19. júní


19. júní - 01.03.1993, Síða 11

19. júní - 01.03.1993, Síða 11
1. TBL. 1993 11 Guðríður Guðríður Sig- ráðuneytis- urðardóttir, ráðu- StjÓrí nautur mennta- málaráðherra í skólamálum, hefur verið skipuð ráðu- neytisstjóri í menntamálaráðuneytinu. Guðríður er önnur konan sem stýrir ráðuneyti en hin er Berglind Asgeirs- dóttir, ráðuneytisstjóri í Félagsmála- ráðuneytinu. Guðríður hefur meistarapróf í upp- eldis- og kennslufræði frá Harvardhá- skóla í Bandaríkjunum, BA próf í al- mennum þjóðfélagsfræðum frá Há- skóla Islands og kennarapróf frá Kennaraháskóla íslands. Hún hefur kennt á grunn- og framhaldsskólastigi og við Háskóla íslands, auk þess sem hún hefur unnið að rannsóknum á sviði uppeldis- og menntamála. Síðast- liðið ár hefur Guðríður verið ráðu- nautur menntamálaráðherra í skóla- málum og m.a. kynnt skýrslu um mótun nýrrar menntastefnu. Samherjar í Hillary Rodham Hvíta húsinu ciinton hefur fengið það starf úr hendi Banda- ríkjaforseta, Bill Clintons, að veita for- stöðu nefnd sem á að endurskoða allt heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna og gera tillögur um úrbætur eftir 100 daga. Forsetinn segist hafa valið eiginkonu sína í þetta mikilvæga verkefni vegna þess að hún sé betri en nokkur annar sem hann þekki við að leiða fólk frá flókinni byrjun að öruggum enda- punkti. Staða Hillary Clintons í bandarískri stjórnsýslu er mjög umrædd og um- deild. Iðulega er bent á að hún hafi ekki verið kosin í neitt embætti. En þau hjón hafa aldrei farið leynt með að þau eru samrýnd og samhent. í Arkansas, þar sem Bill Clinton var rík- isstjóri í 12 ár, var almenningur svo sáttur við að þau ynnu saman að mál- efnum ríkisins að þau voru kölluð „Billary“. Skipun Hillary í formannsstöðu fyrrgreindrar nefndar þykir áhættusöm og bent á að ekki sé hægt að reka eig- inkonu forsetans úr starfi! Judit Polgar Ungverska skák- vann Spassky drottningin Judit Polgar vann nýl- ega Boris Spassky, fyrrverandi heims- meistara, í einvígi og er það enn einn sigurinn á ferli þessarar 16 ára stúlku, yngsta skákmanns sem hlotið hefur stórmeistaratitil. Judit hlaut 5'Á vinn- ing gegn 3'á vinningi Spasskys. Óléttur Freydís Hall- blikksmiður! dórsdótnr á Ak- ureyri er eina konan hér á landi sem er lærður blikksmiður en hins vegar er Margrét Ingibergsdóttir í Reykjavík langt komin í blikksmíða- námi. Freydís hefur getið sér svo gott orð í starfi að hún er verkstjóri á sín- urn vinnustað. Að vísu þótti við- skiptavinum það heldur óvenjulegt að hitta fyrir óléttan verkstjóra í blikk- smiðju en lærðu fljótlega að bera virð- ingu fyrir sérhæfni hennar. Margrét segir að hún hafi gengið með blikksmiðinn í maganum frá því hún var sex ára! Blikksmíðin hefur gengið mann fram af manni í ættinni og hún segist hafa farið með föður sínum sínum í vinnuna þegar hún var lítil og dundað sér á heldur óvenjuleg- um leikvelli. Langar að í þorrabyrjun lét ganga í ólafur B. Schram kvenféiag Það uPPskátt að honum hefði ver- ið neitað um inngöngu í kvenfélagið á Álftanesi en í lögum félagsins stendur að það sé einungis opið konum. „Það eru svona gáttir sem ég vil opna,“ sagði Ólafur í blaðaviðtali en hann hefur kært höfnunina til Jafnréttisráðs. Sæmundur Andersen á Dalvík fékk hins vegar inngöngu í kvenfélagið Vöku árið 1975, á Kvennaárinu, en þá fór erindi hans m.a. til Kvenfélagasam- bands íslands þar sem það fékk já- kvæða afgreiðslu. Tilefni umsóknar Sæmundar var að hann langaði á saumanámskeið sem eingöngu var opið kvenfélagskonum og hann veit ekki betur en að hann sé eini karlmaðurinn á landinu sem er félagi í kvenfélagi, eini „gildi limurinn" eins og hann orð- aði það. duglegri að bjarga sér“ ,Konur eru segir Daði Guð- mundsson, for- rnaður Verkalýðs- og sjómannafé- lagsins í Bolungarvík, nýlega þegar tal- ið barst að atvinnuleysinu sem hefur barið að dyrum þar á staðnum. Hann sagði ástandið trúlega fara miklu verr í karlana og meiri hættu vera á að þeir einangri sig en konurnar sem séu mun duglegri og harðari við að bjarga sér. „Þær koma saman og prjóna, drekka kaffi eða spila!“ segir Daði Guð- mundsson. Engir piltar í Á Vopnafirði framhalds- hafa menn nám! áhyggjur af því að enginn pilt- anna, sem útskrifuðust úr grunnskól- anum síðastliðið vor, hefur haldið áfram í framhaldsnám. Allar stúlkurnar úr árganginum héldu hins vegar áfram námi. Þetta er haft eftir Vilmundi Gíslasyni, bæjarstjóra á Vopnafirði, í blaðaviðtali um daginn. Cardin fékk Arndís Jóhanns- tösku frá dóttir söðla' Arndísi smidur hefur vef- ið áhugamann- eskja um fiskroð og nýtingu þess síðan hún vann í fiski í gamla daga. Nú get- ur svo farið að íslenskt fiskroð sé að hasla sér völl í tískuheiminum. Franski tískukóngurinn Pierre Cardin hefur sýnt þessum efnivið áhuga og hefur nú fengið tösku úr fiskroði að gjöf frá Arndísi. Verða ,Abbababb - mömmur mömmur veikar!“ aldrei veikar? voru viðbrösð ungrar dömu þegar hún kom að mömmu sinni í rúminu og spurði hissa hvað hún væri að gera. Dótturinni datt ekki í hug að mamman gæti verið veik. Taldi greini- lega að mömmur hefðu hvorki veik- leika né þarfir. Þær væru til að sjá um þarfir annarra. Jónína Michaelsdóttir segir þessa sögu í ágætu rabbi í Lesbók Morg- unblaðsins. Hún segir líka frá ungum hjónum sem voru að fara í frí og voru spurð hver myndi gæta barnanna á meðan. „Nú, mamma mín auðvitað," var svar pabbans. Aðspurður hvort mamma hans væri ekki í fullu starfi sagði hann: „Hún fær sumarfrí eins og aðrir!“ Nýlega birtist í blaði auglýsingin: Þetta er mitt líf. Helgarnámskeið fyrir konur, sem vilja losna frá því að stjórnast af öðrum (foreldrum, vinum, vinnuveitanda, börnurn eða maka). af innlendum og erlendum vettvangi

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.