Fréttablaðið - 07.12.2010, Blaðsíða 6
6 7. desember 2010 ÞRIÐJUDAGUR
WIKILEAKS Fjarskiptafélagið
Hibernia Atlantic er ekki með sér-
stakan viðbúnað þrátt fyrir að lend-
ingarstaðir þess fyrir ljósleiðara
séu á lista bandarískra stjórnvalda
yfir þjóðhagslega mikilvæga staði.
Hibernia Atlantic er í eigu íslenska
félagsins Hibernia
Group, sem aftur er í
meirihlutaeigu Columbia
Ventures, félags Ken-
neths Peterson.
Vefsíðan Wikileaks
birti listann á sunnu-
dag, en á honum er að
finna fjölda fyrirtækja
og starfsemi um heim
allan sem bandarísk
stjórnvöld telja mikil-
væg eigin þjóðarhag, en
eru staðsett fyrir utan
Bandaríkin. Má þar
nefna lyfjaverksmiðjur í
Evrópu og námur í Afr-
íku þar sem unnin eru
efni í rafhlöður. Þá er að
finna á listanum yfirlit
yfir alla helstu lending-
arstaði ljósleiðara sem
tengja Bandaríkin við
umheiminn.
Birtingin hefur verið
gagnrýnd þar sem með
henni sé búið að búa til lista yfir
möguleg skotmörk fyrir hryðju-
verkasamtök sem skaða vilja
Bandaríkin.
Bjarni K. Þorvarðarson, forstjóri
Hibernia Atlantic, tekur undir með
þeim sem gagnrýnt hafa birting-
una. Í gögnum þeim sem birt voru á
Wikileaks eru nefndir landtökustað-
ir sæstrengja Hibernia í Halifax í
Kanada og í Southport í Bretlandi.
„En þetta breytir svo sem engu
fyrir okkur. Allt eru þetta opinber-
ar upplýsingar sem koma fram í
þessu skjali og engin leyndarmál,“
segir hann, en kveður þó um leið
spurningu vakna um hversu mikið
vit sé í að birta á einum stað hvaða
sæstrengir það séu sem halda uppi
alþjóðaviðskiptum og int-
ernetinu.
„Sá sem hefur áhuga
getur vissulega fund-
ið þetta allt út, en það
tæki heillangan tíma. En
þarna er það tekið saman
sem iðnaðurinn hefur af
öryggisástæðum reynt að
gera ekki,“ segir hann og
bætir við að sæstrengir
verði illa girtir af. „Þeir
liggja þarna og eru öllum
aðgengilegir. Það vill
enginn að herþotur fljúgi
yfir þeim í sífellu til að
passa upp á þá og þess
vegna er dálítið óábyrgt,
verður maður að ætla, að
birta allar þessar upplýs-
ingar á einum stað.“
Þó svo að birting þess-
ara upplýsinga breyti
engu hvað starfsemi
Hibernia varðar þá segir
Bjarni að hún veki athygli
á því að huga þurfi að því hvernig
öryggismálum þessara strengja
sem eru hagkerfum heimsins mik-
ilvægir er háttað.
„Fyrir mitt leyti sé ég ekki að
neinum sé í hag að svona skjal sé
birt opinberlega,“ segir Bjarni, en
kveðst um leið hafa fullan skilning
á því að bandarísk stjórnvöld taki
svona skjal saman. „Þeim er mikið
í mun að þessir sæstrengir séu uppi
og óhultir.“ olikr@frettabladid.is
Hibernia Atlantic sæstrengurinn
Segir óábyrgt af Wikileaks
að birta gögn um sæstrengi
Sæstrengir eru á lista bandarískra stjórnvalda yfir þjóðhagslega mikilvægan rekstur utan Bandaríkjanna.
Birting listans er varhugaverð að mati Bjarna K. Þorvarðarsonar, forstjóra Hibernia Atlantic. Hann kveðst
ekki sjá að það sé til hagsbóta að upplýsingar um legu sæstrengja séu teknar saman og birtar opinberlega.
Árið 2007 var Hibernia Atlantic langt komið með undirbúning þess að
tengja Ísland með ljósleiðara við ljósleiðara félagsins sem liggur milli Kan-
ada og Bretlands. Þær ráðagerðir voru hins vegar aflagð-
ar þegar íslensk stjórnvöld ákváðu að ráðast í lagningu
sæstrengs til Danmerkur.
