19. júní - 01.03.1993, Síða 31
1. TBL. 1993
31
þeirra sem búa í óvígðri sambúð. Kynna
lagalegan mun á sambúð giftra hjóna og
þeirra sem eru í óvígðri sambúð.
Leiðbeinandi: Svala Thorlacius
Fjármál I
Markmið: Að kenna algengustu bankavið-
skipti og fjalla um fjármálalegar skuldbind-
ingar.
Leiðbeinandi: Kristín Sigurðardóttir
Fjármál II
Markmið: Að kenna þægilegar aðferðir við
að skipuleggja fjármál einstaklinga.
Leiðbeinandi: Kristín Sigurðardóttir
Ræðumennska og rundarsköp
Markmið: Að kenna og þjálfa ræðuskrif,
ræðuflutning, framkomu og fundarstjórn.
Leiðbeinandi: Sólveig Ólafsdóttir
Greinaskrif
Markmið: Að kenna og þjálfa skrif og
framsetningu efnis, þ.á.m. gerð fyrirsagna
og fréttatilkynninga.
Leiðbeinandi: Vilborg Harðardóttir
Framkoma í fjölmiölum
Markmið: Að kenna og þjálfa framkomu í
sjónvarpi og útvarpi. M.a. verður fjallað
um viðtalstækni, útlit og raddbeitingu.
Leiðbeinandi: Sigrún Stefánsdóttir
Námskeiðin eru mismunandi að lengd,
allt frá einu kvöldi til átta. Þau eru ýmist
fræðslu-. eða þjálfunarnámskeið. Fjöldi
þátttakenda er takmarkaður við fimmtán
til þess að námskeiðin nýtist þátttakendum
sem best. Reynt er að stilla þátttökugjaldi í
hóf.
Hafið samband við skrifstofuna til að fá
nánari upplýsingar um námskeiðin.
Ritgeröarsamkeppni
Verið er að undirbúa ritgerðarsam-
kcppni meðal unglinga í efstu bekkjum
grunnskóla undir titlinum: „Stelpur og
strákar, stöndum við jafnt árið 2000?“
Gert er ráð fyrir að keppnin verði í byrjun
vetrarstarfs skólanna næsta haust.
VILTU GERAST
ÁSKRIFANDI?
Nýjum áskriftum er veitt
móttaka á skrifstofu Kven-
réttindafélags íslands í síma
91-18156 alla virka daga á
milli 13 og 15. Einnig er
unnt að tala skilaboð inn á
símsvara með nafni, kenni-
tölu og heimilisfangi.
Skrifstofa jafnréttismála
(Jafnréttisráð) tekur við nýj-
um áskriftum í símum 91-
27420/27877/622421 alla
virka daga á milli 9 og 17.
SUND
HEILSUNNAfí VEGNA
IÞROTTA- OG
TÓMSTUNDARÁÐ
REYKJAVÍKUR
m