Sólskin - 01.07.1967, Side 70

Sólskin - 01.07.1967, Side 70
þá fannst þar samt tréskál ein brotin og dall- ur. Fór Gyingurinn með hvort tveggja út á torg- ið og œtlaði að selja, en enginn vildi kaupa. Og sem hann var að bjóða þetta til kaups, þá kom þar maður með digran fisk og dragúld- inn, sem enginn vildi kaupa, og bauð hann Gyðingnum að hafa skipti við sig, kvaðst skyldu láta hann fá fiskinn fyrir tréílátin, hann gœti aldrei selt þau hvort sem vœri. Gyðing- urinn féllst á það, lét hann fá tréskálina og dallinn fyrir fiskinn og fór með hann heim til sín. Spurði hyski hans þá, hvað hann œtti að gera við fiskinn. Gyðingurinn svaraði: — Við skulum sjóða hann og éta, þangað til drottinn veitir okkur betri lífsbjörg. — Og sem þau skáru hann sundur, þá fundu þau perlu inn- an í honum. Sögðu þau Gyðingnum undir eins frá því, en hann beiddi þau gá að, hvort perl- an vœri boruð í gegn, því að þá vœri hún annars eign. En vœri perlan óboruð, þá vœri hún gjöf frá drottni. Var nú perlan skoðuð, og sást þá, að hún var óboruð. Fór því hinn ráð- vandi maður morguninn eftir með hana til eins af brœðrum sínum, er kunni skyn á perlum. Undraðist hann mjög og spurði, hvar hann 68

x

Sólskin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.