Sólskin - 01.07.1967, Page 30

Sólskin - 01.07.1967, Page 30
kemur út í vorið og hefur tíma til að lesa bók lífsins, sem er opin alla daga. Það er hœgt að vera fullviss um það, að é bak við allt þetta býr kraftur, sem er guð í alheims geimi og guð í sjálfum þér. öll störf og hugsanir barns- ins eiga því að vera í anda þessa kraftar, lúta honum og tilbiðja hann, svo að maðurinn geti verið öruggur hlekkur í keðjunni. Gott er því að nota vorið og sumarið til að frœðast um allt, sem stendur í bók néttúrunn- ar. Skilja af hverju fiðrildin eru svona samlit sumum blómum, af hverju sum blómin eru svona litfögur, af hverju ánamaðkarnir koma til hélfs upp úr moldinni og leggjast hlið við hlið. Af hverju þrösturinn syngur svona mikið á vorin. Það er margt, sem mannsaugað sér á vorin. Þá eiga börnin að spyrja þá fullorðnu og fá svör við því, sem þau ekki skilja. Vorið er tími ástarinnar í lífi náttúrunnar. Fuglarnir og blómin opinbera þá ást sína. Það er unaðslegt að fylgjast með þeirri tjáningu blóma og fugla, sem ekki geta talað, en opin- bera tilfinningar sínar á annan hátt. Notið stundirnar og frœðist um allt þetta á nœsta sumri. 28

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.