Sólskin - 01.07.1967, Page 73

Sólskin - 01.07.1967, Page 73
eggjum í. Eggin ultu til jarðar og fóru í mola. Kom þá út úr öðru egginu ungur örn, en í hinu lá lítill gullhringur. Örninn óx og óx, unz hann var orðinn á stœrð við mann. Hann skók vœng- ina, eins og vildi hann reyna, hvað þeir þyldu, hóf sig lítið eitt frá jörðu og sagði: — Þú hefur leyst mig úr álögum. Þiggðu af mér í launaskyni hringinn, sem var í hinu egg- inu. Það er óskahringur. Ef þú snýrð honum á fingri þér og óskar þér einhvers um leið, þá mun það þegar rœtast. En það er aðeins ein ósk í hringnum. Þegar þú ert búinn að óska þér hennar, þá missir hringurinn allan undra- mátt og verður að venjulegum hring. Hugsaðu þig þess vegna vel um, áður en þú óskar þér einhvers, svo að þú þurfir ekki að iðrast neins. — Að svo mœltu hóf örninn sig í háa loft, hnit- aði marga og stóra hringa yfir höfði bóndans og sveif svo burt til austurs. Bóndinn tók hringinn, dró hann á fingur sér og hélt heimleiðis. Um kvöldið kom hann til borgar einnar. Þar rakst hann á gullsmið, sem hafði á boðstólum sœg af dýrum hringum. Bóndinn sýndi honum hring sinn og spurði 71

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.