Sólskin - 01.07.1967, Page 11
loksins, — svo þú fannst fuglinn niðri í fjöru.
Fórst þú nú alla leið inn í Vatnagarða? Þú
veizt, að ég hef beðið þig þess að fara ekki
svo langt í burtu og svo ertu nú ekki nema sjö
ára, þótt þú sért stór eftir aldri, — og nú brosti
mamma við drengnum sínum.
— Nei, mamma. Ég fór bara inn í Laugar-
nes og þar var aumingja fuglinn og kúrði sig
niður milli steina. Ég fann, að honum var
voðalega kalt. Það er líka haust, og hann veik-
ur með brotinn vœng. Veiztu, mamma. Ég
œfla að búa um hann niðri í miðstöðvarher-
bergi. Setja tuskur í kassa svo að vel fari um
hann. Svo þarf hann að fá vatn og mat, þá
kannski batnar honum. —
Mamma brosti við drengnum sínum og
sagði: — Jú, Nonni minn. Ég skal hjálpa þér,
en það er ekki víst að honum batni. Svo er
þetta sjófugl, svartfugl sýnist mér, og þeir
kunna ekki við sig í landi. En við skulum sjá
til. —
Nonni og mamma fóru niður í kjallara,
þar sem þau fundu lítinn pappakassa. Lét
mamma mjúkar ullartuskur í botn kassans.
9