19. júní - 01.03.1993, Qupperneq 17
1. TBL. 1993
17
sem ég hélc að gengi í hann. Hann var
krítískastur þegar hann sá að ég var að
reyna að stæla hans stíl.
Guðrún: Eg var svo heppin að alast upp
á þriggja kynslóða heimili þar sem afi og
amma voru. Og afi var töluverður sagna-
karl. Við systkinin heyrðum afskaplega oft
fólk tala saman, sem ég er hrædd um að
börn heyri því miður ekki mikið í dag. En
ég var líka heppin í skóla. Enginn hefur
kennt mér meira í íslensku máli en dr.
Bjarni Aðalbjarnarson, sem var kennari
minn í Flensborg og tók miklu ástfóstri við
mig. Hann var sérkennilegur maður, ógift-
ur og barnlaus og þéraði okkur alltaf. Mér
fannst hann eldgamall en sá svo mörgum
árum seinna að hann hefði ekki verið
nema liðlega fertugur þegar hann dó. Þeg-
ar ég tók landspróf þá gaf hann mér Orða-
bók Sigfúsar Blöndal sem hann hafði látið
binda inn í feikilega fallegt band í tvær
bækur sem hann áritaði. Ég hef stundum
sagt á meðan börnin mín voru börn að ef
kviknaði í húsinu mínu þá myndi ég fyrst
sækja börnin og síðan Sigfús Blöndal. Þessi
feimni rnaður, sem ég kynntist aldrei per-
sónulega, varð mikill áhrifavaldur í lífi
mínu og réði reyndar öllu urn að ég var
send í menntaskóla. Hann gerði sér ferð
heim til foreldra minna til að hvetja til
þess. Ég, sem var elst af 10 systkinum, ætl-
aði að fara að vinna fyrir peningum.
Fríða: Ég kem frá líku alþýðuheimili og
Guðrún þótt ekki væru þrjár kynslóðir.
Við vorum 13 systkinin og ég er næstyngst.
Það var góður bókakostur á heimilinu,
mikið lesið og mikið talað um bækur. Svo
eftir að ég komst að því að það var bara
fólk sem skrifaði bækur en ekki guðir þá
var ég eiginlega alltaf ákveðin í að reyna að
Verðlaunin sem
Fríða, Guðrún og
Hrafnhildur hlutu eru
veitt af þrem ólíkum
aðilum. Elst og virtust
eru Bókmenntaverð-
laun Norðurlandaráðs
sem eru umtalsverð
peningaverðlaun, veitt
árlega við hátíðlega at-
höfn á þingi Norður-
landaráðs og vekja
verulega athygli á
Norðurlöndum. Nor-
rænu leikskáldaverð-
launin eru nýtilkomin.
Þeim var úthlutað í
fyrsta sinn hér í Reykja-
vík af Leiklistarsam-
bandi Norðurlanda og
verða veitt annað hvert
ár í tengslum við þing
LSN. Þau eru peninga-
verðlaun þótt verð-
launaupphæðin sé
miklum mun lægri en
verðlaun Norðurlanda-
ráðs. Þriðju verðlaunin
eru veitt af Samtökum
norrænna skólasafn-
skennara og var nú úthlutað í 8. sinn. Þau
eru eingöngu heiðursverðlaun og mikil
viðurkenning sem slík en þau eru ekki
peningaverðlaun.
Sp: Hér eruð þið nú saman komnar,
þrír úrvals rithöfundar hver á sínu sviði
sem allir taka sitt fag jafn alvarlega. En seg-
ir þessi mismunur á verðlaununum eitt-
hvað um mat þjófélagsins á mismunandi
gildi þess að skrifa fyrir fullorðna lesendur,
leikhúsgesti eða börn? Er minnstur vandi
að skrifa fyrir börn?
Fríða: Það er mjög mikill vandi að skrifa
fyrir börn. Ég gerði alvarlega tilraun til
þess í hálft annað ár en hún misheppnaðist
algjörlega.
Guðrún: Astrid Lindgren er að mínum
dómi einn besti rithöfundur í heimi og ég
vildi gjarnan hafa skrifað skáldverk á borð
við Ronju ræningjadóttur. Astrid hefur
komast í þann hóp.
Seinna uppgötvaði ég
hve erfitt það var að
skrifa og reyndi að
koma mér undan því í
lengstu lög. Ég leitaði í
allar áttir. Fór m.a. í
bókmenntir og íslensku
í Háskólanum og eftir á
sé ég að allt sem ég
gerði gerði ég eiginlega
af því að ég vildi skrifa.
Gildi verðlauna