Fréttablaðið - 07.12.2010, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 07.12.2010, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDAGUR 7. desember 2010 19 Ég man ekki hvort ég las eða heyrði einhverntíma stutta sögu sem ég hef síðan haldið upp á. Hún er um þjóðflokk sem bjó í hrjóstrugu þorpi við árbakka. Hinum megin árinnar var grös- ugt og gjöfult en í ánni voru kvik- indi sem engu eirðu, svo að enginn reyndi að komast yfir, þó að vel- sældin þar hafi blasað við. Þannig leið og beið í eymdinni þar til maður birtist sem ákvað að synda yfir og festa taug milli árbakkanna svo að allir kæmust klakklaust yfir. Á leiðinni réðust kvikindin á hann, en hann komst alla leið, tókst að festa kaðalinn, en hné svo niður örendur. Fólkið í þorpinu var harmi lost- ið yfir afdrifum mannsins sem fórnaði lífi sínu fyrir það. Enginn nýtti sér taugina til að fara yfir ána. Næstu kynslóð- ir sögðu afkomendum sínum frá hetjunni sem vildi frelsa þau. Kostir hans voru tíundaðir, mikil- vægi hans fyrir mannkynið allt, ritaðar bækur um hann og reistir minnisvarðar og musteri. En kaðallinn er enn á sínum stað. Óhreyfður. Að vera frjáls Vísast er þessi saga orðuð á annan hátt og betri, en svona man ég hana. Þetta er inntakið, og hún kemur jafnan upp í hugann þegar dregur að jólum. Fæðingarhátíð frelsarans. Ég er hreint ekki viss um að hann myndi kannast við sig í hinum ýmsu útgáfum af því sem hann á að hafa sagt og gert. Að ekki sé talað um tilburði þeirra sem segjast tala í hans nafni. Og frá hverju frelsar hann okkur, þegar öllum umbúðum og orðskrúði er sleppt? Hvert er erindi hans við okkur? Er líklegt að maður sem segir: „Sá yðar sem syndlaus er“, kasti fyrsta steininum, sé með synda- svipu til hægri og vinstri, svipu sem hefur verið nýtt óspart gegnum aldirnar, sem tæki til að stjórna og stýra öðru fólki, og halda því niðri. Gjarnan að geð- þótta þröngsýnna og fordóma- fullra einstaklinga, sem komu sér fyrir innan kirkjunnar vegna valdsins. Er það líklegt að maður sem segir: „Keisarans það sem keisar- ans er og guði það sem guðs er” hafi verið vandlætari? Og hvað á hann við þegar hann segir að sannleikurinn geri mann frjálsan? Það skilur hver á sinn hátt. Hann kom með fyrirgefning- una, og hún gerir mann sannar- lega frjálsan, og kærleikann, sem öllu breytir. Ég held að erindi hans hafi verið að frelsa okkur frá okkur sjálfum, eins og ég hef áður skrifað í pistli hér. Frelsa okkur frá öfundinni, reiðinni, óheilind- unum, lyginni, afbrýðiseminni. Öllu þessu sem fjötrar okkur. Við erum ekki frjálsar manneskjur meðan við látum stjórnast af þess- um hvötum. Sannleikurinn sem gerir okkur frjáls er okkar val. Spennandi gjafir Þó að tilefni jólanna sé fæð- ing frelsarans, snýst aðdragandi hennar að mestu um að lýsa upp skammdegið með hvers kyns við- burðum, uppákomum og fjöl- skyldugleði. Svo eru það jólagjaf- irnar. Mikil heilabrot eru víða varðandi val á gjöf sem gleður viðtakandann og alltaf heilmikil stemning í kringum það. En það eru til alls konar gjafir. Ung og klár kona sem ég þekki segist vera orðin svolítið leið á þessu pakkaflóði, þar sem ein gjöfin er rifin upp af annarri og varla staldrað við neitt. „Af hverju gefum við ekki tíma og samveru núna, þegar allir eru á þönum og samvistir fjölskyldu og vina eru rýrari en vilji stend- ur til?