Fréttablaðið - 08.12.2010, Qupperneq 20
20 8. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR
Í grein í Fréttablaðinu 3. nóvem-ber sakar stjórn Vatnajökuls-
þjóðgarðs tiltekna útivistarhópa um
neikvæðan og villandi málflutning
varðandi tillögur að stjórnunar- og
verndaráætlun Vatnajökulsþjóð-
garðs. Þetta er alvarleg ásökun
sem snertir marga aðila s.s. jeppa-
fólk, veiðimenn, hestamenn, sleða-
fólk, fjórhjólafólk, mótorhjólafólk
og almenning.
Þetta mál snýst í raun um rétt
almennings til ferðafrelsis innan
Vatnajökulsþjóðgarðs, en þar hafa
margir ólíkir útivistarhópar ferðast
saman í áratugi. Það var gefið loforð
við stofnun Vatnajökulsgarðs um að
ekki yrði takmörkuð sú útivist sem
þar hafi verið stunduð. Staðreyndin
er samt sú að í fyrirliggjandi tillög-
um að stjórnunar- og verndaráætl-
un Vatnajökulsþjóðgarðs sem liggja
hjá umhverfisráðherra, er verið að
ganga mun lengra í takmörkunum
og höftum á ferðafrelsi og útivist,
en almenningur á Íslandi getur
sætt sig við.
Hverjar eru staðreyndir máls-
ins:
1. Vegslóðar:
Stjórn VJÞ segir ósatt að heildar-
lengd lokaðra vegslóða sé um 50
kílómetrar. Bara lokanir á Vikra-
fellsleið e (45 kílómetrar) og Vonar-
skarðsvegi (17 kílómetrar) gera
samtals 62 kílómetra og eru þá
ótaldar fjölmargar leiðir á Jökul-
heimasvæðinu.
2. Útivistarþarfir:
Stjórn VJÞ segir þjóðgarða ekki
geta uppfyllt allar þarfir útivistar-
fólks. Lokun á vinsælum ferða-
mannaleiðum án rökstuðnings
um verndun tegunda og vistkerfa,
verndun víðerna og friðhelgi er ekki
ásættanleg. Stjórn VJÞ hefur engin
rök fyrir þessum lokunum og telur
sig ekki þurfa að setja þær fram.
3. Sambúð útivistarhópa:
Stjórn VJÞ gengur út frá því að
sambúð mismunandi útivistar-
hópa sé ekki raunhæfur möguleiki.
Margir hafa einmitt bent á að það
ætti að vera hlutverk landvarða að
tryggja að ekki skapist árekstrar
milli þessara hópa og nota m.a. til-
kynningaskyldu. Með slíku fyrir-
komulagi ættu einmitt að skapast
forsendur fyrir samstarfi í stað
sundrungar þeirra sem nýta sér
þjónustu þjóðgarðsins.
4. Saga og menning:
Þjóðgarðar hljóta að eiga að taka
tillit til sögu og menningar þjóð-
ar. Að loka Bárðargötu, elstu þjóð-
leið Íslendinga yfir hálendið fyrir
akandi umferð og hestafólki er
algjört tillitsleysi við sögu og
menningu okkar Íslendinga.
5. Stærð landsvæða:
Stjórn VJÞ segir að einungis sé
verið að banna skotveiðar á 3,4%
af nytjalandi garðsins utan jökla.
Austursvæðið í VJÞ skiptir veiði-
menn mestu máli, en það ásamt
suðursvæði VJÞ eru þau svæði sem
eru veiðanleg innan garðsins. Það
er verið að loka um 23% af veiðan-
legu svæði innan VJÞ með stofnun
griðlands innan Snæfellsöræfa.
6. Skotveiðar í þjóðgarði nýlunda:
Það er ekki rétt að veiðar í þjóð-
görðum sé nýlunda, þær eru stund-
aðar í þjóðgörðum víða um heim.
Skotveiði á ekki að vera sjálfsögð í
þjóðgörðum, en veiðimenn hafa hins
vegar hvatt til þess að veiðistjórn-
un sé byggð á traustum grunni
og framkvæmd af Veiðistjórnar-
embættinu, sem hefur heildaryfir-
sýn yfir ástand stofna á Íslandi.
7. Seinkun á veiðitíma:
Stjórn VJÞ leggur til að veiðar á
gæs verði ekki heimilaðar frá 20.
ágúst heldur frá 1. september, ólíkt
því sem er annars staðar á Íslandi.
Meginrökin eru þau að veiðimenn
eru sagðir skjóta ófleyga fugla sem
er ósannað með öllu og flestir veiði-
menn skjóta fugla á flugi. Þetta
skiptir engu máli fyrir þá sem
ekki stunda veiðar á heiðagæs, en
á þessum 11 dögum er besti veiði-
tíminn fyrir heiðagæsina, en hegð-
un hennar verður óútreiknanleg í
september.
