Sólskin - 01.07.1967, Page 87
En eitt var sameiginlegt með öllum Indíán-
um. Þeim var áhugamál að verja landið sitt
fyrir hvítu mönnunum, sem komu nú á skip-
um í stórhópum og vildu setjast að á beztu
stöðum landsins, þar sem Indíánarnir höfðu
verið einvaldir frá alda öðli.
Lenti brátt í bardögum milli rauðra og hvítra
manna. Hvorugir skildu mál hinna, og í skiln-
ingsleysi börðust þeir upp á líf og dauða um
landið, sem gat fœtt þá alla og miklu, miklu
fleiri menn.
Indíánum fannst hvítu mennirnir vera að
taka landið sitt í óleyfi, en hvítu mennirnir
töldu sig hafa sama rétt til landsins, eins og
þeir sem fyrir voru. Auk þess litu þeir á Indí-
ána eins og réttlausa villimenn.
Hvítu mennirnir voru miklu betur vopnum
búnir. Þeir voru til dœmis með hið œgilega
vopn, byssuna, og notuðu hana þegar í bar-
daga var komið. Hvítu mennirnir gátu því rek-
ið Indíánana undan sér og hrakið þá af þeim
stöðum, sem bezt var að dvelja á. En rauðu
mennirnir fylltust hatri gegn þessum hvítu yfir-
gangsseggjum og notuðu hvert tœkifœri til
þess að lœðast að hvítu mönnunum.
85