Sólskin - 01.07.1967, Side 62

Sólskin - 01.07.1967, Side 62
með því að þú hefur gengið á mitt vald, og þess annars, að þú ert son minn, þá nenni ég ekki að láta drepa þig, en þrjár þrautir mun ég leggja fyrir þig, er þú skalt hafa unnið að ári liðnu, og liggur líf þitt við. Hin fyrsta er, að þú skalt fœra mér tjald það, er rúmi 100 manns, en megi þó fela í lófa sínum. Önnur er, að þú skalt fœra mér vatn það, er lœknar öll mein. Hin þriðja er, að þú skalt koma hing- að þeim manni og sýna mér, er ólíkur sé öll- um öðrum mönnum í heiminum. — — Hvert vísar þú mér til að vinna þrautir þessar? — segir hinn ungi kóngur. — Það skaltu segja þér sjálfur, — mœlti hinn. Snýr hinn gamli kóngur þá á braut, en ungi kóngurinn býr sig þegar til heimferðar, og varð ekki af kveðjum. Segir ekki af ferðum hans, fyrr en hann kemur heim í ríki sitt. Er hann þá mjög daufur og þungt í skapi, og gengur drottning hans freklega á hann, hvað að hon- um gangi. En hann segir það engu skipta. Drottning mœlti: — Veit ég, að fyrir þig munu hafa verið lagðar þrautir þœr, er ekkí mun auðvelt að vinna. En hvað dugir þér að 60

x

Sólskin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.