðinni.