Fréttablaðið - 07.12.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 07.12.2010, Blaðsíða 8
8 7. desember 2010 ÞRIÐJUDAGUR 1. Hvaða bók er sagt að þrjátíu erlend forlög bítist nú um að gefa út í Evrópu? 2. Frá hvaða landi er suðuramer- íski pilturinn sem gert er að yfirgefa föður sinn og fara frá Íslandi? 3. Hver var bassaleikari hljóm- sveitarinnar Rifsberja? SVÖR 1. Martröð millanna eftir Óskar Hrafn Þorvaldsson. 2. Úrúgvæ. 3. Tómas M. Tómasson. 0,20% 0,25% 2,90% S 24 E R Í EI G U B Y R S Samanburður debetreikninga* PARÍS Dómstóll í París hefur úrskurðað að bandaríska flugfé- lagið Continental Airways beri ábyrgð á því að hin hljóðfráa Concorde-farþegaþota sem fórst í flugtaki frá París árið 2000. Aðskotahlutur á flugbrautinni gerði gat á eldsneytisgeyma Concorde. Sjóðheitur útblástur úr mót- orum þotunnar kveikti í elds- neytinu og hún var með langan eldhala á eftir sér þegar hún fór í loftið. Vélin hrapaði skömmu síðar þegar hún reyndi að nauðlenda á öðrum flugvelli. Aðskotahlut- urinn á flugbrautinni reyndist vera úr flugvél frá Continental. Með Concorde fórust 100 farþegar, níu manna áhöfn og fjórir á jörðu niðri. - ót Flugslys Concorde árið 2000: Continental ber ábyrgð á slysinu KJARAMÁL Það er á ábyrgð stjórn- valda að sjá til þess að kjör sjómanna skerðist ekki þó að sjómannaafslátt- urinn verði afnuminn.Þetta kemur fram í ályktun nýafstaðins þings Sjómannasambands Íslands. Afnámi afsláttarins er harðlega mótmælt og ákvörðunin sögð aðför að sjómönnum. Er þess krafist að stjórnvöld ræði við útgerðarmenn um fyrirkomulag sjómannaafslátt- arins og kostnaðarskiptingu milli ríkis og útgerða. Því er hafnað að sjómönnum sé ætlað að sækja á útgerðina um bætur. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra, fær að finna til tevatns- ins hjá sjómönn- um. Er hann sagður lítilsvirða sjómenn ítrekað með því að leita ekki eftir áliti samtaka þeirra þegar fjallað er um málefni sjáv- arútvegsins, hugmyndum hans um að svipta sjómenn aflaheimildum er alfarið hafnað, skorað er á hann að hætta við að banna dragnótaveið- ar og ákvörðun hans um frjálsar rækjuveiðar er mótmælt. Sjómenn minna stjórnvöld á skýrslu nefndar til að ná meiri sátt um stjórnkerfi fiskveiða. „Ekki verður séð á athöfnum stjórnvalda að mark eigi að taka á ábendingum nefndarinnar. Þvert á móti virðist sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra leggja sig fram um að hunsa meirihlutaálit nefndarinnar,“ segir í ályktun. Þá leggur Sjómannasambandið áherslu á að afdráttarlaust ákvæði um þjóðareign á náttúruauðlindum verði fært í stjórnarskrá. - bþs Sjómenn segja afnám sjómannaafsláttar aðför að sér og vilja aðgerðir stjórnvalda: Sjái til þess að kjörin skerðist ekki SÆVAR GUNNARSSON MENNTUN Danir bera verulega skarðan hlut frá borði í samstarfi Norðurlanda í háskólanámi. Sam- kvæmt frétt á danska vefnum A4 nemur vergur kostnaður danska ríkisins við nám norrænna háskóla- nema um 6.800 milljónum íslenskra króna. Menntamálaráðherra Íslands segir sátt ríkja um málefnið á vett- vangi Norðurlandaráðs. Þessi upphæð á við skólaárið 2008 til 2009, en þá voru 5.146 nemend- ur frá Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Íslandi við nám í Danmörku. Á meðan voru einungis 538 Danir við nám annars staðar á Norður- löndum. Kostnaður Dana við þetta sam- vinnuverkefni nemur alls rúmum átta milljörðum íslenskra króna en 1,2 milljarðar koma til mótvægis frá Norrænu ráðherranefndinni. Í frétt A4 er rætt við Danann Mogens Jensen sem er formaður menningar- og menntamálanefnd- ar Norðurlandaráðs og segir hann að þótt samnorrænt samstarf í háskólamálum sé mikilvægt verði að skoða málið betur í ljósi þessa. „Danmörk ver miklum fjármun- um til þessa og það er ekki verjandi til langs tíma.