“ spurði hún, og bætti svo við: „Til dæmis kort með loforði um heilan laugardag sem barn eða unglingur má ráðstafa, eða kort með tillögu um þriggja tíma samveru sem notuð væri í sund, gönguferð og ís á eftir. Ef hug- myndaflugið er virkjað, má áreið- anlega finna upp ógleymanleg- ar samverugjafir. Nú og svo geta stálpuð börn og unglingar gefið foreldrum sínum tiltekt á heimil- inu í tíu daga! Það væri ekki ónýt gjöf.“ Ég tek undir með þessari ungu konu. Notum hugmyndaflugið. Hvert er erindið? Jónína Michaelsdóttir blaðamaður Í DAG Ég held að erindi hans hafi verið að frelsa okkur frá okkur sjálfum Niðurskurður á leik- skólum Reykjavíkur Leikskólar borgarinnar eru nú þegar reknir við afar þröngan kost og er frekari niðurskurð- ur ógn við rekstur þeirra og faglegt starf. Starfsfólk leikskóla hefur nú þegar bent á að niðurskurður s.l. ára bitni á faglegu starfi innan leik- skólanna eins og kom fram í yfirlýs- ingu þeirra í vor. Að sama skapi hafa Börnunum okkar borist ábending- ar frá foreldrum um afleiðingar nið- urskurðar í starfi skólanna. Við lýsum yfir áhyggjum okkar af hugmyndum um sameiningu leikskóla og sam- rekstur leik- og grunnskóla og frí- stundaheimila. Við höfum áður lýst yfir áhyggjum okkar um að það aukna álag sem hefur skapast á starfsfólk geti leitt til þess að við missum það úr starfi. Nú er fyrirhugað að auka álag enn frekar innan leikskólanna með því að taka kjölfestuna úr starfi leikskóla, leikskólastjóranna. Samruni mun leiða til þess að stöður leikskólastjóra og aðstoðar- leikskólastjóra verði lagðar niður í núverandi mynd. Leikskólar borgarinn- ar eru annað og meira en stofnanir. Þeir eru annað heimili sex þúsund reykvískra barna. Leikskólar Reykjavíkurborg- ar eru afurð ára- tuga metnaðarfullr- ar vinnu starfsfólks þeirra, með leikskóla- stjóra þar fremsta í flokki. Leikskóla- stjórar borgarinnar eru kjölfesta hvers skóla. Góðir stjórn- endur skapa góðan vinnuanda sem leiðir til ánægðs starfsfólks, sem stuðlar að öruggu og jákvæðu umhverfi fyrir börnin okkar. Samtök foreldra- félaga hafa þungar áhyggjur af fram- vindu mála í leik- skólum borgarinnar. Börnin eiga að vera fremst í forgangsröð borgarinnar og þess er kraf- ist að leitað verði allra leiða til að ná fram fyrirhuguðum niðurskurði með niðurskurði á öðrum sviðum. Leikskólar Edda Björk Þórðardóttir form. Barnanna okkar – Samtaka foreldrafélaga leikskóla Leikskólar Reykjavíkur- borgar eru afurð áratuga metnaðar- fullrar vinnu starfsfólks þeirra, með leikskóla- stjóra þar fremsta í flokki. Framtíðarreikningur – gjöf til framtíðar Þegar keypt er gjafabréf fyrir 4.000 kr. eða meira á Framtíðarreikning barns fylgir bókin Jóla- sveinarnir 13 með. Gjafabréf á Framtíðar- reikning er tilvalin jólagjöf fyrir ættingja og aðra sem vilja gefa jólagjöf sem vex með barninu. Þú getur gengið frá gjafabréfi á Framtíðarreikning og nálgast jólabókina í næsta útibúi Arion banka.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.