Sólskin - 01.07.1967, Page 86
og sterkustu stúlkurnar, því að þœr eru látnar
vlnna svo mikið. Veikbyggðar og fíngerðar
stúlkur eru lítils metnar.
í öðrum œttum Indíána verða piltarnir að
kaupa stúlkurnar af feðrum þeirra.
Þegar einhver piltur hefur hug á að giftast
stúlku, skreytir hann sig á sem beztan og prýði-
legastan hátt, stígur á bak fallegasta hestin-
um sínum og ríður að tjaldi stúlkunnar, sem
hann hefur augastað á. Svo ríður hann kring
um tjaldið og bíður stundum dag eftir dag,
þangað til stúlkan kemur út. Ef stúlkan vill þá
tala við hann, þýðir það, að hún muni vilja
giftast honum, ef hann geti goldið föður henn-
ar verðið fyrir hana.
Stundum verða piltarnir að greiða tvo hesta
og tylft af skinnum fyrir konuefnið sitt. Og sagt
er frá pilti, sem varð að láta þrettán hross,
tvœr byssur og nokkra lítra af víni fyrir stúlk-
una sína.
Indíánaflokkarnir voru margir og dreifðir
víða um álfuna. Þeir voru mjög ólíkir í siðum
og háttum og töluðu jafnvel svo ólíka tungu,
að þeir skildu ekki hver annan, nema með
táknum og bendingum.
84