“ Katrín Jakobsdóttir, mennta- málaráðherra og samvinnuráð- herra Norðurlanda, segir í samtali við Fréttablaðið að almennt hafi verið mikil ánægja með samstarf norrænna þjóða í háskólamálum og vísindamálum. „Öll Norðurlöndin hafa undir- ritað samkomulag um að við séum saman eitt háskólasvæði og nor- rænt samstarf hefur að undanförnu snúist að mestu um að tryggja það að borgararnir geti farið á milli hindranalaust.“ Katrín segir að þessi mál hafi ekki komið inn á sitt borð og ekkert þessu tengt hafi verið rætt meðal menntamálaráðherranna á nýliðnu Norðurlandaráðsþingi. Hún segir þó að engum þurfi að dyljast sú staðreynd að Ísland hafi fengið mun meira út úr þessu sam- starfi en lagt hafi verið til. „Þetta mál hefur hvorki verið tekið upp í milliríkjasamskiptum okkar við Dani né á formlegum vettvangi menntamálaráðherra Norðurlandanna. Hins vegar veit ég að menntamálanefnd Norður- landaráðs hefur verið að fara yfir þessar tölur og skoða málið heild- stætt.“ Katrín segir að ekki sé útilokað að málið verði tekið upp næst þegar ráðherrar hittast, en ekkert hafi verið ákveðið eins og er. thorgils@frettabladid.is Danir hafa áhyggjur af námskostnaði Danir eyða tæpum sjö milljörðum íslenskra króna í norræna háskólanema. Um 1.100 íslenskir nemend- ur eru í Danmörku á móti 36 dönskum á Íslandi. Kostnaður Dana við norrænt háskólasamstarf Danir vekja athygli á misræmi í útgjöldum Dana og hinna Norðurlandaþjóðanna. Upplýsingar hér að neðan gilda um námsárið 2008-2009 og upphæðir eru í íslenskum krónum. Norrænir háskólanemar í Danmörku 5.176 Þar af Íslendingar 1.120 Danskir háskólanemar á Norðurlöndum 538 Þar af á Íslandi 36 Útgjöld danskra stjórnvalda vegna norrænna nema 8.043 milljónir Mótframlag frá Norrænu ráðherranefndinni 1.200 milljónir Mismunur 6.843 milljónir Heimild: Ugebrevet A4 FRÁ ÁRÓSUM Fjölmargir háskólanemar frá Norðurlöndum sækja sér menntun í Árós- um. Kostnaður danska ríkisins vegna norrænna nema vex mörgum í augum. FRÉTTABLAÐIÐ/ÞORGILS ALÞINGI Sex þingmenn Framsókn- arflokksins vilja að lögum verði breytt svo fleiri hreyfihamlaðir fái notið styrkja til bílakaupa og -reksturs. Hreyfihamlaðir geta fengið styrk vegna bíls ef þeir eða annar heimilismaður hefur bílpróf. Vilja flutningsmenn að lögin verði rýmkuð svo foreldrar eða ættingjar geti fengið bílastyrk vegna hreyfihamlaðs. Heimilislæknir og félagsmála- stjóri veiti staðfestingu á réttmæti styrksins. - bþs Lög um bílakaup verði rýmri: Vilja bæta líf hreyfihamlaðra ALÞINGI Vegna þess hve samnings- umleitanir í Icesave-málinu eru langt á veg komnar munu íslensk stjórnvöld ekki senda Eftirlits- stofnun EFTA (ESA) formleg andmæli vegna álits stofnunar- innar á Icesave- málinu áður en frestur til þess rennur út á miðnætti í kvöld. „Ég held að það sé mikil- vægt að gefa samningsumleit- unum tækifæri,“ sgði Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskipta- ráðherra, á Alþingi í gær. Hann sagðist hafa verið í sam- bandi við Per Sanderud, forseta ESA, til þess að greina honum frá því að formlegt svar verði ekki sent til stofnunarinnar í dag. Hins vegar sagðist Árni Páll ætla að setja sig í samband við ESA á morgun til þess að fara yfir stöðu málsins. Ráðherrann sagði að engin svör yrðu send til ESA nema þau hefðu áður verið kynnt utan- ríkismálanefnd Alþingis. ESA úrskurðaði að íslensk stjórnvöld hefðu gerst brotleg við EES- samninginn í Icesave-málinu. Í dag rennur út fresturinn til þess að andmæla þeirri niðurstöðu með lögfræðilegum rökstuðn- ingi. - pg Vill meiri tíma í samningsumleitanir vegna Icesave: Formlegt svar verður ekki sent til ESA í dag ÁRNI PÁLL ÁRNASON VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.