Fréttablaðið - 07.12.2010, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 07.12.2010, Blaðsíða 32
 7. desember 2010 ÞRIÐJUDAGUR24 Úthlutað hefur verið 59 styrkjum úr Þjóðhátíðarsjóði vegna verkefna ársins 2011 en hlutverk sjóðsins er að vernda og varðveita menningarverðmæti sem núlifandi kynslóð hefur fengið í arf. Meðal þeirra verkefna sem náð hlutu fyrir stjórn sjóðs- ins eru þættir um sögu Ríkisútvarpsins í tilefni af áttatíu ára sögu þess, uppbygging fræðaseturs í Þistilfirði sem til- einkað er forystufé, skönnun mynda úr safni Jóns Kaldals ljósmyndara og opnun netaðgangs að þeim og gagnasöfnun og skráning á íslensku táknmáli. Skráning og varðveisla tónverka, heimilda, örnefna og ýmissa fornminja er styrkt af sjóðnum. Má nefna endurgerð Hrunaréttar, hljóðritun viðtala við konur sem unnu við iðnað á Akureyri á síðustu öld og skráning heimilda um heiðarbýlin á Vopnafjarðarör- æfum. - gun Myndir, örnefni, tónverk og viðtöl ÚTHLUTUNARATHÖFN Ánægðir styrkþegar og stjórn Þjóðhátíðarsjóðs. MYND/ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ/JÓHANNA BERGMANN Jólatónleikar Léttsveitar Reykjavíkur verða haldnir í Bústaða- kirkju í kvöld, annað kvöld og á fimmtudagskvöldið og hefjast þeir allir klukkan 20. Á þessum tónleikum koma fram með Léttsveitinni þær Sigríður Thorlacius og Hildigunnur Ein- arsdóttir. Á dagskrá verða gömul og ný jólalög. Hluti af dags- skránni verður helgaður minningu Eyglóar Eyjólfsdóttur sem lést í september síðastliðnum. Hljóðfæraleikur er í höndum Aðalheiðar Þorsteinsdóttur píanóleikara, Tómasar R. Einarssonar bassaleikara og Kjart- ans Guðnasonar trommuleikara. Miðaverð er 3.000 krónur og eru miðar til sölu í síma 897-1885, á lettsveit@lettsveit.is. Tónar Léttsveitar LÉTTSVEIT REYKJAVÍKUR Verður með tónleika í Bústaðakirkju í kvöld, á morgun og á fimmtudag. Kristjana Höskuldsdóttir í Melaleiti andaðist sunnudaginn 5. desember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Jón Kr. Magnússon Solveig K. Jónsdóttir Sigurður Á. Þráinsson Salvör Jónsdóttir Jón Atli Árnason Áslaug Jónsdóttir Vilhjálmur Svansson Védís Jónsdóttir Jón Erlingur Jónasson og barnabörn. Elskuleg móðir okkar og amma, Hulda Alda Daníelsdóttir, Funalind 7, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi föstudaginn 3. desember. Jarðarförin fer fram þriðjudaginn 14. desember kl. 13.00 frá Hjallakirkju í Kópavogi. Anna H. Guðmundsdóttir Sigurður A. Guðmundsson Hans Erik Dyrlie Elskulegur eiginmaður minn, bróðir okkar og mágur, Friðþjófur Valgeir Óskarsson, Hátúni 10a, Reykjavík, lést að morgni þriðjudagsins 30. nóvember á Landspítalanum við Hringbraut. Útförin mun fara fram í kyrrþey að ósk hins látna. Magnea Ósk Óskarsdóttir Helga Óskarsdóttir Stella Gróa Óskarsdóttir Guðmundur Sigurjónsson Sigþór Óskarsson Hjördís Lúðvíksdóttir Móðir okkar, tengdamóðir og amma, Unnur Benediktsdóttir, lést á Hjúkrunarheimilinu Eir, laugardaginn 4. desember sl. