19. júní - 01.03.1993, Síða 27
Viðtal: Valgerður Jónsdóttir.
1. TBL. 1993
27
„Fleiri konur í
eigin atvinnurekstri“
— segir Lilja Mósesdóttir hagfræðingur um þróunina á næstu áratugum
lutastörf jukust gíf-
urlega í heiminum
eftir 1970. Fram að
þeim tíma var
meiri eftirspurn
eftir fóllci en framboð og því var
heimavinnandi konum boðið
upp á starf hálfan daginn,“ segir
Lilja Mósesdóttir hagfræðingur.
Hún bætir við að eftir 1970 hafi
fyrirtæki fjölgað hlutastörfum
til að auka hagræðingu fyrir-
tækja og reyna á þann hátt að
ná kostnaði niður. Komið hafi í
ljós að þeir sem eru í hálfu starfi
skili betri vinnuafköstum en
þeir sem eru í fullu starfi og því
oft hagkvæmara að ráða tvo
starfsmenn í stað eins til að ná
hámarksafköstum. Síðar sáu fyr-
irtækin að hægt væri að bjóða
hluta vinnunnar út, þ.e. konur
gætu unnið heima hjá sér og
sparað fyrirtækinu þar með hús-
næði og tækjakost sem fylgdi
vinnunni. Þetta hafi verið
mögulegt þar sem heimavinna
kvenna hafi dregist saman, heimilistæki hafi
auðveldað heimilisstörfin og þær átt færri
börn en fyrr.
Það var ekki fyrr en upp úr 1960 að
konur fóru almennt að verða þátttakendur
í atvinnulífinu og að sögn Lilju er þróunin
alþjóðleg. „Við vitum ekki með vissu hvað
olli þessu en líklegt er þó að ýmsar stjórn-
valdsaðgerðir hafi stuðlað að aukinni vinnu
kvenna, svo sem ákvæði í kjarasamningum
og skattfrádráttur eins og tíðkaðist hér á
landi þegar helmingur tekna eiginkonu var
frádráttarbær til skatts.“
En hvernig heldur Lilja að þróunin
verði á næstu árum? „ Það er erfitt að segja.
Sumir hafa haldið því fram að konur séu
sífellt í sókn á vinnumarkaðinum en það er
ekkert sem bendir til þess. Þær gætu allt
eins verið að fara í hring. Konur hafa ekki
komist í stjórnunarstörf nema að takmörk-
uðu leyti, konur eru t.d. ekki bankastjórar
en algengt er að þær séu millistjórnendur,
sinni með vinnuna með sér, þær
eru í auknum mæli verktakar og
sinna störfum innan heimilanna
um leið, börnum og eða gamal-
mennum. „í könnunum á
heimilisstörfum hefur komið í
ljós að konur vinna að jafnaði
um 19 stundir við heimilisstörf
en karlar 6 stundir og þessi
tímafjöldi breytist ekkert þótt
konurnar vinni meira utan
heimilanna.“
Konurnar eru því á leið út af
hinum hefðbundna vinnumark-
aði. „En ég hef enga trú á því að
konur hætti að vinna launa-
vinnu. Þær hafa einfaldlega ekki
efni á því, enda eru karlar ekki
lengur fyrirvinnur. Hins vegar
gæti komið upp sú staða að til
verði tveir samliggjandi heimar
á vinnumarkaðinum, annar
karlaheimur en hinn kvenna-
heimur. Konur hafa ekki sömu
félagslegu tengsl og karlarnir,
tengsl sem tryggja m.a. aðgang
að fjármagni og ráðgjöf. Kon-
urnar lifa þannig í „kvennaheimi11 en karl-
arnir í „karlaheimi“. Nú eru uppi hug-
myndir um lánatryggingasjóð kvenna hér á
landi, nokkurs konar banka sem konur
gætu skipt við. Og það er hægt að gera
ýmislegt fleira til að styðja við bakið á kon-
um, í Bandaríkjunum hefur verið komið
upp tæknigörðum þar sem konur geta
fengið stuðning við hugmyndir sínar án
þess að leggja út í mikla fjárhagslega
áhættu.“
Lilja segir að um 4000 nýir einstaklingar
komi að jafnaði út á vinnumarkaðinn á
hverju ári og um 1000 láti af störfum
vegna aldurs. Því þurfi um 3000 ný störf
árlega næstu áratugi til að koma í veg fyrir
aukið atvinnuleysi ungs fólks. Ársverkum
úti á landi hafi fjölgað um 8,1 prósent á
tímabilinu 1981 til 1988 en um 23,2 pró-
sent á höfuðborgarsvæðinu. Til að treysta
stöðu kvenna á vinnumarkaðinum og auð-
velda þeim að framkvæma þær hugmyndir
svo sem gjaldkerar og deildarstjórar. Víða
er verið að endurskipuleggja þessar stöður,
fækka millistjórnendum og hækka launin.
Þá fara karlmenn að hafa áhuga á þessum
stöðum og líklegt er að konum fækki þar
af leiðandi. Menntakonur áttu auðvelt
með að fá störf hjá hinu opinbera fyrir
nokkrum árum en sá möguleiki er nú að
lokast."
Hún bætir við að um 1970, þegar verið
var að fá konur út á vinnumarkaðinn, var
reynt að minnka vinnuálag á þeim innan
heimilanna, á markaðinn komu straufrí föt
og fleira þess háttar sem átti að auðvelda
heimilisstörfin. í dag er hins vegar meiri
áhersla lögð á vandaðan fatnað sem þarf yf-
irleitt að strauja. Meira er gert úr móður-
hlutverkinu en áður, nú þurfa flest börn að
fara í ungbarnasund, barnanudd og þau
eru mun lengur á brjósti en áður sem kall-
ar á meiri vinnu móðurinnar. Konurnar
eru að fara aftur inn á heimilin en að þessu