Fréttablaðið - 08.12.2010, Síða 6
6 8. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR
DÓMSMÁL Tannlæknir á Suðurnesj-
um hefur verið ákærður fyrir að
svíkja rúmar 129 þúsund krónur
út úr Tryggingastofnun (TR) með
því að hafa rukkað fyrir tannvið-
gerðir sem hann ekki vann. Málið
var þingfest fyrir Héraðsdómi
Reykjaness í fyrradag. Verjandi
mannsins, Gestur Jónsson hrl.,
segir málatilbúnað undarlegan
og hefur gert kröfu um að málinu
verði vísað frá dómi.
Þingfesting málsins á sér lang-
an aðdraganda. TR kærði tann-
lækninn til lögreglu fyrir trygg-
ingasvik árið 2006. Mikið var
fjallað um málið í fjölmiðlum og
var jafnvel talið, samkvæmt upp-
lýsingum sem þeim voru veittar,
að svikin næmu allt að 200 millj-
ónum króna síðustu þrjátíu ár,
uppreiknað til nóvember 2007.
Samkvæmt ákærunni sem þing-
fest hefur verið er tannlæknin-
um gefið að sök á hafa á árunum
2003 til 2006 svikið út rúmar 129
þúsund krónur vegna 34 tann-
viðgerða í ellefu einstaklingum.
Sjúkratryggingar Íslands gera
einkaréttar kröfu í málinu um að
tannlækninum verði gert að endur-
greiða mest ríflega 23 milljónir
króna en minnst 129.412 krónur.
Þá tóku forráðamenn Sjúkra-
trygginga Íslands þá ákvörðun
fimm vikum áður en tannlæknin-
um var birt ákæran að ekki yrði
um að ræða frekari endurgreiðslur
frá stofnuninni vegna tannlæknis-
verka hans.
„Þessi 23 milljóna króna krafa
er ekki studd neinum haldbærum
rökum, heldur áætluð út í loftið.“
segir Gestur Jónsson hæstaréttar-
lögmaður, verjandi tannlæknisins.
„Rannsóknin er búin að taka rúm
fjögur ár og starfsmenn kæranda
hafa opinberlega sakað tannlækn-
inn um stórfelld fjársvik. Eftir öll
þessi ár telur lögreglan, eftir að
dómkvaddur sérfræðingur hafði
skoðað umrædda sjúklinga, að
ekki sé unnt að sjá merki um tann-
viðgerðir fyrir rúmar hundrað
þúsund krónur. Alvarlegast er
þó að ákæra er gefin út án þess
að undir tannlækninn hafi verið
bornir þeir reikningar sem haldið
er fram að hann hafi framvísað
ranglega. Hann telur sig hafa full-
nægjandi skýringar á þeim öllum.
Séu sakar giftir ekki bornar undir
sakborning er mál ekki fullrann-
sakað og svo er í þessu tilviki.“
Gestur segir að tannlæknir á
vegum landlæknis hafi skoðað
tannviðgerðir sjúklinganna árið
2006. Sá hafi staðfest að minnsta
kosti fimm viðgerðanna sem nú er
sagt að vanti.
„SÍ skrifuðu ráðherra bréf 4.
nóvember þar sem sagt er frá því
að búið sé að ákæra tannlækninn.
Þar til í síðustu viku vissi hvorki
ég né hann að ákæra hefði verið
gefin út.“ jss@frettabladid.is
DÓMSMÁL „Í júlí síðastliðnum gaf
Lögreglustjórinn á Suðurnesj-
um Sjúkratryggingum Íslands
kost á því að koma á framfæri
einkaréttarkröfu vegna meintra
afbrota tannlæknisins,“ segir
Steingrímur Ari Arason, for-
stjóri Sjúkratrygginga Íslands.
„Í framhaldinu lagði SÍ fram
skaðabótakröfu byggða á meint-
um auðgunarbrotum tímabilið
2003 til 2010. Krafa SÍ er byggð
á umfangi reikningsgerðar tann-
læknisins þessi ár vegna tann-
viðgerða sem falla undir sjúkra-
tryggingarnar.“
Steingrímur Ari segir SÍ hafa
stöðvað þátttöku sjúkratrygg-
inga í kostnaði vegna tannlækn-
inga tannlæknisins frá 1. október
síðastliðnum á þeirri forsendu að
hann uppfylli ekki sett skilyrði
samkvæmt reglugerð sem tekið
hafi gildi 15. september 2010.
