Fréttablaðið - 08.12.2010, Qupperneq 37
MIÐVIKUDAGUR 8. desember 2010 21
Nýjasta útspil í sparnaði Sjúkra-trygginga Íslands er að aftur-
kalla heimahjúkrun. Þarna er
verið að ráðast á garðinn þar sem
hann er ekki til staðar. Hversu lágt
er hægt að leggjast þegar ráðist
er á langveik börn sem ekki geta
varið sig með því að taka frá þeim
heimahjúkrun. Foreldrar þessara
barna eru yfirleitt svo örmagna að
þeir hafa heldur ekki kraft til að
bíta frá sér. Fólkið sem er ábyrgt
fyrir þessu ætti að skammast sín
og segja upp strax ef þetta er það
eina sem þeim dettur í hug til að
spara. Hvað með stjórnlagaþing þar
sem verið er að eyða 500 milljón-
um að minnsta kosti? Sendiráð sem
eru dekkuð upp fyrir 700 milljón-
ir? Hvernig væri að fara að kenna
þessu fólki stærðfræði aftur?
Svona lítur dæmið út: Fyrir eina
heimsókn heimahjúkrunar borg-
ar ríkið 10.000 kr. Fyrir innlögn í
einn dag borgar ríkið 130.000 kr.
Foreldrar langveikra barna spara
ríkinu 120.000 kr. á dag með því að
hafa barnið heima.
Á einum mánuði spara foreldrar
langveikra barna ríkinu 3.600.000
kr. ef barnið væri heimsótt á hverj-
um degi en svo er ekki þannig að
sparnaður er meiri. Þetta gera
43.200.000 á ári á hvert barn. Þetta
er raunverulegur sparnaður. Vilja
ráðamenn fá þessi 80 langveiku
börn inn á spítalann aftur? Það
myndi kosta 3.456 milljónir á ári í
auknum framlögum ríkisins ef öll
þessi börn legðust inn sem þau hafa
fullan rétt á að gera. Þrjúþúsund
fjögurhundruðfimmtíuogsexmillj-
ónir á ári. Það er því ekki flókið að
sjá að það er alls enginn sparnaður
fólginn í því að leggja niður heima-
hjúkrun þvert á móti miklu, miklu
meiri kostnaður.
Er ekki réttara að klappa foreldr-
unum á bakið, þakka þeim kærlega
fyrir að halda börnunum sínum
heima og jafnvel rétta þeim frek-
ari hjálparhönd heldur en að stinga
þá svona rækilega í bakið?
Ef þetta er eitthvert pólitískt
útspil af hálfu Sjúkratrygginga
til að fá frekari fjárlög þá er það
ómaklegt að spila svona með lang-
veik börn og fjölskyldur þeirra.
Það ætti að taka þessa ráðamenn
á hné og rassskella þá rækilega á
miðju Lækjartorgi til að fá þá til að
vakna til lífsins. Þeir þurfa að gera
sér grein fyrir því að það eru ekki
allir með milljón á mánuði fyrir
að taka rangar ákvarðanir ofan í
rangar ákvarðanir og fá að halda
vinnunni. Sum okkar þurfa að bera
ábyrgð á gjörðum okkar.
Það ætti að rassskella suma ráðamenn
AF NETINU
Skýrslur sendiherra
Íslands
Fréttamönnum
Ríkisútvarps fannst
það fréttnæmt, að
sendiráð Banda-
ríkjanna á Íslandi
skyldi fylgjast með
mönnum og málefnum og ekki
síst stjórnmálahorfum og þróun
á Íslandi. Það er hlutverk sendi-
ráða að vera augu og eyru lands
síns í gistiríkinu. „Afla upplýsinga“
sagði Jón Baldvin fyrrverandi
utanríkisráðherra og sendiherra í
Bandaríkjunum í Ríkisútvarpinu
(06.12.2010)
Sendiherrar Íslands sendu til
skamms tíma, og gera líklega
enn, skýrslur ársfjórðungslega til
utanríkisráðuneytisins í Reykjavík
um stjórnmál og efnahagsmál
í gistiríkinu. Ekki fer hjá því að í
slíkum skýrslum sé vikið að sam-
tölum við nafngreinda einstaklinga
stjórnmálamenn og frammámenn
í atvinnulífi og lagt mat á menn og
málefni. Umfjöllun Ríkisútvarpsins
um skýrslur bandaríska sendiráðs-
ins í [Reykjavík] hefur á stundum
verið einfeldningsleg , barnaleg
og ekki borið vott um djúpstæða
þekkingu. Svo var Jón Baldvin
sagður sendiherra Bandaríkjanna
(!) í morgunútvarpi Rásar tvö
(06.12.2010). Engum datt í hug
að leiðrétta. Sama kurteisin við
hlustendur.
Sagt var í morgunútvarpi Rásar
tvö (06.12.2010), að Kínverjar
hefðu stundað iðnaðarnjósnir á
Íslandi. Hið rétta er að starfs-
menn bandaríska sendiráðsins á
Íslandi hafa haldið þessu fram.
Ekkert slíkt liggur fyrir eða hefur
verið sannað. Hér er ekki verið
að bera blak af Kínverjum, heldur
einungis benda á að enginn er
sekur fyrr en sekt er sönnuð. Í
þessu máli hefur sekt ekki verið
sönnuð. Fjölmiðlamenn eru ekki
dómarar í sakamálum.
blog.eyjan.is/esg
Eiður S. Guðnason
Þeirra er valið
Það er sótt að WikiLeaks úr öllum
áttum.
Nú ætla Visa og
Mastercard að
stöðva greiðslur
til WikiLeaks – en
áður hefur PayPal
gert hið sama.
John Noughton skrifar um þessa
atburðarás í Guardian og segir
að hræsnin í stjórnmálaelítunni á
Vesturlöndum sé himinhrópandi.
Bæði Hilary Clinton og Barack
Obama hafa talað um mikilvægi
frjáls upplýsingaflæðis á netinu
– og gagnrýnt sérstaklega Kínverja
fyrir að þrengja að því.
Nougton segir að annað hvort
geti stjórnmálamennirnir ákveðið
að lifa í heimi þar sem upplýs-
ingar leka út eða reynt að loka
internetinu.
Þeirra sé valið.
silfuregils.eyjan.is
Egill Helgason
Heimahjúkrun
Sigurður Hólmar
Jóhannesson
faðir langveikrar stúlku
Fyrir eina heim-
sókn heima-
hjúkrunar borgar ríkið
10.000 kr. Fyrir innlögn
í einn dag borgar ríkið
130.000 kr. Foreldrar
langveikra barna spara
ríkinu 120.000 kr. á dag
með því að hafa barnið
heima.
Frábærar Jólagjafir
í 60 árGæða rúm á góðu verði
Liam
Ella
Reykjavík: Mörkin 4, sími: 533 3500 Akureyri: Hofsbót 4, sími: 462 3504 Opnunartími: Mán-fös 10-18 og laug 11-16