Sólskin - 01.07.1967, Side 71

Sólskin - 01.07.1967, Side 71
hefði fengið perluna, en Gyðingurinn svaraði, að hún vœri gjöf fró drottni. Hinn kvaðst halda, að hún mundi vera þúsund silfurpeninga virði, og það vildi hann gefa fyrir hana. Samt réð hann honum til að leita heldurtil annars manns, er hann nafngreindi, því að hann vœri ríkari og hefði betur vit ó perlum. Fór hann því með hana til manns þessa og sýndi honum perluna. Sagði hann: — Hún er sjötíu þúsund silfurpen- inga virði. — Borgaði hann þetta út í hönd, og sendi Gyðingurinn eftir tveimur daglauna- mönnum til að bera fé þetta heim til sín. Á leiðinni kom til hans förumaður og mœlti: — Gef mér dólítið af því, sem guð hefur lótið þér óskotnazt. — Þó sagði Gyðingurinn: — í gœrdag stóð eins á fyrir mér og þér. Taktu og eigðu hélminginn af fé þessu. — Þegar Gyðingurinn var búinn að skipta fénu og hvor um sig hafði sinn part ó milli handa, þó mœlti förumaðurinn: — Eigðu nú sjólfur fé þetta, og fylgi þér guðs blessun. Ég var sendur af drottni til að freista þín. — Guði sé lof og þökk, — svaraði Gyðingurinn. Lifði hann áhy99Íulaus og í allsnœgtum, það sem eftir var œvinnar. 69

x

Sólskin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.