Hibernia Atlantic er dótturfélag Hibernia Group sem
skráð er á Íslandi. Það félag er að 85 prósentum í eigu
Columbia Ventures. Bjarni K. Þorvarðarson, forstjóri
Hibernia Atlantic, segir félagið ganga vel, en árlegur
vöxtur hafi numið 40 til 50 prósentum síðustu ár. Hann
segir að þótt rekstrarumhverfið hér á landi hafi ekki
verið til trafala til þessa vakni æ oftar spurningar um
staðsetningu móðurfélagsins á Íslandi. „Fjármagnsflutn-
ingar eru orðnir miklu erfiðari,“ segir hann og telur óvíst
að félaginu yrði valinn staður á Íslandi ef verið væri að
stofna það í dag. Þá áréttar hann að ekki standi fyrir dyrum flutningur af
landi brott, í það minnsta ekki strax. „En ef það rætist ekki úr með fjár-
magnsflutninga og erlendum aðilum gert kleift að eiga svona fyrirtæki á
Íslandi, þá verður þetta fyrirkomulag ekki til langframa.“
Fara ef fjármagnshöft verða viðvarandi
Strengir Hibernia Atlantic
Hér má sjá legu sæstrengja
Hibernia beggja vegna
Atlantsála. Brotalínan frá
Íslandi sýnir hvar eitt sinn
var fyrirhugað að leggja
streng héðan.
Sá sem hefur
áhuga getur
vissulega fundið
þetta allt út
en það tæki
heillangan tíma.
En þarna er það
tekið saman
sem iðnaðurinn
hefur af öryggis-
ástæðum reynt
að gera ekki.
BJARNI K.
ÞORVARÐARSON
FORSTJÓRI
HIBERNIA ATLANTIC
BJARNI K.
ÞORVARÐARSON
SAMFÉLAGSMÁL „Hann getur auð-
vitað kært konurnar fyrir rangar
sakagiftir, en það hefur engan til-
gang,“ segir Brynjar Níelsson lög-
fræðingur. Gunnar Þorsteinsson
leitaði til Brynjars um ráð vegna
ásakana um kynferðislega áreitni.
„Konurnar eru að lýsa upplifun
sinni á löngu liðnum atburðum,
sem verða ekki upplýstir með
góðu móti í dag.“
Brynjar segir engin góð úrræði
séu fyrir Gunnar og hver sem er
geti lent í að vera borinn sökum
og málið eigi rætur að rekja til
deilna innan Krossins.
„ Þetta eru
l í k a ó l j ó s -
ar ásakanir,“
segir Brynj-
ar. „Sumar, þó
sannar gætu
verið, eru ekki
endilega refsi-
verðar. Mér
finnst ógeðfellt
að ásaka mann,
sem getur ekki
varið sig, 25 árum síðar.“
Brynjar segir framsetningu
ásakananna gera frásagnir
kvennanna tortryggilegar.
„Ef það er brotið gegn þér þá
tekurðu annaðhvort ákvörðun
um að láta kyrrt liggja eða kæra.
Þær voru nú engin smábörn þegar
þetta átti að hafa átt sér stað,“
segir Brynjar. Hann bendir á að
þær ásakanir sem Gunnar hefur
orðið fyrir, svo sem þukl, káf,
faðmlög og kossar teljist vart til
alvarlegra kynferðisbrota. „Lýs-
ingar benda ekki til þess að þetta
séu mjög alvarleg brot. Það fer
vissulega eftir aðstæðum, en
almennt séð teljast þetta til væg-
ustu gerðar kynferðisbrota ef þau
teljast það á annað borð.“ - sv
Gunnar Þorsteinsson leitaði til Brynjars Níelssonar vegna ásakana um áreitni:
Enginn tilgangur með kæru
BRYNJAR NÍELSSON
WIKILEAKS „Ég hef bæði haft samband við ríkislög-
reglustjóra og embætti saksóknara, rætt við menn
og leitað ráða. Svo ætla ég að hafa samband við kín-
verska sendiráðið og láta þá vita að ég hafi ekki ásak-
að þá um neinar njósnir,“ segir Kári Stefánsson, for-
stjóri og stofnandi Íslenskrar erfðagreiningar, ÍE.