8. Stjórnsýslulög:
Stjórn VJÞ braut stjórnsýslulög
með því að svara ekki með beinum
hætti þeim sem gerðu athuga-
semdir við tillögur að stjórnar- og
verndar áætluninni. Stjórnin sendi
fjöldapóstinn á alla sem gerðu efn-
islegar athugasemdir.
Eins og sést hér að framan, er
það ekki að ástæðulausu sem jeppa-
fólk, veiðimenn, hestamenn, sleða-
fólk, fjórhjólafólk, mótorhjólafólk
og almenningur tekur sig saman og
lætur í sér heyra. Það var ekkert
tillit tekið til athugasemda þessara
aðila í undirbúningsferlinu og þeir
ekki taldir svaraverðir efnislega.
Að saka þessa aðila um neikvæðan
og villandi málflutning er úr lausu
lofti gripið og sýnir best hvernig
vinnubrögð stjórnar Vatnajökuls-
þjóðgarðs eru.
Landssamband hestamanna –
Þorvarður Helgason,
stjórnarmaður
Landssamband vélsleðamanna
– Birkir Sigurðsson, forseti
Landssamtökin Ferðafrelsi –
Guðmundur G. Kristinsson,
formaður
Ferða- og útivistarfélagið Slóða-
vinir – Jakob Þór Guðbjartsson,
formaður
Ferðaklúbburinn 4x4 – Sveinbjörn
Halldórsson, formaður
Skotveiðifélag Íslands –
Sigmar B. Hauksson, formaður
Vélhjólaíþróttaklúbburinn Vík –
Hrafnkell Sigtryggsson, formaður
Skotreyn – Kristján Sturlaugsson,
formaður
Jeppavinir – Þorvarður Ingi
Þorbjörnsson, formaður
Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs
hlusti betur á almenning
Útivist
Forsvarsmenn
níu samtaka
útivistarfólks
Nokkur atriði
um fé … og fólk
Í ljósi umræðu um fjárlög Reykjavíkurborgar síðustu
daga hef ég ákveðið að skrifa
nokkur orð til að reyna að leið-
rétta rangfærslur og hártogan-
ir sem settar hafa verið fram.
Fjárlög Reykjavíkurborgar 2011
Þessi fyrsta fjárlagagerð sem
ég hef komið að hefur verið
löng og ströng og kostað mikl-
ar vangaveltur, ekki að við
vorkennum okkur fyrir það
síður en svo. Ekki bara erum
við mörg ný í gerð fjárlaga frá
Besta flokknum heldur vill svo
til að við gerum fjárlög þegar
loka þarf mjög stóru gati í fjár-
lögum Reykjavíkur.
Það kemur til bæði
af auknum kostnaði
og sérstaklega vegna
minnkandi tekna,
einnig eru nokkrir
óvissuþættir fram
undan í skipulagsmál-
um sem gætu kostað
fé. Því er vissara að
eiga varasjóð og getu
til að bregðast við
slíkum málum sem
koma upp.
Orkuveita Reykjavíkur
og meintir 17 milljarðar
Við í nýjum meiri-
hluta í Reykjavík
hófumst tafarlaust
handa við að hjúkra
OR aftur til heilsu. Á
aðeins sex mánuðum
hefur stjórnendum
OR sem eru sérstak-
lega valdir til verks-
ins vegna faglegrar
kunnáttu sinnar og
sérfræðiþekkingar
tekist að lyfta grettis-
taki í þeim efnum. OR sýnir
mikil batamerki og óskemmti-
legar aðgerðir í formi uppsagna
og gjaldskrárhækkana eru að
skila traustum rekstri nú þegar
auk þess að skapa tiltrú á fyrir-
tækið meðal lánveitenda og
annarra viðskiptavina. Skuldir
OR eru um og yfir 200 milljarð-
ar, og lánveitendur hafa krafist
þess að Reykjavíkurborg sem
ábyrgðaraðili fyrir lánunum
eigi handbært fé upp á um 12
milljarða í sjóði til að tryggja
afborganir af lánum. Nú hefur
verið bent á að Reykjavík eigi
um 17 milljarða handbært fé
og gæti notað það til að forðast
niðurskurð og gjaldskrárhækk-
anir. Slík umfjöllun er óábyrg
og í ætt þess sem hefur verið
kallað popúlismi, slíkar aðgerð-
ir eru ekki raunhæfar því þó að
núna í nóvember hafi verið til
um 17 milljarðar þá þýðir það
að um áramót verða á reikning-
um Reykjavíkur um 12 millj-
arðar þegar upp er staðið eftir
árið. Það er einmitt upphæðin
sem við þurfum að eiga vegna
OR. Greiningarfyrirtæki orð-
aði það skemmtilega um daginn
þegar sagt var að „tekist hefði
að fjarlægja pólitíska áhættu
úr fyrirtækinu“.
