Sólskin - 01.07.1967, Side 65

Sólskin - 01.07.1967, Side 65
átti faðir minn, hinn bezta grip, sem við vild- um bœði eiga, og varð ég hlutskarpari. Hefur hann síðan lagt á mig fœð og fjandskap. Nú mun ég freista að skrifa honum og senda hon- um hringinn, ef hann kynni heldur að mýkjast til að gera vorn vilja. Skaltu nú búast með fríðu föruneyti að finna hann, og þegar þú kemur að hallardyrunum, skaltu taka af þér kórónuna og skríða berhöfðaður inn að hásœt- inu. Skaltu þá kyssa á hœgra fót hans og rétta honum bréfið og hringinn. Segi hann þér að standa upp, hefurðu fengið fram þitt erindi, annars ekki. — Fer nú konungur að öllu sem drottning hafði fyrir lagt. Og er hann kemur fyrir hinn eineygða kóng, blöskrar honum, hvað hann er Ijótur og ófrýnilegur, en herðir þó upp hugann og réttir honum bréfið og hringinn. Hýrnar fljótt yfir karli, þegar hann sér hringinn og mœlti: — Eitthvað þykir systur minni nú við liggja, er hún sendir mér grip þennan. — Og er hann hefur lesið bréfið, segir hann kóngi að standa á fœtur. Kvaðst hann vera albúinn að fara eftir orðsendingu systur sinnar og ekki vilja tefja. Tekur hann nú stöng sína og er þegar horfinn. Bíður hann eftir þeim 63

x

Sólskin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.