19. júní


19. júní - 01.03.1993, Side 13

19. júní - 01.03.1993, Side 13
1. TBL. 1993 13 gögnum varð til þess að sýkna varð við- komandi af háttseminni,“ segir Hansína. Hún segir að koma mætti í veg fyrir slík dæmi ef brotaþolar gætu leitað til fagaðila sem störfuðu á vegum lögreglunnar. KLR vandar niálsnicðferð Þórir Oddsson, vararannsóknarlögreglu- stjóri ríkisins, segist telja að sú umræða sem verið hafi í þjóðfélaginu um kynferðis- afbrotamál á undanförnum árum hafi bætt meðferð þessara mála og brotaþolar eigi ýmissa úrræða völ sem ekki voru til staðar áður. Þórir nefnir sem dæmi neyðarmót- töku fyrir þolendur kynferðisafbrota, sem nýlega var opnuð á Borgarspítalanum. Hann segir að meiri áhersla sé lögð á það en gert hafl verið að tryggja brotaþolum stuðning með því að upplýsa þá um þær leiðir sem þeim séu færar. „Rannsóknarlög- reglan hefur eftir bestu getu reynt að bregðast við gagnrýni sem var uppi og er ef til vill enn, með því að færa meðferð þess- ara mála til betri vegar. Menn reyna á allan hátt að vanda sig betur en þeir gerðu áður fyrr. Auk þess er leitast við að hraða rann- sóltn þessara mála mun meira en áður var gert,“ segir Þórir. nauðgunarmálum vera fjarstæðukennda. Aðspurður segir Hallvarður Einvarðsson, ríkissaksóknari, það vera afar vandasamt álitaefni hvort unnt sé að koma við sér- stökum reglum um sönnunarbyrði í til- teknum brotum. Hann segir að þess séu að vísu dæmi í íslenskri refsilöggjöf að settar hafi verið sérstakar sönnunarreglur og sönnunarbyrði jafnvel snúið við í einstök- um málaflokkum. „Að mínum dómi hefur það ekki reynst vel,“ segir hann. Skortur á upplýsingum Ekki er kveðið á um í lögum að tjónþola í opinberu rnáli skuli veittar upplýsingar um kæruferlið eða málalok. Guðrún Jóns- dóttir segir þetta gagnrýnivert ekki síst þegar um nauðgunarmál sé að ræða. í ljósi þeirra eftirkasta nauðgunar og þess tilfmn- ingalega umróts sem hún skapi, sé vart að undra þó brotaþolum reynist ómögulegt að fylgjast með því hvar í kerfinu mál þeirra séu stödd á hverjum tíma. Sömu viðhorf koma fram meðal þeirra kvenna sem Sigrún Júlíusdóttir fjallar um í rann- sókn sinni. Hún segir að flestum konunum hafi fundist það eiga að vera lagalegur og siðferðislegur réttur sinn að fá upplýsingar um hvernig málum þeirra hafi lokið. Að sögn Egils Stephensen, saksóknara, er nú verið að ræða það á vegurn dómsmálaráðu- neytisins að brotaþolar í kynferðisafbrota- málum fái stuðningsaðila. Hlutverk þeirra yrði meðal annars að fylgjast með gangi mála og veita skjólstæðingum upplýsingar. Brolaþolar mæta lordóinuin Guðrún Jónsdóttir segir í bæklingi sem Stígamót munu gefa út á næst- unni, að allur sá lagarammi sem byggt sé á þegar konur kæri nauðgun sé and- stæður hagsmunum þeirra. Þó að lögin eigi að vernda persónufrelsi og öryggi , þeirra og refsa sakborningum, verði lí . nt /r\rrMin riomnnrr m I/ ai rn r bi 'II Dómarar ekki óbrigðulir Komi nauðgunarmál fyrir dómstól ber kæranda skylda til að mæta fyrir dórni sem vitni og svara þar spurningum dómara, sækjanda og verjanda sakbornings. í lögum um meðferð opinberra mála er ákvæði um að kærandi þurfi ekki að mæta sakborningi í dómsal meðan hann ber vitni en slíkt er þó háð ákvörðun dómara hverju sinni. Ekki er kveðið á um að brotaþoli megi hafa með sér stuðningsaðila er hann ber vitni. Þetta er ekki heldur afdráttarlaust þegar um barn eða ungling, sem nauðgað hefur verið, er að ræða. Hansína B. Einars- dóttir segir að það væri miklu eðlilegra að ákvörðunin um hvort sakborningur væri á staðnum eða ekki væri háð ákvörðun konunnar og hennar lögmanns. ,Dómarar ekki óbrigðulir," útkoman sjaldnast sú. Reynsla kvenna af því að kæra nauðganir sé yfirleitt neikvæð. Þær mæti fordómum í kerfinu og þeim fmnist lítið tillit tekið til sín og sinna þarfa. Sumar lýsi reynslunni af réttarkerfinu á þann veg að þeim finnist þær vera sakborningurinn. Sú grundvallarregla kemur fram í lögum um meðferð i.-~' opinberra mála að sérhver einstaklingur sé saklaus uns sekt hans sé sönnuð. Oft reynist erfitt að koma með fullnægjandi sönnun fyrir því að um kynferðisafbrot hafi verið að ræða þar sem algengt er að brotaþolar beri ekki líkam- lega áverka, sjaldnast eru vitni að verknaðinum og í flestum tilvikum neita sakborningar öllum sakargiftum. 1 ljósi þessa segja fulltrúar Stíga- sönnunarbyrði í mota

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.