„Með öðrum orðum, stöðvun
greiðsluþátttökunnar hefur það
eitt með ákæruna að gera að
byggt er að hluta til á sömu upp-
lýsingum, það er matsgerð dóm-
kvadds sérfræðings í tannlækn-
ingum frá 12. júlí 2010,“ útskýrir
Steingrímur Ari. „Hún staðfest-
ir að tannlæknirinn hafi krafið
sjúklinga sína um greiðslur fyrir
viðgerðir sem ekki hafa verið
framkvæmdar.“
Ekki náðist í Reyni Jónsson
tryggingatannlækni hjá Trygg-
ingastofnun við vinnslu fréttar-
innar. - jss
STEINGRÍMUR ARI ARASON Forstjóri
Sjúkratrygginga Íslands.
TANNVIÐGERÐIR Tannlæknir á vegum landlæknis skoðaði tannviðgerðir sjúklinga
mannsins árið 2006. Sá staðfesti fimm viðgerðanna sem nú er sagt að vanti.
200 milljónir urðu að
129 þúsund krónum
Tannlæknir á Suðurnesjum hefur verið ákærður fyrir fjársvik upp á 129 þúsund
krónur með að hafa rukkað fyrir 34 viðgerðir sem hann ekki vann. Rannsókn
málsins tók fjögur ár. Sjúkratryggingar krefjast endurgreiðslu á 23 milljónum.
tökum notuð barnaskíði og skó upp í ný
SKÍÐASKIPTIMARKAÐUR
BRETLAND Julian Assange, stofnandi
Wikileaks, gaf sig fram við lögreglu
í London í gær og var færður í fang-
elsi vegna handtökubeiðni frá Sví-
þjóð, þar sem Assange hefur verið
kærður fyrir kynferðisbrot.
Assange þáði ekki boð um að
greiða tryggingu gegn því að verða
látinn laus meðan mál hans væri til
afgreiðslu í Bretlandi. Hann ætlar
hins vegar að berjast gegn því að
verða framseldur til Svíþjóðar.
Tvær konur í Svíþjóð hafa kært
Assange til lögreglunnar vegna
atburða sem sagðir eru hafa átt
sér stað í ágúst síðastliðnum. Ein
kæran er fyrir nauðgun, tvær fyrir
kynferðislega áreitni og ein fyrir
ólögmæta valdbeitingu. Nauðg-
unarkæran er flokkuð þannig hjá
sænska dómstólnum, að hún lúti að
„vægara afbrigði“ nauðgunar, sem
getur leitt til fangelsisdóms til allt
að fjögurra ára.
Samkvæmt breskum fjölmiðlum
virðist sem önnur kvennanna saki
Assange um að hafa notað ónýtan
smokk, en hin saki hann um að hafa
notað sig kynferðislega án smokks
þegar hún var sofandi.
Talsmenn Assange hafa sumir
sagt kærurnar sprottnar af
annarlegum rótum, jafnvel að undir-
lagi Bandaríkjanna. Lögfræðingur
kvennanna hafnar öllum ásökunum
af því tagi. - gb
Julian Assange handtekinn í Bretlandi þar sem hann gaf sig fram í gær:
Berst gegn framsalskröfunni
JULIAN ASSANGE Tvær konur hafa sakað
hann um kynferðisbrot. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Eiga íslensk stjórnvöld að rann-
saka meintar njósnir Kínverja
hér á landi?
Já 56,7%
Nei 43,3%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Ætlar þú að eyða minna í jóla-
gjafir í ár en í fyrra?
Segðu þína skoðun á visir.is
TÆKNI Stafræni myndabankinn
Getty Images International hefur
stefnt eignarhaldsfélaginu Fronti,
eiganda Barnaland.is og fleiri
vefja, fyrir Héraðsdómi Reykja-
víkur. Ástæðan er notkun á mynd-
um sem Frontur hefur ekki greitt
fyrir.
Fyrirtækið krefst tveggja til
þriggja milljóna króna í skaða-
bætur vegna notkunar á myndum
sem eiga að hafa birst í leyfisleysi
á vefjum Fronts, sem hefur farið
fram á að málinu verði vísað frá
dómi. - sv
Getty Images fer í mál:
Stefnir síðunni
Barnaland.is
Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands:
Krafan byggð á meint-
um auðgunarbrotum
KJÖRKASSINN