19. júní - 01.03.1993, Side 21
1. TBL. 1993
21
var gert aö greiða konu iaun í veikindaforföllum vegna fæð-
ingareitrunar.
í kjölfar dómsins hefur það aukist að barnshafandi konur
séu fjarverandi úr vinnu vegna veikinda sem sagt er að séu
vegna meðgöngunnar. Auðvitað er oft þörf á að konur leggi
niöur störf á meögöngu en atvinnurekendur grunar að stund-
um sé um misnotkun að ræöa. Margir læknar virðast ótrú-
lega örlátir á veikindavottorð til vanfærra kvenna og fyrirþæri
eins og grindargliönun er orðið grunsamlega algengt hér á
landi. Þetta er auðvitað mjög mismunandi eftir því hvaða
læknir á í hlut. Margir læknar eru líka iðnir við að ráðleggja
vanfærum konum „hvíld" og skrifa þetta í vottorðin. Er konan
þá veik? Vinnuveitendasambandið túlkar þetta ekki sem
veikindi og teiur atvinnurekandann ekki skyldan að greiða
laun í þessum tilvikum. Þetta hefur allt saman skaþað vissa
tortryggni meðal atvinnurekenda. Einnig hafa meiri veikinda-
greiðslur til vanfærra kvenna í för með sér aukinn launa-
kostnað.
Þaö hefur einnig komið illa viö atvinnurekendur að konur
sem þjást af meðgöngukvillum fara e.t.v. í veikindafri á miðri
meðgöngu og eru því á fullum launum alveg fram að fæðing-
unni en notfæra sér ekki möguleikann á að fá viðbótarorlof
og hefja fæðingarorlof alit að tveimur mánuðum fyrir áætlað-
an fæðingardag. Vissulega gæti það þýtt launalækkun fyrir
sumar konur. En ef við tökum dæmi um konu sem vinnur í
verslun í 63% starfshlutfalli - það er einmitt mjög algengt í
verslunarstörfum - þá nær hún því að fara á fulia fæðingar-
dagpeninga og þegar fæðingarstyrkurinn leggst við er hún
komin með hærri tekjur en sem nemur launum hennar! Ég
held að margar konur átti sig hreinlega ekki á því aö þessi
heimild er fyrir hendi.
Mér virðist sem yngri konurnar séu meira fjarverandi úr
vinnu á meðgöngu en eldri konurnar. Kannski eru eldri kon-
urnar harðari af sér - ég skal ekkert um það segja. Annars á
þetta við um veikindaforföll starfsfólks almennt, yngra fólkið
er oftar fjarverandi vegna veikinda en þeir sem eldri eru.
Eins og ég sagði áðan þá eru atvinnurekendur ekki ósáttir
viö fæðingarorlofið en það getur skapað óvissu og óþægindi
hjá þeim að fá ekki svar við spurningunni hvenær - og stund-
um hvort - konan kemur aftur til starfa. Þaö er mjög þýðingar-
mikiö fyrir atvinnurekanda að slíkar uþplýsingar liggi fljótt og
örugglega fyrir. Þá er eftirleikurinn auðveldur og hægt aö
bregðast við breyttum aðstæðum. Það er mín persónulega
skoðun að sex mánaða fæðingarorlof sé alltof stuttur tími.
Konurnar vilja oft vera lengur heima hjá barninu sínu og það
finnst mér mjög skiljanlegt. En stundum ákveða þær að
koma ekki aftur og það er erfitt fyrir staðgengilinn að vera
lengi í óvissu um það hvort hann fær fastráðningu eða ekki.
Eins og málum er nú háttað finnst mér að reglurnar um upp-
haf og lok fæðingarorlofsins séu ekki nógu Ijósar og það
skapar óvissu. Ég tel að þaö sé algengara meðal kvenna í
ábyrgðarstöðum að þær taki stutt fæðingarorlof og snúi frek-
ar aftur til starfa.
