19. júní


19. júní - 01.03.1993, Side 29

19. júní - 01.03.1993, Side 29
1. TBL. 1993 29 Fréttir úr starfi KRFÍ Nú, þegar 19. júní er farið að koma út oftar en áður, er ætl- unin að taka nokkrar síður í blaðinu undir fréttir af starfi félagsins, bæði rifja upp það sem gerst hefur undan farið og skýra frá áformum um helstu viðburði sem fram undan eru. Þegar litið er yfir tímann frá því ársritið 19. júní kom út á sínum hefðbundna tíma í júní s.l. hefur ýmislegt verið á döfinni hjá KRFÍ. Skal hér getið þess helsta. KRFÍ 85 ára KRFÍ átti stórafmæli á árinu 1992. Þá voru 85 ár liðin frá stofnun þess. Eiginleg- ur afmælisdagur félagsins telst 27. janúar en þann dag, árið 1907, var félagið form- lega stofnað af fimmtán konum á fundi í Þingholtsstræti 18 í Reykjavík. Hét það í upphafi „Hið íslenzka Kvenréttindafélag". Afmælisins var sérstaklega minnst með hátíðardagskrá í upphafi landsfundar í september, eins og fram kemur hér á eftir. Veslnorræna kvennaþingið Sumarið einkenndist af undirbúningn- um fyrir Vestnorræna kvennaþingið, sem haldið var á Egilsstöðum seint í ágúst og svo þinginu sjálfu, þar sem nokkur hundruð konur frá Grænlandi, Færeyjum og íslandi báru saman bækur sínar og ræddu um stöðu jafnréttismála í heimalönd- um sínum í þrjá daga. Það voru þó ekki aðeins hinar alvarlegri hliðar lífsins sem velt var upp á þinginu. Konur léku listir sínar, söngur, dans, ljóð og leikur voru ívaf þingsins og jafn- framt höfðu konur til sýnis og sölu fagra gripi af ýms- um gerðum. .k. § 7 Landslundiiriiiii 24.-26. seplember Það er svo sem engin r nýlunda að haldinn sé 1“ Iandsfundur hjá KRFÍ. Það hefúr verið gert fjórða hvert ár undanfarna áratugi. Engu að síður er það töluverður viðburður í starfi félags- ins. Þar eru teknar stefnumarkandi ákvarð- anir um störf félagsins fyrir næsta fjögurra ára tímabil, kosinn hluti stjórnar og rædd mál sem efst eru á baugi hverju sinni. Síðastliðið ár var landsfundarár og var fundurinn haldinn seint í september. Helstu viðfangsefnin voru eftirfarandi: ■ lálíöíirdagskrá í lilefni almadis félagsins Landsfundurinn hófst með hátíðadag- skrá í tilefni af 85 ára af- mæli félagsins á Hótel Sögu fimmtudagskvöldið 24. sept. Félagsmálaráðherra, Jó- hanna Sigurðardóttir, ávarp- aði samkomuna og færði félaginu kærkomna afmæl- isgjöf, tvö hundruð þúsund krónur. Margt var til skemmtun- ar á hátíðafundinum: Annadís Gréta Rúdólfs- dóttir flutti erindi um rannsókn á hinum íslenska kvenleika, félagar í íslenska dansflokknum sýndu, Alda Ingibergsdóttir söng við undirleik Ólafs Vignis Al- bertssonar, félagar í Al- þýðuleikliúsinu leiklásu þátt úr verki, Hallfríður Ólafsdóttir lék á flautu við undirleik David Knowles

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.