Fram kom í gögnum frá bandaríska sendiráðinu
hér til bandaríska utanríkisráðuneytisins í Washing-
ton sem Wikileaks komst yfir og Fréttablaðið birti
um síðustu helgi að Kínverjar séu taldir stunda hér
iðnnjósnir, einkum á sviði erfðavísinda og líftækni.
Kári sagði í samtali við Fréttablaðið í gær starfs-
fólk ÍE hafa leitað að grunsamlegu útflæði á gögnum
úr tölvukerfi fyrirtækisins en ekkert fundið. Engin
merki um innbrot fundust í gær.
Kári segir að sökum þeirra viðkvæmu upplýs-
inga sem ÍE búi yfir verði engu að síður að fara fram
rannsókn á meintum njósnum. „Ég þarf að láta [kín-
verska sendiráðið] vita að ég hafi ekkert í höndunum
annað en skjöl sem segi að þeir hafi verið að njósna,“
segir hann og áréttar að þótt engin merki um grun-
samlegt athæfi hafi fundist þýði það ekki að ekkert
hafi átt sér stað. - jab
ÚR RANNSÓKNARSTOFU ÍE Þótt engar vísbendingar finnist um
meintar njósnir Kínverja er ekki þar með sagt að þær hafi ekki
átt sér stað, segir forstjórinn Kári Stefánsson. Fyrirtækið býr yfir
mjög viðkvæmum upplýsingum í erfðafræði. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Kári Stefánsson segir Kínverjum að hann ætli að láta kanna grun um njósnir:
Ekkert bendir til gagnastulds
VIÐSKIPTI Við stefnum að því að
geta byrjað að greiða hluta kröfu-
hafa fyrir lok árs 2011,“ segir
Árni Tómasson, formaður skila-
nefndar Glitnis.
Á kröfuhafafundi skilanefnd-
ar og slitastjórnar bankans á
fimmtudag kom fram að búið
er að taka afstöðu til 95 prósent
krafna í bankann.
Glitnir á 250 milljarða króna
af handbæru fé. Árni telur að í
kringum 200 milljarðar verði
greiddir út í fyrsta áfanga til
hluta þeirra sem eiga forgangs-
kröfur og almennar kröfur. Þetta
jafngildir í kringum átta prósent-
um af heildarkröfum. - jab
Gamli Glitnir á 250 milljarða:
Stefna á fyrstu
greiðslu eftir ár
FRÁ FUNDI KRÖFUHAFA Skilanefnd
Glitnis á 250 milljarða króna af hand-
bæru fé. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
LÖGREGLUMÁL Maðurinn sem lög-
reglan á höfuðborgarsvæðinu
handtók í fyrrinótt eftir að hann
hafði verið á veitingahúsi vopn-
aður riffli var látinn laus að lokn-
um yfirheyrslum í fyrrakvöld.
Þegar maðurinn var handtek-
inn reyndist riffillinn hlaðinn
auk þess sem hann var með skot-
færi á sér. Maðurinn ógnaði þó
engum. Hann er einnig grunaður
um að hafa ætlað að selja fíkni-
efni, sem fundust í fórum hans.
Riffilmanninum sleppt:
Grunaður um
sölu fíkniefna
Á að heimila aukinn innflutn-
ing á kjúklingi?
JÁ 51,4%
NEI 48,6%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Eiga íslensk stjórnvöld að rann-
saka meintar njósnir Kínverja
hér á landi?
Segðu þína skoðun á visir.is
ALÞINGI Vigdís Hauksdóttir Fram-
sóknarflokki hefur lagt fram
breytingatillögu við eigin tillögu
um þjóðaratkvæðagreiðslu um
aðildarviðræður Íslands og ESB.
Vigdís lagði fyrst til að
atkvæðagreiðslan færi fram sam-
hliða kosningunni til stjórnlaga-
þings. Það stangaðist á við lög
um þjóðaratkvæðagreiðslur. Að
teknu tilliti til þeirra vill Vigdís
nú að atkvæðagreiðslan fari fram
eigi síðar en 28. maí. - bþs
Leggur til breytingu á tillögu:
Kosið verði um
ESB viðræður
fyrir lok maí
KJÖRKASSINN