Sólskin - 01.07.1967, Page 53
þetta, vill hann fyrir hvern mun fá eplið og
hyggur, að hann muni trautt fá þann hlut, er
betur geðjist kóngsdóttur. Biður hann kaup-
mann því að sélja sér eplið og segir honum
frá öllum málavöxtum, og að undir því sé ein-
göngu komin tímanleg velferð sín, að hann
verði ekki eftirbátur brœðra sinna í gripaút-
vegunum. Rann kaupmanni svo til rifja sögu-
sögn kóngssonar, að hann selur honum eplið,
og heldur svo kóngsson aftur heimleiðis, glað-
ur og ánœgður.
Segir nú ekki af þeim brœðrum, fyrr en þeir
eru allir komnir saman í áður ákveðinn stað,
segja þeir hver öðrum af ferðum sínum allt
af létta. Hugsar nú elzti bróðirinn sér til hreyf-
ings, að hann skuli þó verða fyrstur til að sjá
kóngsdóttur og hvernig henni líði. Tekur hann
því upp sjónpípuna og stefnir henni heim til
borgar. Hann sér þá, hvar kóngsdóttir liggur
í sœng sinni, náföl og að dauða komin. Kon-
ungurinn, faðir hans, og hinir œðstu höfðingj-
ar við hirðina, standa í kring um sœngina í
svörtum sorgarbúningi og hryggir í huga, og
bíða síðasta andvarps hinnar fögru kóngs-
dóttur. Þegar kóngsson sá þessa sorgarsjón,
51