Sólskin - 01.07.1967, Page 93

Sólskin - 01.07.1967, Page 93
Vegamennirnir voru þeir fyrstu, sem sáu ný- virkin hjá skólanum, þegar þeir fóru til vinnu sinnar um morguninn, og urðu nœsta hissa. Þeir voru að finna verkfœrin sín, þar sem þau lágu í hrúgu í gryfjunni, allt öðruvísi en þeir höfðu skilið við þau, þegar verkstjórinn kom að. Hann sagði þeim söguna um það, sem gerzt hafði um nóttina, og bœtti svo við: — Ættum við ekki að fara að dœmi drengj- anna, piltar, og aka ofaníburði í skólaveginn eftir vinnutíma í dag? — Sú tillaga var samþykkt einum rómi. Mömmum skóladrengjanna í Bakkavík fannst þeir eiga óvenjulega erfitt með að vakna á laugardagsmorguninn. Og þó höfðu þeir prýðilegustu lyst á morgunmatnum og flýttu sér eins og þeir œttu lífið að leysa af stað í skólann. Þeir voru hér um bil allir komnir á undan kennaranum og stúlkunum, og nutu þess, að horfa á undrun þeirra yfir nýja veg- inum. Kennarinn vissi ekki hvað hann átti að halda, þegar hann sá breiðan og eggsléttan veg heim að skólanum, í staðinn fyrir grýttan troðning. Hann grunaði þó fljótlega, hvers kyns var, því 91

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.