19. júní


19. júní - 01.03.1993, Síða 19

19. júní - 01.03.1993, Síða 19
1. TBL. 1993 19 SKRIFSTOFU JAFNRETTISMALA Ábyrgöarmaöur: Elsa S. Þorkelsdóttir Eru meðgöngukvillar höfuðverkur atvinnu- rekandans? í auknu atvinnuleysi sækja karlar í „kvennastörfin“. Stórhuga vestfirskar konur í atvinnusköp- un. . Á"-- ^ '*ir. NORDISK FORUM - undirbúningurinn er kominn í gang! Norræna jafnlauna- verkefnið. Fréttir frá jafnréttis- fulltrúa Akureyrar. Landsfundur jafn- réttisnefnda sveitar- félaga. Skrifstofa jafnréttismála Jafnréttisráö - Kærunefnd jafnréttismála Hvað er Jafnréttisráð? Er það skrifstofan eða er það nefnd þeirra sjö kvenna og karla sem móta stefnu stjórnvalda í jafn- réttismálum eða er Jafnréttisráð stofnunin í heild sinni? Lög- in um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla gera ekki greinarmun á stofnuninni og ráöinu. ! hugum flestra er Jafn- réttisráð þetta tvennt. Þaö hefur hins vegar oft valdiö ómæld- um ruglingi að ekki er gerður greinarmunur á stofnuninni og ráðinu. Á skrifstofu Jafnréttisráðs eru oft hýst ýmis verkefni, s.s undirbúningur Norræns kvennaþings. Þessi verkefni hafa sjálfstæða stjórn. Kærunefnd jafnréttismála hefur aðsetur á skrifstofunni en heyrir ekki að neinu leyti undir Jafnréttisráð. Til þess aö afmarka hvern þátt starfseminnar sem best, var ákveðið nú fyrir skömmu að taka upp heitið Skrifstofa jafn- réttismála fyrir stofnunina. Skrifstofa jafnréttismála þjónar þannig bæði Jafnréttisráði og kærunefnd jafnréttismála. Skrifstofa jafnréttismála hýslr einnig ýmis tímabundin verk- efni, eins og undirbúningsnefnd Nordisk forum 1994 og starfsmann hennar. Af þessu tilefni var einnig ákveðiö að breyta bréfsefni stofnunarinnar, bæði lit og uppsetningu. Skrifstofa jafnréttismála er nýtt heiti og okkur ekki enn tamt. Þaö er hins vegar von okkar að hinu nýja nafni veröi vel tekiö og að þaö öðlist með tímanum þann sess í vitund okkar aö vera ríkisstofnunin sem sameinar á einum stað ýmis verkefni og aögerðir, nefndir og ráð á vegum hins opinbera sem öll hafa sama markmiö - aö vinna aö jafnri stöðu kvenna og karla.

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.