Sólskin - 01.07.1967, Page 27

Sólskin - 01.07.1967, Page 27
þess að horfa út um litla gluggann. En þó verkjaði hann svo mikið í höfuðið, að hann varð strax að leggjast út af aftur. — Liggðu alveg kyrr, — sagði einhver. Sam sá einhvern, sem var alveg eins og hjúkrunar- konurnar í þorpinu. Hún laut yfir Sam og mœlti: — Þú verður að liggja alveg kyrr. Þú ert meiddur nokkuð hér og þar, af því að þú hrapaðir í flugvélinni þinni. En nú fljúgum við til lœknisins, sem á að lœkna þetta allt, svo að þú verðir jafngóður. — Fljúgum við þá, hugsaði Sam. Hann hafði heyrt talað um sjúkraflugvélar, sem flyttu veikt fólk frá fjöllunum í sjúkrahús í borginni. Sam fór að hugsa um, er hann steyptist fram af klettinum í flugvélinni. Hann hafði víst fengið slœma byltu. En hvað er að segja um Klettatröllið, Vinda- tröllið og hina fjóra vinda? Sam leitaði í úlp- unni að silfurpípunni, en hann fann hana ekki. Hann hafði víst týnt henni. Kannski var ferðin til Saviofjallsins tómur draumur. En fljúga fœ ég samt, hugsaði Sam. Svo gat hann ekki hugsað meira og sofnaði. 25

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.