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 10. desember kl. 13.00. Birgir Guðjónsson Sigþrúður Guðmundsdóttir Sonja S. Guðjónsdóttir Birgir Guðlaugsson Arnar Birgisson Kirstine Nellemann Jensen Steinar Birgisson Snæfríður D. Björgvinsdóttir Grétar Birgisson Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Björn E. Kristjánsson, fyrrverandi lögregluvarðstjóri, lést miðvikudaginn 1. desember á Dvalarheimilinu Hrafnistu í Reykjavík. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskapellu föstudaginn 10. desember kl. 15.00. Axel Björnsson Hrefna Kristmannsdóttir Aðalheiður Björnsdóttir Jensen Poul Jensen barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir mín, Sigríður María Sigurðardóttir, Stigahlíð 20, Reykjavík, lést þann 24. nóvember sl. Útför hennar fer fram frá Háteigskirkju miðvikudaginn 8. desember nk. kl. 13.00. Hanna Þórarinsdóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Jóhanna Þórunn Emilsdóttir, frá Lækjarmótum, Borgarbraut 1, Borgarnesi, verður jarðsungin frá Fáskrúðarbakkakirkju fimmtudaginn 9. desember kl. 14.00. Veronika Kristín Guðbjartsdóttir Jóhannes Þórarinsson Þóra Kristrún Guðbjartsdóttir Guðjón Gunnarsson Erla Guðrún Guðbjartsdóttir Magnús Kristjánsson Helgi Þröstur Guðbjartsson Inga Sigríður Ingvarsdóttir ömmu- og langömmubörn. Elskulegi stjúpfaðir minn, afi, langafi og bróðir, Árni Árnason Furugrund 68, Kópavogi, sem lést mánudaginn 29. nóvember, verður jarðsunginn frá Digraneskirkju fimmtudaginn 9. desember kl. 15.00. Örn Vilmundarsson Kristín G. Arnardóttir Kristófer Jóhannesson Theodóra Dröfn Skarphéðinsdóttir Eydís Anna Kristófersdóttir Viktor Jóhannes Kristófersson Sigurjón G. Arnarson Árný Ösp Arnardóttir Björg Árnadóttir Friðrik Árnason Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, Unnur Jónasdóttir, Sjafnargötu 7, Reykjavík, andaðist á líknardeild Landakotsspítala miðvikudaginn 1. desember. Útför hennar fer fram frá Hallgrímskirkju föstudaginn 10. desember kl. 13.00. Fríða Hermannsdóttir Gunnar Birgisson Valur Snær Gunnarsson Unnur Björk Gunnarsdóttir Elsa Lilja Gunnarsdóttir Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, Sigurðar Sigurðssonar, Hamrahlíð 30, Vopnafirði. Friðdóra Sigtryggur Sigurður Greta Marín Gerður Jóhanna Edna Dóra, Árbjört, Tryggvi Snær, Per, Steinar, Torbjørn Angel, Ylfa Rós. Skreyttu elsta jólatré landsins TRÉ SKREYTT LYNGI Það er hátíðleg stund þegar elsta jólatré landsins er skreytt lyngi og greinum. Elínborg Guðmundsdóttir, Hildur Hákon- ardóttir, Guðborg Aðalsteinsdóttir, Auðbjörg Guðmundsdóttir og Guðrún Tryggvadóttir leggja mikla alúð við verkið. Elsta jólatré landsins er í Húsinu á Eyrarbakka. Tréð var smíðað árið 1873 af Jóni Jónssyni, bónda á Þverspyrnu, fyrir Kamillu Briem, prestfrú í Hruna. Tré af slíkri stærð hentaði aðeins efnaðri fjölskyldu sem bjó við rúm húsakynni, enda var ráð fyrir því gert að dansað væri í kringum tréð sem er tæpur metri á hæð með 38 pílum sem stungið er í tré- stofninn. Lyngi er stungið í þar til gerð göt á pílunum og kerti sett á endana. Fjölmörg önnur jólatré eru til sýnis í Húsinu og sýna vel þá þróun sem orðið hefur í jólatrjáaeign Íslendinga.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.