Lenging fæðingarorlofs má þó ekki verða til að auka kostn-
að atvinnurekenda. Það myndi rjúfa þá góðu sátt sem ég tel
að sé um fæðingarorlofslögin meöal atvinnurekenda. Það er
eðlilegt að vernda hagsmuni barnshafandi kvenna á vinnu-
markaði vegna þess að þær standa verr aö vígi en aörir
launamenn. Og ég tel einnig eðlilegt að lögfesta bann við
uppsögnum barnshafandi kvenna og foreldra í fæðingarorlofi
- innan sanngjarnra marka þó. En auðvitaö koma alltaf upp
markatilfelli hvað þetta varðar. Má t.d. segja uþþ þarnshaf-
andi konu meðan hún er á reynslutíma? Hvað ef atvinnurek-
andi segir upp barnshafandi konu án þess að vita um ástand
hennar? Kannski fær konan uppsögn og veit ekki sjálf aö
hún er barnshafandi - hvaö þá? Er meðgangan endilega or-
sök upþsagnarinnar þegar barnshafandi konu er sagt upp
störfum? Oft er engin leið að skera úr í svona tilfellum. Yfir-
leitt er það samt svo að atvinnurekandinn nær ekki í gegn
með sín rök - sama hversu góð þau kunna að vera.
Þegar konur snúa aftur úr fæðingarorlofi vilja þær oft stytta
vinnutímann; fara í hálft starf eða eitthvert annað hlutfall. Oft
má koma því við en sum störf eru nú einu sinni þannig að
þau leyfa ekki slíkt. Þetta á yfirleitt við um ábyrgðarstörfin.
Yfirlýsingar um miklar fjarvistir vegna veikinda barna tel ég
vera stórlega ýktar! Flestir foreldrar skiptast á um aö vera
heima hjá veikum börnum og ég hef ekki trú á að atvinnurek-
endur upplifi þetta sem stórkostlegt vandamál."
Ég veit ekki hvort hagsmunir atvinnurekenda og kvenna
geta beinlínis farið saman í þessum málum en ef hægt væri
að eyða einhverju af óvissunni sem oft virðist fylgja þessu
ástandi kvenna þá væri þaö mjög mikið til bóta. Óvissan
skaþar atvinnurekandanum mest óþægindi."
þera nefnd og að sá sem endanlega
skipar nefndina velji síöan fulltrúa meö
jafnréttismarkmiðin í huga. Árið 1990
var hlutur danskra kvenna í opinöerum
nefndum og ráðum orðinn 38%. í frum-
varpi félagsmálaráðherra, Jóhönnu Sig-
urðardóttur, um breytingar á íslenskum
jafnréttislögum 1990 var lagt til að fara
sömu leiö og Danir en íslenskir Alþing-
ismenn höfnuðu því.
Nú voru að berast nýjar upplýsingar
frá Svíþjóö sem sýna að hlutfall kvenna
er oröið 33% að meöaltali í opinberum
nefndum þar. Stjórnvöld og konur eru
að vonum ánægð - því þau höföu sett
sér þaö markmið aö ef 30% áfanganum
væri ekki náð um áramótin 92/93 þá
skyldi kvótinn lögfestur, þ.e sænskum
stjórnvöldum var gefinn 5 ára frestur til
að ná 30% áfanganum. Ekki nóg með
það - sænskum konum finnst það ekki
nóg. Áriö 1995 eiga þær aö vera 40%
nefndarmanna og 1998 ætla þær sér
að vera jafn margar körlunum.
HVAR STANDA
íslenskar konur?
Eftirfarandi tafla sýnir stöðu norræna kynsystra okkarí sveitarstjórnum, á þjóðþing-
um, í ríkisstjórnum og opinberum nefndum og ráöum. Það er sama hvar borið er
niður - viö íslenskar konur rekum alls staðar lestina. Reyndar erum við á sama róli
og Finnar hvað varöar nefndir en samkvæmt nýjum upplýsingum frá finnska jafnrétt-
isráöinu er í gangi markviss áætlun um aö fjölga konum í nefndum. í samræmi við
það er hlutur kvenna í nefndum sem skipaöar voru á árinu 1990 orðinn 22%.
Sveitarstjórnir Þing Ríkisstjórnir Nefndir ó v. ríkisins
Danmörk 26,4% ('89) 33,0% ('90) 21,0% ('91) 38,0% ('90)
Finnland 30,0% ('92) 38,5% ('91) 41,2% ('91) 16,0% ('89)
ísland 22,0% ('90) 24,0% ('91) 10.0% ('91) 16,6% ('90)
Noregur 28,5% ('91) 36,0% ('89) 47,4% ('91) 37.0% ('91)
Svlþjóö 34,0% ('91) 34,0% ('91) 38,0% ('91) 33.0% ('92)