Sett hefur verið fram af
hálfu fulltrúa sjálfstæðis-
manna í borgarstjórn reikni-
skjal þar sem sett eru saman
dæmi um áhrif hækkana á fólk-
ið í borginni. Þar kennir ýmissa
grasa.
Þess vegna langar mig að
svara tveim spurningum sem
koma þeim útreikningum við.
Hvað eru skattar?
Skattar eru gjöld sem hið opin-
bera innheimtir af þegnum til
að halda úti þjónustu, þetta vita
flestir. En ýmis gjöld í samfé-
laginu eru einnig óbeinir skatt-
ar, sérstaklega þar sem um er
að ræða lögbundna þjónustu.
Það á við tildæmis leikskóla-
gjöld og segjum sorphirðu-
gjald. Það skrítna við sorphirðu-
gjald er samt að það er í raun
bannað að tapa á því, það á að
standa undir sér svo sú hækkun
var óumflýjanleg auk þess að
í framhaldinu verður farið útí
víðtæka flokkun í Reykjavík og
þjónustan bætt til muna.
Og hvenær er greitt
fyrir vöru og þjónustu?
Þegar talað er um að hækkun
á stökum miðum í sund sem
hækkun skatta og byrða á
fólk þá gleymist alveg að gera
ráð fyrir því að afsláttarkort
hækka ekki og langflestir not-
endur sundstaðanna notast við
slík kort. Hitt eru undantekn-
ingar og svo sannarlega þegar
fólk fer að minnsta
kosti tvisvar í mán-
uði í sund. Einnig
hækkar skólamatur-
inn, skólamaturinn
er ekki lögbundin
þjónusta en aftur á
móti var það mér per-
sónulega mikið bar-
áttumál að viðhalda
og helst auka gæði
matar í grunnskólum
Reykjavíkur. Skoð-
aðar voru sparnaðar-
leiðir en valið var að
fara í þessa hækkun
og standa vörð um
þetta. Í mínum huga
er þetta velferðar-
mál barna og þá sér-
staklega þeirra sem
búa við atvinnuleysi
og erfiðar aðstæður.
Til stendur svo að
koma til móts við þá
sem ekki geta borg-
að nú sem fyrr en
flest ráðum við við
þetta. En þessar
aðferðir eru í mínum
huga sambærilegar við að
setja Range Rover í vísitölu-
körfu Seðlabankans, það myndi
skekkja myndina. Fleiri slík
dæmi mætti nefna svo sem
menningarkort, ferðir í Fjöl-
skyldu- og húsdýragarðinn og
Frístundaheimili sem eru þrátt
fyrir mikilvægi sitt ekki lög-
bundin þjónusta og hafa verið
afar dýr í rekstri. Fullur metn-
aður er samt fyrir því að halda
því faglega tilboði opnu og
bæta það enn frekar.
Rúmlega 600 miljóna
aukning í velferðarmálum
Að lokum vil ég nefna viðbæt-
ur okkar í velferðarmálum þar
sem ég sit sem varaformaður
velferðarráðs. Þar höfum við
ákveðið að hækka framfærsl-
una úr 125.540 kr. upp í 149.000
kr. á einstakling sem ber kostn-
að af húsnæði og hjón og sam-
býlisfólk hækkar úr 200.864
kr. í 223.500 kr. Þetta kallar á
aukið fjármagn og er ég gríðar-
þakklátur fyrir þann stuðning
sem við höfum hlotið innan
meirihlutans til að gera þetta
fært. Þarna sýnum við í verki
að við bregðumst við vanda
þeirra sem úr minnstu hafa að
moða.
Verum bjartsýn
Að lokum vil ég þakka Reykvík-
ingum og öðrum Íslendingum
lesturinn og vona að allir hafi
það sem allra best á aðventunni.
Einnig vil ég rifja upp orð prest-
anna í Eldorado sem Birtíngur
hittir fyrir þegar hann rambar
þangað með Altúngu þegar Alt-
únga spyr þá hvers þeir biðji:
„Biðji??? Við biðjum aldrei um
neitt. Við þökkum allan daginn.“
Góða helgi.
Borgarmál
Ágúst Már
Garðarsson
varaformaður
velferðarráðs og
Bestaflokksmaður
Ekki bara
erum við
mörg ný í
gerð fjárlaga
frá Besta
flokknum
heldur vill
svo til að við
gerum fjárlög
þegar loka
þarf mjög
stóru gati í
fjárlögum
Reykjavíkur.
Í fyrirliggjandi til-
lögum … er verið
að ganga mun lengra í
takmörkunum og höftum
á ferðafrelsi og útivist, en
almenningur á Íslandi
getur sætt sig við.
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/U
T
I
52
23
6
11
/1
0
20% afsláttur
HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND WWW.UTILIF.IS
SkíðapakkarJÓLAGJÖFIN