19. júní


19. júní - 01.03.1993, Page 12

19. júní - 01.03.1993, Page 12
eftir Ingu Dóru Sigfusdóttur 12 1. TBL.1993 Nauðgun Vaknandi vitund um þörf á úrbótum Nauðgun er einn af alvarlegustu glæpum sem beinast að einstaklingum. Samt sem áður bendir flest til þess að mun fleiri nauðganir séu framdar árlega en kærur berast um til lögreglu. Arið 1991 bárust Rannsóknarlögreglu ríkisins 16 nauðgunarkærur. í ársskýrslu Stígamóta kemur firam að sama ár hafi 77 konur leitað til samtakanna vegna nauðgana. Þá hafa niðurstöður norrænna athugana á duldum afbrotum leitt í ljós að hlutfallslega fáar nauðganir eru kærðar. Sigrún Júlíusdótdr, félagsráð- gjafi, nefnir í skýrslu nauðgun- armálanefndar, sem dómsmála- ráðuneytið gaf út 1989, dæmi um rannsókn sem gerð var í Svíþjóð og leiddi í ljós að aðeins 6% af nauðgunum virðast koma fram og vera kærðar. Hansína B. Einarsdóttir, afbrota- fræðingur, segist telja að ástæður þess að konur kæri ekki nauðganir megi m.a. rekja til þess fyrst og fremst að þær hafi heyrt eða viti að nauðgunarmál gangi mjög illa í gegnum kerfið. Hún nefnir að oft sé talað um þrefalda nauðgun í þessu sambandi. í fyrsta lagi verknaðinn sjálfan, í öðru lagi að þurfa að skýra frá málsatvikum við lög- regluyfirheyrslur og loks að þurfa að end- urtaka allt í réttarsal. Þetta segir hún að reynist mörgum konum ofraun. Þá segir hún að um afbrotið nauðgun hafi sá orð- rómur verið í gegnum tíðina að konur kalli verknaðinn beint eða óbeint yfir sig. Þol- endur þessara brota óttist því oft að skaða eigið mannorð með því að kæra þau. Aðrar ástæður segir hún að séu þekkingarleysi kvenna um meðferð þessara mála og þá hvaða rétt þær eigi. Einnig spili hræðsla við gerandann og vald hans oft inn í. Lögreglan hefur sætl gagnrýni Lögreglan er meðal þeirra aðila sem gagnrýni hefur beinst að fyrir meðhöndlun á kynferðisafbrotamálum. í rannsókn Sig- rúnar Júlíusdóttur, í skýrslu nauðgunar- málanefndar, er fjallað um mál 22 kvenna sem kærðu nauðganir sem þær höfðu orðið fyrir. Reynsla kvennanna af lögreglu er ekki á einn veg. Margar telja sig hafa feng- ið góðar viðtökur en ívið fleiri hafa nei- kvæða reynslu. Gagnrýni þeirra beinist meðal annars að skorti á háttvísi og tillit- semi og þær eru ósáttar við tímalengd málsmeðferðarinnar. Sigrún segir flestar Hansína B. Einarsdóttir afbrotafræöingur segir að mörgum konum sé ofraun að kœra nauðgun. konurnar, eða 16 af 22, hafa tekið nærri sér að finna að þeim var ekki trúað. Þær hafi verið margspurðar um sömu hlutina, upp- lýsingar þeirra verið rengdar og í mörgum tilfellum verið látið að því liggja að málið væri hreinn uppspuni. Hansína B. Einars- dóttir segist telja að hin almenna lögregla sé oft ekki í stakk búin til að taka á þessum málum vegna þess hve hratt þau hafi kom- ið upp á yfirborðið. „Við krefjumst þess að fólk sem er að fást við þessi mál á ýmsum stigum sé með margra ára sérmenntun meðal annars í lögum, sálfræði og afbrota- fræði. Á sama tíma gerum við þær kröfur til lögreglunnar, sem ekki hefur hlotið neina sérmenntun, að hún taki á öllum málum, hvaða nöfnum sem þau nefnast. Lögreglan hefur margoft farið fram á fræðslu um meðhöndlun þessara mála en Sigrún Júlíusdóttir félagsráðgjafi hefur gert könnun á meðferð nauðgunarmála á 1.s- landi. ekki fengið,“ segir Hansína. „Ég er því ekki tilbúin til að taka þátt í gagnrýni á „kerfið“ sem einhverja karla úti í bæ því það eru ákveðnar skýringar á því að kerfið virkar svona. Upphaf þessara skýringa má rekja til getu eða vangetu lögreglunnar,“ segir hún. Hansína bendir á nýfallinn dóm þar sem sambýlismaður var dæmdur fyrir Iíkamsárás á konu, sbr. 217. grein al- mennra hegningarlaga. Dómarinn gagn- rýndi vinnuaðferðir lögreglunnar harðlega. í dómnum segir m.a. að skortur á traust- um, sýnilegum sönnunargögnum og mark- vissum rannsóknaraðferðum hafi augljós- lega verið til þess fallinn að gera sönnunar- færslu fyrir dómi erfiða. „Hér er um að ræða dóm vegna líkamsárásar sambýlis- manns á konu þar sem skortur á sönnunar-

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.