Sólskin - 01.07.1967, Page 84

Sólskin - 01.07.1967, Page 84
Á kvöldin komu þeir þar saman eftir veiði- ferðir, kyntu ból, settust kringum það og störðu inn í eldinn. Veiðimenn sögðu frá viðureign við dýr og frá hœttum, sem þeir höfðu lent í eða sögur af frœknleik sínum. Ættarhöfðinginn talaði þá til œttar sinnar og sagði fyrirœtlanir sínar. Loks var stiginn dans kringum bálið, og þeg- ar rökkrið sígur yfir skóginn og hœðirnar í kring, fljúga neistar Indíánabálsins út í myrkr- ið, flöktandi bjarma slœr á rauðskinnana og dansendurnir œsast með söng og einkennileg- um hljóðum og ópum. Þannig dansa þessi villtu náttúrubörn með hoppi og stökkum, einkennilegum fótaburði, fálmi og ýmsum svipbreytingum, þangað til bálið dofnar og bjarminn hverfur af svœð- inu, þá skreiðist fólkið undir skinntjöldin, en svartamyrkrið og þögnin leggst yfir Indíána- byggðina. Indíánum þykir vœnt um börnin sín. Mœð- urnar annast börnin venjulega, þangað til þau eru fullþroskuð. Mœðurnar bera börnin í skinn- pokum á bakinu, meðan þau eru lítil, en litlu 82

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.